Árblaðið


Árblaðið - 25.11.1977, Blaðsíða 3

Árblaðið - 25.11.1977, Blaðsíða 3
ÁRBLAÐIÐ 3 Löggan á krossgötum Þeir sem átt hafa leið um gatna mót Engjavegar og Tryggvagötu í hádeginu nú undanfarið hafa sjálf- sagt veitt því athygli að sunnan- megin Engjavegar hefur staðið lög- reglubíll, mannaður að sjálfsögðu, og hafa þeir þjónar réttvísinnar verið að gæta umferðar á þessum annríku gatnamótum. Um þessi gatnamót er geysimikil umferð á tímabilinu 11,50—12,10 og 12,50 —13,10. Þarna fer um fjöldi skólabarna bæði úr barna- og gagn- fræðaskólanum, einnig er þarna mikil umferð vélknúinna ökutækja á þessum tíma, allir auðvitað á leið í og úr mat. Ekki er nokkur vafi á að nærvera löggæslumann- Lögreglubíll. anna hefur áhrif bæði á gangandi og akandi vegfarendur, varúðin og gætnin eykst. Þetta framtak lög- reglunnar er því lofsvert og von- andi verður framhald á því að þeir þjónar sjáist meira þar sem þeirra er þörf. Hvað er gert? Hvað er verið að gera?........... Vegfarendur hafa eflaust veitt því eftirtekt að opinn skurður hef- ur verið í Árvegi frá Tryggvagötu að Þórsmörk um nokkurt skeið. Margir hafa vafalaust látið sér um munn fara blótsyrði yfir þessu raski, en senn kemur tími bless- unarorða. I þennan skurð hefur verið lögð vatnslögn, sem greinist á móts við Rauðholt í suður og austur að M. B. F. Lögnin sem fer suður mun í framtíðinni Iiggja inn í nýtt íbúð- arhverfi sunnan Engjavegar, en nú fyrst í stað verður Iögnin tengd vatnslögn í Rauðholti og Austur- vegi. Hækkar þá þrýstingurinn í austurhluta bæjarins og aðfærsla vatns verður öruggari. Ennfremur verður óþarft að dæla vatni til M. B. F. þegar lögnin verður tengd. Vinna er að hefjast við loka- áfanga Gagnfræðaskólans á Sel- fossi. Tilboð í áfangann voru opn- uð nýlega og voru niðurstöður þessar: Tilboð frá Selós h.f. kr. 140.185.256,00. Tilboð frá Sigurði Guðmunds- syni kr. 140.602.386,00. Tilboð frá Byggingarfélagi Suð- urlands kr. 143.698.879,00. Athygli vekur hversu munur er lítill á tilboðunum. Virðist það benda til þess að bjóðendur hafi FrÁ Selfosshreppi TILKYNNING um innheimtu hreppsgjalda Vakin er athygli gjaldenda á að síðasti gjalddagi útsvara, aðstöðugjalda og kirkju- garðsgjalda 1977 er hinn 1. desember n. k. Skorað er á gjaldendur að gera skil hið allra fyrsta svo þeir komist hjá kostnaði og óþægindum vegna innheimtuaðgerða. Dráttarvextir 3% á mánuði reiknast á öll vanskilagjöld. Launagreiðendur eru sérstaklega minntir á að þeir eru, lögum samkvæmt, ábyrgir fyrir gjöldum starfsmanna sinna og þeim kostnaði, sem af vanskilum þeirra leiðir. Sveitarstjóri Selfosshrepps. íá SNÚUM VORN í SÓKN EFLUM SUNNLENSK: FYRIRTÆKI OG REINUM VIÐSKIPTUM TIL PEIRRA PAÐ ER ALLRA HAGUR Ú^ÚHÍHÍHÍHÍHÍHÍHÍHÍHÍHÍHÍiúHÍHÍHÚÚHÍHÍHÍHÚ^h farið eins neðarlega og unnt var, og viljað tryggja sér stórt og ör- uggt vetrarverk. Verktími er mjög stuttur en verkinu á að vera lokið annars vegar 1. júlí 1978 og hins vegar 15. september 1978. Lagt var bundið slitlag á götur og plön í mun meira mæli en gert hafði verið ráð fyrir í framkvæmda áætlun fyrir 1977. Samtals var lagt bundið slitlag á um 1790 m2 og iengd steyptra kansteina varð 2950 m. Ekki reyndist unnt að gera stór- átak í gangstéttagerð eins og ætl- að var, en verður væntanlega gert með vorinu. Gangstéttar við margar götur eru svo til tilbúnar fyrir steypu og því aðeins betri tíð sem vantar auk peninga auðvitað. íþróttahúsið nýja. Nýkomið mikið úrval at úrum — Dömu og herra HANDTREKKT SJÁLFTREKKT RAFEINDA Kiirl R Cuðmunds.von Austurvegi 11, Selfossi Sími 1433

x

Árblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árblaðið
https://timarit.is/publication/931

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.