Bergþór


Bergþór - 01.12.1963, Blaðsíða 7

Bergþór - 01.12.1963, Blaðsíða 7
Desember 1963 BERGÞÓR 7 Úr fórum ferðalangs (Gamanþáttur, fluttur í hófi, sem haldið var er sýningum var lokið á sjónleiknum „Lén- harði fógeta“ í febrúar 1962.) Sagt er, að hægt sé að kom- ast inn í ókominn tíma með því einu að ná nógu miklum hraða á einhverju farartæki. Ekki er vitað um marga sem þetta hefur tekizt, en ein- hver, sem ég veit þó engin deili á, mun þó hafa gert þetta og komist til baka. Ekki mun hann hafa látið mikið uppi um þessar ferð, en til sannindamerkis tók hann með sér ritsmíð nokkra, sem fræðimaður einn var að skrifa. Mér hefur borizt þetta grein- arkorn hins óborna fræðimanns og ætla ég nú að lesa það fyrir ykkur ef þið kynnuð að hafa af því gagn nokkurt eða gaman. Upp úr miðri 20. öld var það mjög í tízku hjá þeim mönn- um, er þá kölluðu sig „hinn menntaða heim“, að bregða sér i gerfi :annarra manna um lengri eða skemmri tíma. Hugð ust þeir með þessu breyta sjálf um sér nokkuð til batnaðar, og jafnvel munu þeir hafa talið að það væri Guði þóknanlegt. Var þetta nefnt leiklist. Eitt sinn bar svo við í sveit þeirri er Biskupstungur nefndust, að menn tóku mjög að trúa á mátt leiklistarinnar. Var þá fenginn maður, sem í borg einni þar skammt frá hafði kynnt sér mjög hinn nýja sið, til þess að koma honum á í sveit þessari. Var hann eins- konar prestur eða trúboði þessa siðar. Hét maður þessi Eyvind- ur og var Erlendsson. Sá maður, er mest var fyrir heimamönnum hét Eiríkur og var Stígsson. Lagði hann fast að fólki að snúa sér til hins nýja siðar. Varð honum vel ágengt og komust jafnvel færri að en vildu. Eiríkur fékk þá stöðu við helgiathafnir að hann skyldi leggja fólki orð í munn en Ey- vindur sýndi því hreyfingar. Fór þetta þannig fram að Ei- ríkur sat til hliðar við altarið, sem athöfnin fór fram á og var þá nefnt leiksvið, og hvíslaði orð þau er fólk skyldi segja, en Eyvindur stóð fyrir framan leiksviðið og sýndi því hvernig það skyldi hreyfa sig. Reyndu þátttakendur svo að hafa orðin upp eftir Eiríki, líkt og páfa- gaukar gera, og hreyfa sig um leið svo sem Eyvindur sýndi þeim. Við athöfn þessa voru menn klæddir hinum afkáralegustu fötum, og voru fengnar tvær færustu saumakonur þar um slóðir til að sauma þau. Voru það Elín er bjó í Austurhlíð og kona Eyvindar og hét hún Sjöfn. Hún hafði einnig þann starfa að mála þá líkamshluta er eigi voru huldir fötum. Við athöfn þessa skyldu höfð marg vísleg ljós og var valinn til þess að sjá um það ungur mað- ur, er þar bjó og Garðar hét, og er einkum talið að hann hafi verið fenginn til þess vegna þess, að engin hætta var á að hár hans yrði honum til trafala við starfið. Sigurður bóndi á Heiði var gerður þarna að fógeta og var hár hans aukið mjög. Var fógeti þessi hinn mesti lífs- nautnamaður og afar djarftæk- ur til kvenna. Má ætla að menn hafi viljað láta Sigurð tileinka sér þessa eiginleika, en hann mun sjálfur hafa verið rólynd- ismaður og hófsmaður í hví- vetna og eigi mun hann hafa litið nema eina konu girndar- auga. Jóhann bóndi í Holtakotum var gerður bóndi miklu auð- ugri en hann annars var og bruggari. Átti hann í leik þess- um dóttur, sem hann annars enga hafði átt. Hét sú, er hana skyldi leika Halla, og var hún fögur mjög, bæði í leik og ut- an. I leiknum var hún ógefin, en annars var hún gift. Biðlaði maður hennar til hennar í leiknum, en hún hafnaði hon- um, og var hann þó þar sízt minna glæsimenni en ella. Einnig biðlaði þar til hennar annar maður og var sá leikinn af nágranna hennar er Sigurð- ur hét Erlendsson, hinum gjörfi legasta manni og gildum bónda. En í leiknum var hann kotungs sonur og hinn mesti rifbaldi. Eigi að síður tók hún honum en ekki er vitað um að ástir hafi verið milli þeirra hvorki fyrr né síðar. Arnór bóndi og einsetumaður á Bóli var þar gerður að sýslu- manni og hinum mesta höfð- ingja. Átti hann þar konu, er var skörungur mikill. Eigi er vitað hvort það hefur verið gjört til þess að hann mætti sjá hve mikill styrkur er að því að hafa konu sér við hlið, eða til þess að hann mætti þaðan í frá forðast að lenda undir áhrifavaldi kvenna. Sú er konu hans lék hét Kristrún og var hún kona Kristins bónda á Brautarhóli, er nefndur hefur verið hinn ríki. Sonur þeirra hét Sigurjón og var hann í leik þessum fær-ður í gerfi hins