Skátapósturinn


Skátapósturinn - 01.04.1938, Síða 7

Skátapósturinn - 01.04.1938, Síða 7
Eins og allir vita, hafa Baden-Powell og frú ákveðið að koma til íslands á komandi sumri, ásamt mörgum öðrum skátaforingjum. Farið verður af stað frá Liverpool þ. 8. ágúst og komið til Reykjavíkur þ. 11. Mun B.Í.S. sjá um móttökurnar hér. Skátahöfðinginn er vanur að ferðast mikið á hverju ári, m. a. hefir hann ferðast mikið til Ástra- líu og Englands, en nú hefir hann á- kveðið að ferðast norður í höf. Þótt B. P. sé nú orðinn 81 árs gamall, þá hefir honum þó aldrei orðið neitt meint af ferðum sínum, svo ekki er ástæða til að ætla, að svo verði nú frekar en endranær. Á Jamboree í Hollandi síðastliðið sumar kyntust þau B. P. og frú, íslandi allverulega, í gegnum íslenzku skát- ana, og sögðu þau þá, að ef þess væri nokkur kostur, að þau gætu komið til íslands næsta sumar, þá myndu þau gera það. Skátahöfðingjanum þykir mjög gaman að veiða lax, og munu hinar íslenzku laxveiðiár ef til vill eiga einhvern þátt í komu hans hingað. Birtast hér myndir af þeim hjónun- um. Heimsókn skáia- höfðingjans Frá skáíum Á skátaskemmtuninni þ. 7. marz s.l. voru þeir Daníel Gíslason, Björgvin Þorbjörnsson og Bendt D. Bendtsen sæmdir heiðursmerki B.Í.S., svastik- unni. Heiðursmerki þetta veitist þeim skátum, sem vinna vel og ötullega að vexti og viðgangi skátahreyfingarinn- ar í sjö ár minnst, nema að sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Skátapóstur- inn óskar þeim til hamingju, Um haustið 1936 ákvað 3. Vær- ingjadeild að koma sér upp skála. Var þegar farið að athuga stað fyr- ir skálann og byrjað að safna fé til byggingarinnar. Veturinn 1936—’37 unnu skátar úr deildinni við að safna peningum og eins hefir verið gert á þessum vetri. Nú eru eignir skálasjóðs- ins ca. 800.00 kr., en efnið í skálann mun kosta ca. 1000.00 kr. Skátapósturinn 7

x

Skátapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátapósturinn
https://timarit.is/publication/926

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.