Árblaðið


Árblaðið - 25.11.1977, Blaðsíða 4

Árblaðið - 25.11.1977, Blaðsíða 4
4 ÁRBLAÐIÐ Steinþór bestur 18 keppendur voru frá Umf. Selfoss á Unglingasundmóti KR 15. nóv. sl. Selfyssingar kornust í úrslit í öllum greinum nema einni og voru 5 af 8 í einni grein. Hæst bar 100 metra skriðsund drengja þar sem Steinþór Guðjóns- son sigraði á íslensku drengjameti 57,2 sek., sem er einni sek. betra en á Selfossmeistaramótinu. Virð- ist Steinþór vera óstöðvandi, enda í rnjög góðri þjálfun og á uppleið. Urslit hjá öðrum Selfyssingum voru sem hér segir: 100 m fjórs. sveina: (1) Hugi Harðarson 1:11,7 (2) Tryggvi Helgason 1:13,4 (3) Pröstur íngvarsson 1:14,0. 50 m baks. sveina: (1) Hugi Harðarson 33,3 (3) Svanur Ingvarsson. A- sveit Selfoss 4x50 m skrs. drengja (1) 1:51,5. 100 m brs. stúlkna: (3) Erla Gunnarsdóttir 1:25,8 mín. 200 m fjórs. stúlkna: (3) Ólöf Eggertsdóttir 2:47,5 mín. 100 m skrs. telpna: (3) Sigrún Ólafsdótt- ir 1:13,0. 4x50 m fjórs. stúlkna: A-sveit Self. 2:27,5. Næsta sundmót er Bikarkeppni SSÍ 1. deild, þar keppa: Ægir, Ár- mann, A- og B-lið HSK. Mótið verður 25.—27. nóv. í Hafnar- firði. Gatnamótin við Ölfusárbrú. Umferðarmál Stefán A. Magnússon Litsjónvarpstæki Yðar er valið Japönsk SHARP - SANYO Vestur-þýsk BLAUPUNKT Sænsk LUXOR « EYRAVEGI 1 — SELFOSSI — SÍMI 1131 Undanfarna mánuði hafa um- ferðarslys orðið óhugnanlega mörg hér á landi. Orsaka þeirra má víða leita, en lang oftast er þó um að kenna mannlegum mistökum, þ. e. of hröðum akstri miðað við að- stæður, umferðarreglur ekki virt- ar o. s. frv. Fleira kemur þó til sem hefur áhrif á tíðni umferðaróhappa og má þar nefna ástand ökutækis, ástand og gerð vega, merkingar á yfirborði gatna og umferðarmerki sem sett eru upp til þess að um- ferð gangi greiðar og verði áhættu- minni. Pað eru einkum þessi síðast- töldu atriði sem ég vil lítillega fjalla um, og þá aðallega hér á Selfossi. Stundum hcfur vcrið sagt, að ef ókunnugum gangi vel að aka um þéttbýlisstaði þá hafi þar vel tek- ist skipulagning umferðar og um- ferðarmerkingar. Heyrt hef ég nokkra aðkomu- menn kvarta yfir að erfitt sé að aka hér á Selfossi, einkum er þá tal- að urn gatnamótin við brúarend- ann. Par skapast oft þær aðstæður að öll umferð stöðvast þegar ókunn- ugir eru að aka austur yfir brúna og ætla austur Austurvcg. Er þetta ekki óeðlilcgt, þar sem ekkert gefur tit kynna að þeir sem þarna aka séu staddir á aðalbraut annað en að sjá má í rönd á bið- skyldumerki uppi í ljósastaur við Eyraveg ef vel er að gáð. Parna tel ég umferðarmerking- um verulega áfátt. Ég vil því benda á nokkur atriði sem að mínu áliti myndu mjög greiða fyrir um- ferð á þessum fjölförnu gatnamót- um. 1. Biðskyldumerki verði sett upp á vestustu eyjuna á móti umferð sem kemur neðan Eyraveg og ætl- ar vestur yfir brúna. 2. Biðskyldumerki verði sett á austustu eyjuna á móti umferð sem kemur vestur Austurveg og ætlar framhjá brúarendanum og niður Eyraveg. 3. Aðalbrautarmerki verði sett á brúna og Austurveg. 4. Akbrautarmerki verði sett á umferðareyjarnar. 5. Austurvegi verði skipt í ak- reinar a. m. k. frá Sigtúni að brú- arenda og á þær málaðar hvítar örvar, sem gefi til kynna hvaða akrein beri að nota miðað við fyr- irhugaða aksturstefnu, þ. e. að þeir sem ætla framhjá brúarendanum velji vinstri akrein, en ef ætlunin er að aka yfir brúna skal velja hægri akrein. 6. Eyravegi verði skipt í akrein- ar a. m. k. frá Selfossvegi að brúar- enda, jafnvel frá Kirkjuvegi, og málaðar á þær hvítar örvar eins og áður er lýst. ÚTGERÐARMENN - SKIPSTJÓRAR önnumst uppsetningu og viðhald á kælikerfum. Reynið viðskiptin strax. FQSSPLAST H F. Eyrarvegi 15 - Selfossi - Sími 1760. Smáauglýsingasími 1979. - Árblaðiö kemur

x

Árblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árblaðið
https://timarit.is/publication/931

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.