Skátapósturinn - 01.04.1938, Blaðsíða 6

Skátapósturinn - 01.04.1938, Blaðsíða 6
Um tjaldbúðir Þegar margir skátaflokkar eru sam- an í útilegu, er nauðsynlegt, að hver flokkur hafi afmarkað svæði fyrir sig, og sjái hann þá jafnframt um að því sé haldið hreinu og óskemmdu. Niður- röðun á tjöldunum þarf að vera þann- ig, að þau séu ekki fyrir eldunarsvæði og þvílíku. Eldunarsvæði flokksins, ef ekki er notað eldhústjald þarf að vera það langt frá tjöldunum, að reykur- inn fylli þau ekki, og geri skátunum ó- kleift að vera í þeim. Hér á landi er ef- laust hægast að nota steina til að gera úr hlóðir, eins má nota í vikuútilegu létt járnrör og gera úr þeim þrífót og þarf þá ekki hlóðir, en seinlegra mun að nota þessa aðferð. Matvælatjald er nauðsynlegt í vikuútilegu. Það verður að vera rúmgott svo hægt sé að haida því vel hreinu. Aldrei má taka meiri mat úr umbúðum en nauðsynlegt er í hvert skipti svo ekki komist í hann flugur, sem sækja mjög að matartjöld- um. Að sjálfsögðu á að sjá fyrir því, að eldiviðurinn blotni ekki ef rignir, og ætti jafnvel að hafa sérstakt eldivið- artjald, ef um marga flokka er að ræða. Það er mjög nauðsynlegt, að eldunar- og mataráhöld hafi ákveðinn fyrir framan sig, án þess að geta hreyft sig?“ Nei — það hafði James Brown til allrar hamingju ekki. Og það var ekki líklegt, að hann þyrfti þess nokkurn- tíma, því að frú Fulton gaf honum mjög álitlega peningaupphæð. (Lauslega þýtt). samastað. Það er óheppilegt, að á- höldin liggi á jörðinni þar sem þau ó- hreinkast mjög fljótt, en bezt er að búa til grindur eða hengi til að hengja potta, diska o. fl. á og reynir þá á hve skátarnir eru hugvitssamir og lægnir. Gryfja fyrir matarleifar og annan úrgang er sjálfsögð og er nauðsynlegt, að eftir hverja notkun sé stráð í hana mold, því annars verður hún gróðrar- stía fyrir flugur og annan óþrifnað. Einu má ekki gleyma, og það eru skórnir. Þeir mega aldrei liggja á jörð- inni yfir nóttina, því þá verða þeir rak- ir á morgnana, þegar í þá er farið. Ágætt er að stinga greinum niður í jörðina og hvolfa skónum á þær. Ef vel á að fara í tjaldbúðum, þurfa að vera strangar reglur um alla um- gengni, því það verður öllum til leið- inda, að enginn hlutur sé á sínum stað og allt sé óhreint þegar það á að notast. Það allra nauðsynlegasta er að matar- áhöldin séu vel hreinsuð í hvert skipti, er þau hafa verið notuð, og þarf varla að taka það fram, að maturinn verður betri og lystugri úr hreinum áhöldum en óhreinum. Það ætti að vera föst regla að öll áhöld séu hreinsuð upp strax eftir notkun og komið fyrir á sín- um stað. Það væri heppilegt, að hver skáti í flokknum hefði sitt ákveðna verk að sjá um á hverjum degi og myndi það áreiðanlega setja sinn svip á tjaldbúð- irnar. Allir skátar ættu að venja sig á að láta ekki föt sín og aðra hluti vera sitt í hverju horni í tjaldinu, því það fer meiri tími í að leita að því, en að setja það á sinn rétta stað: bakpokann. R. S. 6 Skátapósturinn

x

Skátapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátapósturinn
https://timarit.is/publication/926

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.