Dagsbrún - 01.10.1989, Blaðsíða 11

Dagsbrún - 01.10.1989, Blaðsíða 11
Dagsbrún og bankakerfið: SKIPTAR SKOÐANIR UM ÍSLANDSBANKA Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Fram- sóknar hefur ákveðið að auka hlutafé sitt í Alþýðubankanum um 52 milljónir króna til að gera bankanum kleift að standa við skuldbindingar sínar vegna kaupanna á Útvegsbankanum í félagi við Iðnaðar- og Verzlunarbanka. Um áramót verða bankarnir fjórir lagðir niður og við tekur íslandsbanki h.f., sem verður næst stærsta peningastofnun landsins. Alþýðubankinn þarf að auka hlutafé sitt um hátt í fjögur hundruð milljónir til að standa við skuldbinding- ar sínar vegna kaupanna á Útvegsbank- anum. Vafasamt er hinsvegar að félagssjóð- ur Dagsbrúnar muni auka við 35 milljón króna hlutafé sitt í bankanum, að sögn Guðmundar J. Guðmundssonar for- manns. Mjög skiptar skoðanir voru inn- an stjórnar Dagsbrúnar þegar kom að því að taka afstöðu til bankasameining- arinnar en Dagsbrún og sjóðir félagsins eru stærsti hluthafinn í Alþýðubankan- um. Á endanum var fallist á kaupin - stjórnarmenn sem voru á móti ákváðu að hindra ekki framgang málsins. Alþýðubankanum hætt í harðnandi samkeppni í máli einstakra stjórnarmanna kom meðal annars fram sú skoðun, að verka- lýðshreyfingin ætti að reka sinn eigin banka, eins og verið hefði undanfarin fimmtán ár - og síst ætti verkalýðshreyf- ingin að fara í selskap með þeim þremur bönkum, sem stofna íslandsbanka með Alþýðubankanum. Meirihluti stjórnarinnar taldi hinsveg- ar mjög vafasamt, að Alþýðubankinn myndi standast þá harðnandi sam- keppni og hagræðingu, sem nú er verið að gera í bankakerfinu enda er hlutur hans í heildarinnlánum innan við fjögur prósent. „Erfiðleikar Alþýðubankans hafa að hluta til legið í þeirri síaðreynd, að hann hefur ekki verið með útibú utan Reykjavíkur - nema á Akureyri og nú nýlega hafa verið stofnsettar svokallað- ar innlánsskrifstofur á Blönduósi, Akra- nesi og Húsavík - og fólk utan Reykja- víkur hefur ekki verið sérlega gráðugt í að leggja peningana sína í banka, sem ekki er einu sinni með útibú í þess heimabyggð,“ sagði Guðmundur. ítök í bankakerfínu „Með sameiningunni gerist það að bankinn fær nú útibú á flestum stærstu stöðum á landinu. Aðalvinninginn tel ég hinsvegar vera þann, að verkalýðshreyf- ingin getur nú átt sterk ítök í sterkri peningastofnun og verkalýðsfélög á landsbyggðinni fá nú sömuleiðis tæki- færi til að fá ítök í bankakerfinu. Mörg þeirra hljóta nú að leggja fé í þennan nýja banka og þá ekki síður lífeyrissjóð- irnir, sem liggja með gríðarlega mikið fé - og það segir sig sjálft, að þeir sjóðir verða að lána fé til atvinnulífsins. Hjá því verður ekkert komist,“ sagði Guð- mundur. Af sjö bankaráðsmönnum íslands- banka á verkalýðshreyfingin tvo. For- maður ráðsins er Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, hinn fulltrúinn er Magnús Geirsson, formaður Rafiðnaðarsam- bandsins. Róttækar tillögur fyrir VMSÍ-þingið „Það er trúa mín að þetta þing eigi eftir að hafa býsna mikil áhrif á íslenska atvinnuþró- un,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar og Verkamannasambands íslands, um 15. þing VMSÍ, sem haldið verður á Loftleiðahótelinu í Reykjavík 12.-14. októ- ber næstkomandi. Aðalviðfangsefni þingsins verður atvinnu- mál. Sú umfjöllun hefur verið undirbúin óvenju mikið og er gert ráð fyrir að þar verði lagðar fram ýmsar stefnumarkandi ályktunartillögur. Meðal annars verður lýst yfir stuðningi við stóriðju - stækkun álversins í Straumsvík og frekari virkjanagerð við Búrfell. Þá verða væntanlega settar fram tillögur, sem gera ráð fyrir að siglingar íslenskra fiski- skipa á erlenda fiskmarkaði verði lagðar af og fiskmörkuðum komið upp um allt land þess í stað. Síðan verði lögð enn ríkari áhersla á full- vinnslu sjávarafla innanlands. Það er Jóhann Antonsson, framkvæmda- stjóri á Dalvík, sem vinnur að þessari tillögu- smíð fyrir framkvæmdastjórn VMSÍ, en Birgir Árnason, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, hefur unnið að gerð tillagna um stóriðju og virkjanir. Þeir Jóhann og Birgir hafa verið ásamt fleiri sérfræðingum ráðnir tímabundið til starfa fyrir Verkamannasambandið til undirbúnings þinginu. DAGSBRÚN 11

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.