Árblaðið - 25.11.1977, Blaðsíða 6
6
ÁRBLAÐIÐ
BARNAEFNI
Umsjón Heiðdís Gunnarsdóttir
PONDUS
í dýragarðinum í Kaupmanna-
höfn á hcima mörgæs, sem heit-
ir Pondus. Þegar hann var lítill
hét hann ekkert, cn núna er
hann stærstur og feitastur af öll-
um mörgæsunum og þess vegna
heitir hann Pondus. Á hverjum
morgni fara mörgæsirnar að
synda, og á eftir fá þær síld í
morgunmat. I hádegismat fá þær
líka síld og þegar þær borða
miðdegisverð borða þær líka
síld, því að síld er uppáhalds-
maturinn þeirra. Einn fagran
vetrardag sagði Pondus dýra-
hirðinum að hann langaði að
skoða apana, af því að hann
hafði heyrt talað svo mikið um
þá. ,,Já, það máttu“ sagði dýra-
hirðirinn og svo fékk Pondus
rauða trefilinn sinn og lagði af
stað í gegnum garðinn með dýra
hirðinum. „Bíddu aðe.ins“, sagði
dýrahirðirinn, þegar þeir gengu
framhjá hrcindýrunum. ,,Ég er
búinn að lofa vinum mínum sæl-
gæti í dag“. Hann náði í hand-
fylli af skóf, sem er jurt, og
stakk henni inn fyrir girðinguna.
Pondus sá að hreindýrin borð-
uðu þurru skófina. ,,Þú hefðir
nú heldur átt að gefa þeim síld“,
sagði hann. „Nei, síldina færð
þú“, sagði dýrahirðirinn og hló.
„Það besta, sem hreindýr fá er
skóf“. Pondus skokkaði af stað
eins fljótt og hann gat. Hann rak
nefið upp í loftið og hugsaði um
hvað hann væri nú fínn, þegar
hann væri með rauða trefilinn
sinn. „Hvert ert þú að fara?“
spurði maður sem hann mætti.
„Ég er að fara og skoða apana“,
sagði Pondus. Stuttu seinna
hittu þeir annan mann. „Ég
heiti Rasmussen, má ég taka
mynd af Pondus og fjölskyldu
minni?“ „Gjörðu svo vel“, sagði
dýrahirðirinn og svo stillti Pon-
dus sér upp með frú Rasmussen
og dótturinni, sem hét Lena og
syninum, sem hét Jens, og svo
var tckin mynd. „Kærar þakk-
ir“, sagði Rasmussen. „Ég held
að þetta verði góð mynd“.
„Þakka sömu leiðis“, sagði
Pondus, en nú langar mig að
fara að skoða apana.“ „Vertu
nú rólegur“, sagði dýrahirðirinn.
„Við erum alveg að koma að
apabúrinu." Svo gengu þeir
framhjá ísbirninum, gíraffanum,
ljóninu, fílnum, strútnum og
sebrahestinum, en Pondus lang-
aði ekkert að heilsa upp á þá.
Hann langaði bara að skoða ap-
ana. Nú hittu þeir hóp af börn-
um, þetta var leikskóli í heim-
sókn í dýragarðinum. „Halló“,
sagði einn drengjanna. „Hver
crt þú? Ertu manneskja eða ertu
dýr?“ „Ég er mörgæs“, svaraði
Pondus „og ég er með rauða
trefilinn minn af því ég ætla að
fara og skoða apana.“ Pondus
gekk til barnanna. „Ef þið verð-
ið stillt þá skal ég segja ykkur
svolítið um mig. Við mörgæsirn-
ar komum frá Suðurpólnum, þar
er mjög kalt, þar er vetur allt
árið. Við erum fuglar en við get-
um ekki flogið. Við erum með
vængi, en við notum þá til þess
að synda með. Og við borðum
aðeins fiska, en nú verðið þið að
- - - - ■
DALVERK S F.
Fagurgeröi 8
Selfossi
Vinnum alla jarö-
vinnu fyrir yður.
Gröftur
Lagnir
Fyllingar
Sprengingar
o. fl.
Vanir menn.
Gerum tilboð, ef
óskað er.
W —■ ' » - ^ m wmm ■
P
Einfalt
lánakerfi
Tvöfaldir
möguleikar
Sparilánakerfi Landsbank-
ansveitir yðurrétttil lántöku
á einfaldan og þægilegan
hátt.
Taflan hér fyrir neðan
sýnir greinilega hvernig
4 ÁT reglubundinn sparnaður
i, ' * hjóna getur til dæmis
skapað fjölskyldunni rösk-
lega eina milljón króna í ráð-
,>, stöfunarfé eftir umsaminn tíma.
SPARIFJÁRSÖFNUN tengd rétti til lántöku
Sparnaöur Mánaðarleg Sparnaöuri Landsbankinn Ráöstöfunarfé Mánaöarleg Þórendurgr.
yöar eftlr innborgun lok tímabils lánar yöur yöar 1) endurgreiösla Landsbankanum
5.000 60.000 60.000 123.000 5.472
12 mánuöi 6.500 78.000 78.000 161.000 7.114 á 12 mánuöum
8.000 96.000 96.000 198.000 8.756
5.000 90.000 135.000 233.000 6.052
18 mánuöl 6.500 117.000 176.000 303.000 7.890 á 27 mánuðum
8.000 144.000 216.000 373.000 9.683
5.000 120.000 240.000 374.000 6.925
24 mánuöi 6.500 156.000 312.000 486.000 9.003 á 48mánuöum
8.000 192.000 384.000 598.000 .11.080
1) (fjárhæöum þessum er reiknaö meö 13% vöxtum af innlögöu fé, svo og kostnaöi
vegna lántöku. Tölur þessar geta breytst miöað viö hvenær sparnaöur hefst. Vaxtakjör sparnaöar og láns eru háö vaxtaákvöröun Seölabanka Islands á hverjum
tíma.
LANDSBANKINN
Sparilán til vidbótar