Dagsbrún - 31.05.1957, Side 5

Dagsbrún - 31.05.1957, Side 5
DAGSBRTJN 5 Skýrsla Dagsbrúnar Framhald af 2. síðu. liðnar væringar erfa ekki verkamenn og samtök þeirra við andstæðinga sína þegar annað og betra er boðið. Vaktavinna eykst — Glersteypan enn Vaktavinna af ýmsu tagi hefur aukizt tölu- vert á síðari árum og hefur félagið því orðið að hafa margskonar afskipti af samning- um þess vegna. Á síðasta starfsári voru ýmist gerðir samningar af hálfu Dagsbrúnar um vaktavinnu eða þeir ræddir við eftirfarandi aðila: Olíufélagið h.f., verktaka, sem steypa upp hús með skriðmótum, flugfélögin, h.f. Shell og Mjólkursamsöluna. Slíkar samn- ingagerðir eru oft ærið tafsamar þó ekki séu þær gerðar fyrir stóra hópa. Þá fékkst á árinu lagfæring á samningi símalagningamanna vegna atriðis, sem deilt hafði verið um. í síðustu ársskýrslu voru ítarlega rakin við- skipti Dagsbrúnar við Glersteypuna h.f. Mál stóðu þá þannig, að Framkvæmdabankinn hafði tekið við rekstri verksmiðjunnar og eftir það fengu verkamenn vinnulaun sín greidd reglulega. En fyrirtækið hefur í raun- inni verið að vezlast upp allt árið og nú um áramótin var verksmiðjunni lokað, verka- mönnuum sagt upp og lýst yfir gjaldþroti Glersteyunnar h.f. — Ágreiningur hefur orðið varðandi lokauppgjör til verkamanna og ekki útséð um nema það kosti ný mála- ferli. Enn eiga verkamenn ógreiddar tug- þúsundir króna í vinnulaunum og orlofsfé, að mestu frá árinu 1955, hjá Glersteypunni h.f. og vandséð hvort það næst. Þess var getið í skýrslunni í fyrra hve ó- trúlega illa verkalýðsfélögin standa að vígi til að koma í veg fyrir samningsbrot varð- andi greiðslu vinnulauna, vegna þess að Vinnulöggjöfin heimilar ekki vinnustöðvanir í slíkum tilfellum, nema að undangengnum dómi. Reynsla okkar af Glersteypunni og reynsla annarra verkalýðsfélaga, einkum úti á landi, gerir það að brýnni nauðsyn, að Vinnulöggjöfinni verði breytt þannig, að þegar samningar eru brotnir varðandi greiðslu vinnulauna sé verkalýðsfélögunum tryggður verkfallsréttur, án undangenginna dóma. Atvinnuleysistryggingar o.fl. í fyrra vetur samþykkti Alþingi lög um atvinnuleysistryggingar og staðfesti þar með hinn mikilvæga sigur, sem vannst í verk- fallinu mikla 1955. Tryggingamar áttu að taka til starfa 1. október s.l., en atvinnuá- standið hefur, sem betur fer, verið þannig, að ekki hefur þurft að greiða úr þeim ennþá. Samkvæmt lögunum um atvinnuleysis- tryggingar eru úthlutunamefndir verkalýðs- félaganna skipaðar 5 mönnum, eru 3 kosnir af viðkomandi verkalýðsfélagi og 2 af at- vinnurekendum, annar af Vinnuveitenda- sambandi íslands og hinn af Vinnumálasam- bandi samvinnufélaganna. Nefndin fyrir Dagsbrún er þannig skipuð: Eðvarð Sigurðs- son, sem er formaður nefndarinnar, Vilhjálm- ur Þorsteinsson og Guðmimdur J. Guð- mundsson, frá Vinnuveitendasambandinu er starfsmaður þess Einar Ámason lögfræðing- ur og er hann ritari nefndarinnar, frá Vinnu- málasambandinu er Baldvin Þ. Kristjánsson, framkvæmdastjóri. Nefndin hefur fyrir nokkru samið og samþykkt reglugerð um úthlutun atvinnuleysisbóta en annað mark- vert er ekki ennþá af störfum hennar að segja. Reglugerðin þarf að fá staðfestingu fé- lagsmálaráðherra og þegar það hefur verið gert verður hún birt félagsmönnum. Eins og kunnugt er úthlutaði bæjarstjórn- in Dagsbrún lóð í fyrra á 50 ára afmælinu. Húsnefnd