Vér mótmælum allir

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Vér mótmælum allir - 01.03.1946, Qupperneq 6

Vér mótmælum allir - 01.03.1946, Qupperneq 6
Einn er sá aðili á íslandi, annar en Jónas Jónsson frá Hriflu, sem opinberlega hefur fagn- að tilmælum Bandaríkjastjórnar um herstöðvar hér á landi — og það er dagblaðið Vísir í Reykja- vík. Skrif Vísis undanfarið um landvarnarmál okkar íslendinga hafa verið slík, að líkast er því sem ritstjórar blaðsins hafi hætt að vera íslenzk- ir. Blaðið hefur þráfaldlega birt svæsnar grein- ar, þar sem þess er krafizt, að við íslendingar af- sölum okkur um langa framtíð yfirráðarétti á þýðingarmiklum landssvæðum á okkar eigin landi í hendur voldugrar stórþjóðar, sem þykist þurfa og vilja fá þessi landssvæði undir hernað- arbækistöðvar. Ritstjórar blaðsins sjá glögglega þann hag, sem Bandaríkjunum er að því að hafa herstöðvar á íslandi, en koma ekki auga á, að slík fríðindaveiting á friðartímum til handa hvaða hernaðarþjóð sem er — einnig Bandaríkjunum — er algjör uppgjöf á nýfengnu sjálfstæði okkar íslendinga og beint afsal yfirráðaréttar okkar yf- ir okkar eigin landi. íslendingum blöskrar liið dæmalausa virðing- arleysi ritstjóra Vísis fyrir sjálfstæði þjóðar sinn- ar, þegar þeir í ritstjórnargreinum sínum líkja sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar við dauða geit (Vísir, 16. nóv. ’45). íslendingum finnst líka eitt- hvað bogið við hugsanagang ritstjóranna, þegar þeir leggja áherzlu á það í skrifum sínum, að hlutleysi sé íslenzku þjóðinni algerlega einskis virði (Vísir, 21. marz ‘46). Ekkert í skrifum þeirra vekur þó meiri furðu en liið sífellda stagl þeirra um vestrið. í vestur ætla ritstjórarnir með landið og þjóðina, hvað sent tautar, og viðkvæð- ið á vesturleiðinni er þessi klassiska setning: ,,í sjálfstæðisbaráttunni vorum við á heimleið í vestur“ (Vísir, 9. febr. ‘46). Lítum nokkuð nánar á skrif Vísis. Rök Vísis fyrir því, að við íslendingar eigum að leyfa Bandaríkjunum (og jafnvel Bretlandi!) að hafa hér bækistöðvar, eru þessi: Haji pessar þjóðir ekki slíkar stöðvar hér á landi til umráða, bíða okkur meiri hörm- ungar en nokkurn mann getur órað jyrir, með pvi að pá verða átökin ef til vill háð fyrst að einhverju leyti á islenzkri grund í stað pess, að um varnarbaráttu í lofti og legi yrði ella að rœða, sem okkur gœti reynzt nógu skaðleg út af fyrir sig. (Vísir, 21. marz 1946). Skýrt og greinilega sjá ritstjórar Vísis fyrir nýja styrjöld, og þeir vilja forða íslenzku þjóðinni frá hörmungum hennar. Hvort sem liorfur eru á nýrri styrjöld eða ekki, er hverjum heilvita manni ljóst, að þessi rök Vísis eru hreinustu fals- íök. Það eitt, að við íslendingar búum einir hersetu, eða alger yfirráð erlends ríkis, landinu fyrir beztu. Þeir virðast ekki muna, að þá er ís- land hefir verið sem frjálsast, hefir hagur þess verið beztur. Við verðum að vona, að slíkir menn spilli ekki mikið út frá sér, þótt þeir séu ekki einangraðir. Við treystum, að þjóðin skynji fláræði tungu þeirra og hlusti ekki á róg þeirra um fósturjörð- ina, en láti þá fá makleg málagjöld. Að lokum vil ég taka það fram, sem ég hef þegar að nokkru leyti gert, að það hlýtur að vera heilög skylda hvers íslendings að vinna að því eftir mætti, að brottflutningi erlends hers af ís- landi verði sem fyrst lokið. Það mun og, ef að líkum lætur, giftudrýgst fyrir alla, sem hlut eiga að máli. Skáldið mælti: „Sú pjóð, sem i gcefu og gengi vill búa, á guð sinn og land sitt skal trúa“. Enn trúa íslendingar á guð sinn og land sitt. Þeirri trú geta ekki illar tungur, ómaklegar þess að mæla íslenzkt mál, svipt þá. 6 VÉR MÓTMÆLUM ALLIR!

x

Vér mótmælum allir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vér mótmælum allir
https://timarit.is/publication/937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.