Skátapósturinn


Skátapósturinn - 01.04.1938, Síða 4

Skátapósturinn - 01.04.1938, Síða 4
kannske tekið eftir þessari undarlegu utanáskrift, og mundi þá kannske muna hvar hann hefði tekið við því. Það varð að rannsakast. Einni klukkustund seinna vissi James Brown, að póstmaðurinn í Hull- lestinni þann 19. — dagsetning — hét Hopkins, og einni klukkustund eftir það hafði hann fengið að vita að bréf- ið hafði verið afhent milli Grimsby og Boston. Þar af leiðandi hlaut hinn gamli, hálfvitlausi garðyrkjumaður að vera einhversstaðar á milli þessara borga. Að verk leynilögreglumanns væri svo auðvelt, hefði James Brown aldrei trúað. Lestaáætlunin sýndi, að hér gat að- eins verið um þrjár stöðvar að ræða: Bington, Langford og Stillwater. Spurningin var — hver af þeim? „Ætli ég komist ekki út úr þessari klípu“, hugsaði gamli póstþjónninn. Hann sá, að samvinna mundi verða nauðsynleg með starfsbræðrunum í þessum þrem- ur borgum, til þess að finna þennan hálf-vitlausa garðyrkjumann. Næsta morgun fór hann til Bington, sem var stór borg. Það versta var, að póstþjón- arnir héldu, að það væru margir gaml- ir garðyrkjumenn þar í borginni, sem ekki væru með öllum mjalla. Þegar James Browin hafði fengið upplýsingar um alla garðyrkjumenn í Bington, þótti honum ekki líklegt, að það gæti verið neinn þeirra, og fór því með næstu lest til Langford. En allir sem hann spurði í Langford hristu höf- uðið og vissu ekki um neina hálf-vit- lausa garðyrkjumenn þar á staðnum, en hugsuðu með sjálfum sér, að James Brown væri líklega ekki með öllum mjalla. Gamli póstþjónninn fór nú að iðrast, að hann skyldi ekki hafa farið með bréfið til Scotland Yard. Það væri nú samt sem áður líklega töluvert erf- itt að vera leynilögreglumaður. Hér í Langford leit út fyrir, að allir garð- yrkjumenn væru hrein og bein gáfna- ljós. „Ja-há! Það gat kannske hugsast, að það væri eitthvað garðyrkjumanns- fífl í Hilton“, sagði einn af póstmönn- unum, sem höfðu safnazt þarna sam- an, ,,því þeir eru nú allir hálfgerðir fábjánar". „Hilton — hvar er það?“ „Já, það er nýstafnað geðveikra*- hæli, rétt fyrir utan borgina. Það er gamalt hús, sem hefir staðið autt í mörg ár. Fyrir nokkru síðan keypti einhver dr. Smith það. Hann ætlaði að stofnsetja þar einka-geðveikrahæli. Annars þekki ég ekkert staðinn". James Brown þakkaði fyrir sig, fór burt og hugsaði málið. Síðan fór hann til Hilton. Hilton var inni í skóginum, og ekk- ert hús var nokkurs staðar nálægt. Húsið var stórt tveggja hæða hús. Nokkrir feitir varðhundar geltu á móti honum, þegar hann nálgaðist, og gamall karl með stóran hálmhatt á höfðinu, fór út til þess að þagga niður í hundunum. „Þú þarft ekki að vera hræddur, vin- ur minn, þeir þola ekki ókunnuga. Annars eru þeir tryggir varðhundar í þessu leiðinda húsi“. „Hvað meinið þér?“ spurði Brown. Maður nokkur kom fram á tröppur hússins og hrópaði: „Hvað viljið þér“. „Ekki neitt, ég er bara að ganga mér til skemmtunar. Er það kannske ekki leyfilegt?“ „Jú, en ekki hér, það ónáðar sjúk- lingana mína, þegar hundarnir gelta. Viljið þér vera svo góður að fara burt“. 4 Skátapósturinn

x

Skátapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátapósturinn
https://timarit.is/publication/926

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.