Skátapósturinn


Skátapósturinn - 01.04.1938, Síða 3

Skátapósturinn - 01.04.1938, Síða 3
Bréfið til Sherlock Holmes James Brown beygði inn í Baker Street í hálf vondu skapi. Óteljandi sinnum hafði hann gengið hér — í regni og sól, um sumar og um vetur — eins og vel smurð vél. En í dag var það í síðasta sinn. James Brown var orðinn svo gamall að hann átti að fá eftirlaun. Hann gekk og hugsaði um hvað hann ætti að gera, þegar hann í for- stofunni í Baker Street 221 B. glápti á nafnið á bréfinu, sem hann átti að afhenda á 3. hæð. Mr. Sherlock Holm- es, — já, sannarlega stóð það. Hann ætlaði einmitt að fara að skrifa á það, heimilisfang óþekkt, þegar hann sá, að bréfið var hálfopið. Hann gat vel náð í innihaldið. Nei, hann hafði aldrei les- ið bréf, sem hann ekki átti. En for- vitnin varð yfirsterkari; svolítið neð- ar í götunni reif hann bréfið upp og byrjaði að lesa: Kæri Mr. Holmes. Ég hefi lesið að þér séuð duglegur leynilögreglumað- ur, og þessvegna skrifa ég, til að biðja yður um hjálp. Ég er vinnukona hjá frú Fulton í Kristjánsgötu 11. Þegar við vorum á leið í sumarfríið, vorum við stöðvaðar og farið með okkur í hús upp í sveit, þar sem við erum nú fang- ar. Kæri Holmes, þér verðið að finna okkur, það talar enginn við okkur nema hálfvitlaus garðyrkjumaður. Ég held að staðurinn sé mjög langt frá London. Jane Wilkins. James Brown hristi höfuðið hugs- andi. Hm. — já, annaðhvort hlýtur þessi stúlka að hafa lausar skrúfur eða þá hún er að reyna að gera gabb að mér. Bezt er líklega að láta Scotland Yard vita. En á næsta götuhorni stoppaði haml aftur. Hann hafði opnað bréf, hugs- aði hann, í fyrsta sinn á æfinni, sem ekki var til hans. Á pósthúsinu var James Brown hyltur og varð að gefa öllum félögunum í nefið. En hugsan- irnar voru allar á ruglingi — bölvað bréfið. Svo datt honum allt í einu ráð í hug; hann gat athugað, hvort það væri nokkur frú Fulton í Kristjánsgötu 11. Þarna stóð það í heimilisfangabók- inni. Hann hringdi undir eins. Honum var sagt, að frúin hefði ætlað í sumar- bústað sinn, en það hefði ekki verið svarað, þegar hringt var þangað síðast, svo hún hefði líklega ákveðið að fara á einhvern annan stað. Þetta var allt, sem vitað var um dvalarstað frúarinn- ar. „Ætli það sé þá eitthvað til í þessu“, hugsaði James Brown. Hann athugaði bréfið nánar. Umslagið var stimplað P. O. T. 23, sem þýðir að það hafi kom- ið með póstlestinni frá Hull. En á hvaða stöð ætli það hafi verið sett í póstkassa lestarinnar. Umslagið og pappírinn var hálf ó- hreint, eins og það hefði legið í vasa — eða — kvenveski. Og það gat mjög vel passað. Jane Wilkins hafði líklega haft bréfsefni í veskinu. Því hvaðan ætti hún að hafa fengið bréfsefni, þeg- ar hún var fangi? Stóð ekki að gamli garðyrkjumaðurinn væri niðri í garð- inum? Það benti á, að þær væru lokað- ar inni í margra hæða húsi á leiðinni milli Hull og London. Gamli póstþjónninn var hreykinn af leynilögreglu-hæfileikum sínum. En — það voru margar stöðvar á þeirri leið. En póstmaðurinn í lestinni hafði Skátapósturinn 3

x

Skátapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátapósturinn
https://timarit.is/publication/926

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.