Skátapósturinn - 01.04.1938, Blaðsíða 9

Skátapósturinn - 01.04.1938, Blaðsíða 9
I Kveðjo til íslenzkra skáta frá fararstjóra ensku skát- anna, sem koma í sumar „Hjartanlegar kveðjur frá skáta- bræðrum ykkar á Bretlandseyjum, og hamingjuóskir í tilefni af 25 ára af- J. E. Hachmann. mæli skátahreyfingarinnar á íslandi. Við, sem erum svo hamingjusamir að geta tekið þátt í landsmóti ykkar í júlí, hlökkum mjög mikið til að geta verið við hátíðahöld ykkar, til að eignast nýja vini, meðal skátabræðra okkar á fslandi, og til þess að hitta aftur þá ykkar, sem voru á Jamboree í Hol- landi í fyrra sumar. Er ekki Jamboree dásamlegt uppá- tæki? Hundruð áhugasamra skáta koma þar saman og verða fyrir áhrif- um hins sanna skátaanda, og flytja þau áhrif með sér heim til sinna eigin sveita; til þeirra, sem ekki gátu sjálfir farið. Og hvílíkt æfintýri! Fyrir okkur Englendinga er það fjögurra daga ferð. Fyrir okkur mikill viðburður í útilegulífi, nýir vinir, nýjar hugmynd- ir, nýtt útlit. Að endingu, við hlökkum til að vera með ykkur í júlí í sumar, og taka þátt í allri gleðinni, og æfintýrunum á landsmóti ykkar. J. E. Hachmann. Sfórt og smátt Safnað hefur Jóhannes Lárusson. Englendingur ferðaðist til Ame- ríku. Fyrsta morguninn, sem hann var þar, fór hann að búast til heim- ferðar. Þegar hann var spurður hvern- ig á þessu stæði, sagði hann að klukk- an ónáðaði sig, hún væri alltaf að segja: „Flýttu þér, flýttu þér“, en heima á Englandi hefði hún sagt: „Ekkert liggur á, ekkert liggur á“. Móðirin: „Ég vona að þú hafir nú verið góð stúlka, þó að þú hafir farið út með stráknum“. Dóttirin: „Já, mamma“. Mamman: „Ég vona að þú hafir þó ekki kysst hann“. Dóttirin: „Jú, það gerði ég“. Mamman: „Þú manst, að ég hefi oft sagt þér að segja alltaf nei, þegar strákarnir biðja þig einhvers“. Dóttirin: „Já, það gerði ég, hann spurði mig, hvort ég mundi reiðast ef hann kyssti mig, og ég sagði nei“. Skátapósturinn 9

x

Skátapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátapósturinn
https://timarit.is/publication/926

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.