Bergþór


Bergþór - 01.12.1963, Blaðsíða 5

Bergþór - 01.12.1963, Blaðsíða 5
Desember 1963 B E R G Þ Ó R 5 Frá Hveravöllum. Kjalhraun, Svartárbotna og Gránunes að austan og skyldi gista í Fossrófum næstu nótt. Hlutverk okkar Guðna var austurhelmingurinn, en hinir fóru vestur úr. Af okkur er það að segja, að við fórum suður Kjalhraun, sinn hvoru megin við Kjalfell og hittumst við kofatóft, sem er suðaustan við það. Skiptum við okkur þar aftur, Guðni leitaði Gránunes, en ég leitaði Svartárbotna. Komum við í Fossrófur um dimmumót og höfðum enga kind fundið. Var þá komið ofsa rok af suðaustri með bleytu- hríð. Gengum við frá hestum okkar í hesthúsinu og var ærin þar og virtist una hag sínum vel enda hafði hún nóg að bíta og brenna. Fórum við síðan í kofann og þökkuðum okkar sæla að vera komnir í húsaskjól, því alltaf herti veðr- ið. Fyrsta verk okkar var að hita á katlinum, bæði handa okkur og félögum okkar, sem ókomnir voru. Tókum við síð- an hraustlega til matar enda var af miklu að taka, því hann var allur hjá okkur. Svo leið tíminn og klukkan var farin að ganga átta og enn voru félagar okkar ókomnir. Við hituðum annan ketil af kaffi í þeirri von að þeir myndu koma. Við vorum orðn- ir leiðir af að vita af þeim úti í slíku veðri og geta ekkert að- hafst til hjálpar ef eitthvað hefði komið fyrir þá, en það varð að hafa sinn gang úr því sem komið var. Er ekki að orð- lengja það að þeir komu ekki fyrr en kl. 10 um kvöldið. Þá var riðið í hlaðið og urðum við kofabúar himinlifandi að heimta þá heila á húfi úr slíku foraðsveðri og náttmyrkri. Tók um við nú við hestum þeirra og komum þeim í hús, svo þeir kæmust sem fyrst í húsaskjól til að draga af sér vosklæði og fá sér hressingu. En nú var orð ið kalt á katlinum og var ekki laust við að við yrðum fyrir aðkasti vegna þess, en allt jafn- aði það sig fljótlega. Ferðasaga þeirra félaga var í stórum drátt um á þessa leið. Allt gekk tíðindalaust í Þjófa dah, en þar er sæluhús frá Ferðafélaginu. Áðu þeir þar um stund og fengu sér bita, sem þeir höfðu með sér, en bjugg- ust að því búnu til ferðar á ný. Ekki höfðu þeir langt farið, er þeim verður litið upp í Rauð- koll, sem er hátt fjall norð- vestan við Þjófadali, og sjá þar þá þrjár kindur í hlíðinni. Urðu þeir nú harla kátir og hófust þeir þegar handa að ná þeim. En þær voru ekki alveg á því að láta ná sér og fór ein í ó- göngur þarna í fjallinu. Þó fór svo um síðir, að þær urðu að láta í minni pokann. Settu þeir þær inn í sæluhúsið meðan þeir leituðu Fögruhlíð. Voru þeir fljótir að því og héldu svo hið bráðasta aftur til sæluhússins. Þegar þangað kom var að skella á ofsarok og bleytuhríð. Áttu þeir nú eftir að koma kindun- um í Fossrófur og þar að auki áttu þeir að leita suður með Fúlukvísl að Þverbrekkum. Þar sem nú var orðið áliðið dags og stutt eftir af birtu, ákváðu þeir að sleppa frekari leit, en fara með kindurnar skemmstu leið. Fóru þeir nú austur með Kjalfelli og komu kindunum við illan leik í kofatóftina þar. Var þá veðrið orðið mjög vont og kindurnar rákust ekki lengra. Hlóðu þeir nú upp í dyrnar eftir föngum en héldu síðan á ný út í bylinn og nátt- myrkrið. Fóru þeir með Kjal- fellskvíslinni niður í Gránunes til að vera vissir um að fara ekki af réttri leið og þaðan beint í Fossrófur. Kindurnar, sem þeir félagar fundu þennan dag, voru 2 ær norðan úr Húna vatnssýslu og lambhrútur úr Hrunamannahrepp. Sunnudagur: Þegar við vökn- uðum um morguninn, var veð- ur óbreytt frá deginum áður. Var nú ákveðið að ná í kind- urnar í