félagsins hefur ásamt stjórninni unnið að þessum málum, en það er helzt af þeim að frétta, að skipulag lóðarinnar er enn ekki endanlega ákveðið af bæjarins hálfu. í sumar var Sigvaldi Thordarsen arkitekt ráð- inn af félaginu til að fylgjast með skipulagn- ingunni og gera frumdrætti að væntanlegu húsi og hefur hann þegar unnið allmikið að þeim málum. í sambandi við afmælið í fyrra var sam- þykkt að stofna húsbyggingasjóð og er hann röskar 20 þúsund krónur, en það eru afmælis- gjafir frá nokkrum verkalýðsfélögum og framlög einstakra Dagsbrúnarmanna. Enn hafa ekki verið teknar ákvarðanir um hvern- ig húsbyggingarsjóðnum verður aflað tekna, en öllum má ljóst vera, að til að koma þessu stórmáh Dagsbrúnarmanna í framkvæmd duga ekki samskotin ein. Enn er bókasafn Héðins Valdimarssonar, sem Dagsbrún var gefið í fyrra, niðurpakkað í geymslu. Sótt hefur verið um styrk til Al- þingis til að koma safninu upp og standa nokkrar vonir til að hann fáist. Fari svo verð- ur undinn bráður bugur að því að setja safn- ið upp og gera það öllum aðgengilegt í sam- bandi við lesstofu. Góð gjöf — Gott boð Dagsbrún barst í haust góð gjöf frá Al- þýðuhúsi Reykjavíkur h.f., eru það 10 þúsund krónur gefnar í tilefni þess að 20 ár voru liðin frá vígslu Alþýðuhússins við Hverfis- götu og til minningar um Odd Ólafsson fram- kvæmdastjóra þess, sem lézt á árinu. í bréfi gefandans segir að gjöfina eigi að nota til menntunarauka starfsmanna félagsins með utanferðum eða Öðru að dómi félagsstjórn- arinnar. í sumar barst Dagsbrún boð frá sambandi byggingaverkamanna í Moskvu um að senda 6 manna nefnd til Sovétríkjanna. Þessu ágæta boði var tekið með þökkum og fór nefndin utan í ágústmánuði og dvaldi um þriggja vikna skeið í landinu og ferðaðist víða um. í nefndinni voru Hannes M. Steph- ensen, er var formaður hennar, Arinbjörn Guðbjartsson, Emil Ásmundsson, Marinó Erlendsson, Sigurður Gíslason og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Þetta er 1 fyrsta sinn, sem Dagsbrún berst slíkt boð frá erlendum verka- lýðssamtökum, en æskilekt væri að meira væri að því gert að skipuleggja utanferðir verkamanna héðan og að bjóða hingað er- lendum stéttarbræðrum til gagnkvæmra kynna. Frumkvæði ASÍ til að koma á vinstra samstarfi Hér að framan hafa verið raktir nokkrir þættir varðandi starfsemi félagsins og ann- að á starfsárinu, en ekki væri öll sagan sögð ef ekki væri minnst á þá atburði, er hæst hafa borið á árinu. Er hér átt við frumkvæði Al- þýðusambandsins til að koma á vinstra sam- starfi í kosningunum í sumar, úrsht kosn- inganna, ríkisstjórnarskiptin og viðskipti verkalýðshreyfingarinnar við ríkisstjórnina um úræði í efnahagsmálunum. AUir þessir atburðir eru mönnum í svo fersku minni að óþarfi er að rekja þá nákvæmlega, en minna verður þó á nokkur aðalatriði. Eftir verkfallið mikla 1955 dundu yfir óhóflegar verðhækkanir, sem færðu kaup- sýslustéttinni og öðrum miUihðum mikinn gróða. Fyrverandi ríkisstjórn aðhafðist ekk- ert til að hindra þessar verðhækkanir, heldur þvert á móti ýtti hún undir þær og kenndi verkfalhnu um, þótt í mörgum tilfellum væri þar ekkert samband á milh. Um áramótin í fyrra var svo skellt á miklum tolla- og skatta- Hátíðafundur Dagsbrúnar í Austurbæjarbíói 26. janú- ar 1956 í tilefni 50 ára afmælis félagsins.

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.