Vér mótmælum allir - 01.03.1946, Page 8

Vér mótmælum allir - 01.03.1946, Page 8
I JÓN INGIMARS, stud. mecl. Hvað er að gerast? Stjórnmálamenn í lýðræðislöndum leitast ávallt við að vita vilja kjósenda siruaa á hverj- um tíma, vita afstöðu þeirra til dœgurmálanna og kynna sér skoðanir þeirra á þeim vandamál- um, sem á döfinni eru. Þarnnig reyna þeir að gera það, sem þjóðin ætlar þeim að gera — því til þess voru þeir kjörnir. Nú steðjar vandamál að íslenzkum stjórn- málamönnum, vandamál, sem getur haft örlaga- ríka þýðingu fyrir framtíðarstöðu íslands meðal fullvalda þjóða. Þetta mál geta forráðamenn þjóðarinnar ekki leitt farsællega til lykta án þess að hafa til þess brautargengi landsmanna. Nú þarf því þjóðin að kynna þessum mönnum þær skoðanir, sem ríkjandi eru í landinu. Nú verða þeir að vita það, að almenningur krefst upplýsinga um herstöðvamálið og felur þeim að vísa eindregið á bug öllum tilmælum, sem ganga í þá átt að lengja enn dvöl hinna erlendu herja á íslandi. — Sú dvöl er þegar or'öin allt of löng. Eins og allir vita hefir annað herveldið, þ. e. a. s. Bretland, ákveðið að yfirgefa fljótlega allar herstöðvar sínar hér á landi, og munu íslending- ar síðan taka sjálfir að sér stjórn mikilvægustu stöðvarinnar, sem er Reykjavíkurflugvöllurinn. Nú spyrjum við: Af hverju geta Bandaríkja- menn ekki farið eða vilja ekki fara þessa sömu leið? Þurfa þeir ef til vill að nota flugvðllinn á Reykjanesi til viðkomu á flugleiðinni til stöðva sinna í Evrópu? — Það er mjög sennilegt, að svo sé. En geta þeir ekki notað völlinn eftir sem áður til viðkomu, þótt þeir hverfi á brott með allt sitt herlið af landinu? Þessar herstöðvar verða ekki afmáðar, og sú staðreynd, að ísland er orðið mikilvægur liður í hringrás heimsvið- burðanna, verður heldur ekki virt að vettugi. — En við getum krafizt þess.og við kreffumst þess með fullum rétti að hafa sjdlfir d hendi stfórn- ina i landi okkar. Ef ísland fengi upptöku í Bandalag binna sameinuðu þjóða, yrði það um leið að taka á sig þær skyldur að sjá um þessar herstöðvar. Stöðvarnar yrðu þá opnar öllum hinna sameinuðu þjóða til viðkomu á, en þar réði íslenzk stjórn, og ekkert erlent herlið hefði þar dvöl. — Enginn þumlungur íslenzks lands yrði undir erlendri stjórn. — Þannig hygg ég, að meginþorri íslenzku þjóðarinnar hugsi. Þetta er að mínu viti veigamesti þátturinn í afstöðu al- mennings til málsins. En hvað dvelur þá íslenzku ríkisstjórnina? Hvers vegna fáum við ekki að vita, hvað er að gerast í herstijðvamálinu, og hvað stjórnin hyggst að gera í því á næstunni? Af hverju leitar stjórnin ekki eftir samþykki og brautargengi hjá þjóðinni í slíku vandamáli? — Framkvæmd lýð- ræðisins í hverju landi hlýtur að byggjast á því, að stjóanendurnir fari að vilja þjóðarinnar. Þess vegna spyr íslenzka þjóðin í dag sína stjórnend- ur: Er ekki unnt að hefja raunhæfar aðgerðir í þessu máli? Er ekki tími til kominn, að málið verði upplýst? Á ekki þjóðin þá réttlætiskröfu á liendur ykkur, forráðamönnum landsins, að þið leiðið hana í allan sannleikann? Eða er ykkur Jrað ekki ljóst, að þið hafið leitt Jajóðina að krossgötum og verðið því tafarlaust að marka stefnuna, marka síðustu skrefin í næstum sjö alda sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, síðustu skrefin að algjöru og óskertu sjálfstæði lands- ins? VÉR MÓTMÆLUM ALLIR! Útgefendur: Stúdentaráð; Vaka, félag lýðræðissi'nnaðra stúdenta; Eélag frjálslyndra stúdenta; Stúdentafélag lýðræðissinnaðra sósíalista; Félag róttækra stúdenta. Stúdentar úr öllum þessum félögum skrifa í blaðið. — Ritnefnd: Guðmundur Ásmundsson, ábpgðarmaður; Ami Ársælsson; Björn Bjarman; Jón P. Emils; Jón Hjaltason; Páll Bergjxársson 8 VÉR MÓTMÆLUM ALLIR! RORCARPRENT

x

Vér mótmælum allir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vér mótmælum allir
https://timarit.is/publication/937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.