mesta vesalmennis, og má það furðulegt tiltæki kallast að breyta mönnum svo til hins verra. Magnús, er bjó á Norðurbrún var gerður miklu guðhræddari en hann annars var og gætinn mjög. Mun hafa verið til þess ætlast að hann yrði af þessu enn betri maður en hann áður var. Erlendi bónda í Dalsmynni var einnig umbreytt þar og var hann ávallt á sama máli og aðrir. Gústaf sá, er í þann mund var húskarl á Spóastöðum var gerður gamall mjög en hinn mesti ákafamaður og er sagt að hann hafi elzt mjög við þetta en jafnframt aukizt að áhuga og dug. Sveinn bóndi í Tungu var einnig í hópi þess- ara manna en heldur mun hon- um hafa verið lítið breytt. Skósvein hafði fógeti í leik þessum. Hét sá Skarphéðinn er í hans gerfi var færður. Var hann illa leikinn og fékk jafn- vel kryppu á bak sitt, sem hann mun þó hafa losnað við. Konur voru þar tvær, sem enn er ógetið. Voru það Mál- fríður í Stekkholti, sem var gerð miklu meiri kvenforkur en hún annars var og Fríða í Hrosshaga, sem var gerð gömul mjög eða um hálfri öld eldri en hún var í raun réttri. Þar voru og bændur þrír, sem enn hafa ekki verið nefnd- ir. Voru það Björn í Úthlíð, Egill á Krók og Jóhannes í Ásakoti. Voru þeir allir mjög friðsamir menn, en í leiknum voru þeim fengin vopn og gerð ir hinir mestu rifbaldar. Er helgiathafnir þessar höfðu staðið nokkurn tíma þótti mörg um mál að hætta, en ýmsum gekk þó illa að hverfa fullkom lega til fyrra lífs og er talið víst að margir hafi breytzt mik ið við þetta. Um legstein Hannesar biskups Skúli í Bræðratungu kom eitt sinn í Skálholtskirkju í haust, er leið. Skoðaði hann þá ásamt samferðamönnum sínum minja-salinn undir kirkjunni. Er þangað kom, spurði hann um legstein Hannesar biskups, vildi sjá, hvort ekki væri brot- ið af honum horn. Og það stóð heima. Steinninn er allstór, marmari, og hefur brotnað af honum allmikið horn að ofan. Það hefur þó ekki glatazt. Sögu kunni Skúli af steini þessum, er hann kvaðst hafa heyrt föður sinn, Gunnlaug á Kiðjabergi, segja: Steinninn var höggvinn í Danmörku og kom út hingað með skipi á Eyrarbakka. Var hann síðan fluttur á ísum heim í Skálholt. Flóamenn sáu um flutning hans að Kiðjabergi, en þar tóku við Grímsnesingar úr sunnanverðu Grímsnesi og fluttu að Hömr- um. Loks tóku svo við menn úr ofanverðu Grímsnesi síðasta áfangann. Var fyrir þeim bónd inn á Hömrum, fljóthuga mað- ur og orðhvatur í frekara lagi og sást þá lítt fyrir þótt hann ætti orðastað við höfðingja. Nú tókst ekki betur til en svo, að steinninn brotnaði á leið frá Hömrum í Skálholt. Þegar Hamrabóndi hittir bisk- upsekkjuna, segir hann henni tíðindin með þessum orðum: „Það fór verr en skyldi, frú mín góð. Það er af honum h.. .....hyrnan.“ — Ekki er þess getið, hvemig frúnni varð við, en borinn var þeim flutnings- mönnum matur. Kom þá fyrst spónamatur, og þótti karli sá kostur í þynnra lagi og varð honum þá að orði: „Hvað skal þetta lap handa svona mörgum svöngum og þyrstum mönn- um?“ — Næsti réttur var kjöt, og lyftist þá heldur brúnin á karli, enda varð hann nú blíð- máll og sagði: „Það lá við að hún bætti sig, blessunin". — Lengri er sú saga ekki. Graf- skrift Hannesar biskups er sam in af Magnúsi Stephensen, enda er þar einnig minnzt fyrri konu Hannesar biskups, frú Þórunnar, er var systir Magn- úsar. Þetta er höggvið á stein- inn m. a.: „Hann var lærðra ljós/ Is- lands unan/ allra góðra sómi/ því mun og angrátt/ ísland spyrja/ að líka hans/ en lengur þreyja. Hún var honum sam- valin/ að hvörri dyggð/ og at- gjörvi öllu/ jöfn að ástsæld og eftirsýnd/ — Báðum lík ekkju- frú/ biskups Hannesar/ Valgerð ur Jónsdóttir/ vífa prýði/ vonir að hvíla/ hér við hans síðu/ undir þessum úthöggna steini/ sem hún þeirra setti moldum." Frú Valgerður var enn svo að segja kornung, er hún varð ekkja, enda giftist hún síðar Steingrími Jónssyni og varð aftur biskupsfrú. Hefur hún efalaust verið kvenkostur mik- ill. Hannes biskup Finnsson var aðeins 57 ára, er hann andaðist í Skálholti 4. ágúst 1796. Hann var þá nýkominn heim úr al- þingisferð. Síðan hafa ekki set- ið vígðir menn í Skálholti, fyrr en nú í vetur hinn 17. des., er staðurinn varð loks aftur prest- setur. G. Ól. Ól.

x

Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergþór
https://timarit.is/publication/925

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.