Dagsbrún - 01.10.1989, Page 10

Dagsbrún - 01.10.1989, Page 10
Atli Gíslason, hrl.: Hefur verkalýðshreyfingin svikið börnin sín? MÁLAFERLI Á TVENNUM VÍGSTÖÐVUM Embætti ríkissaksóknara kannar nú hvort ástæða er til að höfða opinbert mál á hendur verktaka í Kópavogi vegna slyss sem ungur starfsmaður hans - félagi í Dagsbrún - varð fyrir í ágúst í fyrra. Snemma í sumar fyrirskipaði ríkissaksóknari opinbera rannsókn á þessu máli að kröfu Vinnueftirlits ríkis- ins og lauk henni 25. ágúst sl. Jafnframt undirbýr lögmaður Dagsbrúnar nú höfðun einkamáls á hendur verktakan- um. Frá þessu máli var sagt ítarlega í 1. tölublaði Dagsbrúnarblaðsins í ár - og átti sú frásögn ekki minnstan þátt í því, að Vinnueftirlit ríkisins krafðist opin- berrar rannsóknar á málinu. í fyrrgreindri frásögn Dagsbrúnar- blaðsins kom meðal annars fram að Dagsbrúnarmaðurinn, Þráinn Friðriks- son, hafði ráðið sig í vinnu við húsavið- gerðir sem „undirverktaki" þótt hann væri í raun aldrei annað en starfsmaður verktakans og sambandið milli þeirra í engu frábrugðið sambandi atvinnurek- anda og launþega. Slysið varð til þess að hann blindaðist á öðru auga og er nú metinn 20% var- anlegur öryrki. í einkamálinu, sem Dagsbrún mun höfða gegn verktakanum, verður vænt- anlega gerð krafa um að hann greiði Þráni skaðabætur. Upphæð skaða- bótakröfunnar verður byggð á tjóna- mati, sem ekki er lokið, að frádreginni þeirri greiðslu sem Þráinn hefur þegar fengið út úr tryggingum, að sögn Atla Gíslasonar hrl. lögmanns Dagsbrúnar. Enn er óljóst hvort ríkissaksóknari telur ástæðu til að ákæra verktakann en í bréfi Vinnueftirlits ríkisins til sak- sóknara, þar sem krafist var opinberrar rannsóknar á málinu, var lýst þeirri skoðun eftirlitsins að verktakinn hefði brotið ýmsar greinar laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (lög nr. 46/1980) og reglum tengdum þeim. Þar á meðal hefði verktakinn ekki sinnt skyldum atvinnurekanda, ekki sinnt skyldum verkstjóra, afhent ólög- leg verkfæri og ekki tilkynnt um vinnu- slysið til Vinnueftirlitsins og lögreglu- stjóra. Vinnueftirlitið óskaði sérstaklega eftir að málið fengi forgang hjá embætti ríkissaksóknara þar sem um væri að ræða „fordæmisskapandi mál“. Við þeirri ósk var orðið og rannsókninni lokið á tiltölulega stuttum tíma. Eins og fyrr segir bíður málið nú í goggunar- röðinni hjá ríkissaksóknaraembættinu. Barnfróð kona fullyrti við mig ekki alls fyrir löngu að verkalýðshreyfingin hefði svikið börnin sín. Ég hló við henni vandræðalega. Síðan hef ég reynt þessi ummæli á öðrum og oftast fengið svipuð viðbrögð. Getur þetta verið satt? Það verður hver að eiga við sína samvisku. En óneitanlega vakna áleitnar spurning- ar. Á verkafólk kost á frambærilegri dagvistun? Getur verkamaður fram- fleytt heimavinnandi maka og börnum af taxtalaunum og 70 stunda vinnuviku? Hvað hefur hreyfingin gert í dagvistar- málum sem er áþreifanlegt, eitthvað meira en orðin tóm? Er krafan um dag- vistun fyrir öll börn afgangskrafa? Eiga börnin að mæta afgangi? Skyldu Dags- brúnarmenn ekki eiga börn? Ég get huggað þá menn, sem komast að svipaðri niðurstöðu og barnfróða konan, að það er ekki of seint að taka sér tak. Kjarasamningar eru lausir inn- an tíðar. -AG. 10 DAGSBRÚN

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.