Skátapósturinn - 01.04.1938, Blaðsíða 8

Skátapósturinn - 01.04.1938, Blaðsíða 8
Landsmóf skáta á Þingvöllum 1938 Landsmótið á að hefjast 5. ágúst. Þá eiga skátar hvaðanæfa af landinu að streyma til Þingvalla. Á síðastliðnu sumri var kosin nefnd til að sjá um undirbúning undir landsmótið. f þessa nefnd voru kosnir þeir: Bendt D. Bendtsen, sem er formaður nefndar- innar, Robert Schmidt, Sigurður Ágústsson, Björgvin Þorbjörnsson og Daníel Gíslason. En seinna bættust í nefndina Leifur Guðmundsson utan- landsritari B.Í.S. og Guðm. Jónsson rit- ari Væringjafélagsins. Nefndin hefir nú skipað menn í mótstjórn, og eru það þeir: Daníel Gíslason mótstjóri, Robert Schmidt, tjaldbúðarstjóri og Björgvin Þorbjörnsson gjaldkeri. Birtast hér myndir af mótstjóranum, Daníel Gísla- syni og formanni undirbúningsnefnd- arinnar, Bendt D. Bendtsen. Skálinn á að standa við Langavatn í Mosfellssveit. Er það skemmtilegur staður í hæfilegri fjarlægð frá Reykja- vík og mjög stutt frá ágætum skíða- brekkum. Síðastliðið sumar var unnið við að grafa fyrir skálanum, steypa grunninn og lagfæra svæðið í kring, en á kom- andi sumri er meiningin að koma skál- anum sjálfum upp. Þegar krónprins íslands og Dan- merkur var drengur, var hann skáti og tók þátt í öllum æfingum dönsku skátanna með miklum áhuga. Þegar krónprinsinn var á næturgöngu sinni, sem hann þurfti að fara í til að fá 1. fl. próf, í gegn um dimman skóg er sögð af honum eftirfarandi saga: Gangan endaði í smáþorpi, sem heit- ir Vedbæk. Þegar þangað kom var prinsinn dauðþreyttur eftir hina löngu göngu. Ekkert veitingahús var í þorpinu og prinsinn lofaði foringjan- um, sem tók á móti honum prófessors- titli, ef hann opnaði veitingahús þarna. 8 Skátapósturinn

x

Skátapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátapósturinn
https://timarit.is/publication/926

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.