kofatóftinni við Kjal- fell. Gekk það greiðlega og vor um við búnir að því skömmu eftir hádegi. Heldur voru þær mjóslegnar, einkum lambið, enda hafa þær verið búnar að þola harðrétti nokkuð lengi. Enn hélzt veðrið óbreytt, og var svo allan daginn. Fórum við því ekki út úr húsi nema til að gefa fé og hestum. Lifðum við þarna kóngalífi og mátti engu muna að menn ætu ekki yfir sig. Annars höfðum við meðul við öllu mögulegu enda er það sjálfsagt inn á reginfjöllum. Mánudagur: Veðrinu hafði nú slotað og var komið bjart- viðri og frost. Höfðum við nú hröð handtök við að búa okkur af stað, því við vorum vel fyr- irkallaðir, þar sem við vorurr. búnir að hvíla okkur næstum heilan dag. Nú skal leita með Jökulfalli, Svartá og Fúlukvísl í Hvítárnes, sem er næsti nátt- staður. Var nú skipt verkum. Tveir fóru með kindurnar, sem nú voru orðnar 5, og trússahestana niður með Svartá. Einn fór með Jökulfallinu og einn með Fúlukvísl og kom það í minn hlut. Skyldi ég einnig smala það, sem eftir var á laugar- daginn. Gekk þetta allt eftir áætlun og fannst engin kind þennan dag. Um kvöldið fór að snjóa, en þá voru allir komnir í húsa- skjól. 1 Hvítárnesi gerðum við okkur glaða stund þetta kvöld, eftir því sem efni stóðu til. Var nú tekið fram allt það bezta, sem menn höfðu í fórum sín- um, því nú fer að síga á seinni hluta fjallferðarinnar og ekki þykir gott að reiða mikið af nesti til byggða aftur. Allur var sá gleðskapur samt í hófi og var engum meint af, hvorki ut- an né innan. Sungin voru mörg falleg ljóð þessa stund, því all- ir vorum við félagar sæmilegir söngmenn, þó ekkert hefðum við hljóðfærið til að fara eftir. Þriðjudagur: Við vöknuðum hressir og endurnærðir þennan morgun. Veðurútlitið var ekki sem bezt, gekk á með dimmum éljum og var kominn talsverð- ur snjór. Nú skal leita um- hverfis Bláfell í Fremstaver og er það löng leið. Mötuðumst við nú í skyndi, gerðum hreint húsið og héldum svo af stað með allt okkar hafurtask. Reyndist seinfarið suður fyrir Hvítárbrú, einkum fyrir kind- urnar, bæði af snjó og byli. En færð og veður fór batnandi þeg ar á daginn leið og náðum við í björtu í Fremstaver. Fundum við 2 kindur til viðbótar um daginn. Þarna áttum við góða nótt í hinu nýja húsi, sem hreppur- inn lét byggja síðastliðið haust. Er það vel úr garði gert og öllum til sóma, sem að því stóðu. Miðvikudagur: Þá er runn- inn upp síðasti dagur ferðarinn- ar og er veður allgott. Nú á að leita suður að Sandá og svo Hólaland að afréttargirðingu, sem er skammt fyrir innan Kjóastaði. Tveir menn áttu að koma til móts við okkur við Sandá, en þeir voru farnir sök- um þess að við vorum á eftir áætlun. Höfðu þeir leitað nokk uð af því svæði, sem átti að leita þennan dag. Eitthvað fundu þeir af fé, en ég man ekki hve mikið. Af okkur er það að segja, að við fundum enga kind þennan dag og vor- um við komnir að Kjóastöðum kl. 3 um daginn. Þá er þessari ferðasögu lok- ið. Ég hef reynt að skýra frá í stórum dráttum, hvernig eft- irleit gengur til. Eins og sjá má var þetta engin svaðilför og er það mest að þakka því hvað færðin var góð á afréttinum þrátt fyrir óhagstæða tíð. Þetta var mín 21. ferð í eft- irleit og vil ég nú að lokum nota þetta tækifæri til að þakka þeim mönnum, sem með mér hafa verið í þessum ferð- um bæði fyrr og síðar, fyrir ánægjulegar samverustundir. Ingvar Ingvarsson, Hvítárbakka.

x

Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergþór
https://timarit.is/publication/925

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.