Þjóðvörn

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1946næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789
Tölublað

Þjóðvörn - 02.10.1946, Blaðsíða 4

Þjóðvörn - 02.10.1946, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐVÖRN Mlðvi'kudagur 2. okt. 1946 PfóðvÖrn Óháð blað TJtgefandi: Þjóðvarnarfélagið Ritnefnd: Friðrik Á. Brekkan Hákon Bjarnason Magnús Finnbogason Pálmi Hannesson Bergur Jónsson sakadómari: ' r Hversvegna eiga Islendingar ekki að ganga undir upp- kastið hans Ólafs Thors? i.f • .>. *+» i tafe Þjóðrarnar- Undanfarna daga hafa nokkrir menn hér í bænum unnið að stofnun þjóðvarna- félags. Tilefni félagsstofnun- arinar er samningsuppkast það við Bandaríkin, sem nú liggur fyrir Alþingi. Frá fé- lagsstofnum'ni var endanlega gengið í gærkveldi. Því hef- ur verið haldið fram í blöð- um þeim, sem sérstaklega hafa talið það hlutverk sitt að halda óskapnaði þeim, sem samningsuppkastið er, að þjóðinni, að ,kommúnistar‘ — þ. e. Sósíalistaflokksmenn — einir væru uppkastinu and vígir. En þetta er hin argasta blekking, sem framreidd er fyrir lesendur í þeim eina til- 'gangi að villa um þá og — ef mögulegt væri — að gera þá dómgreindarlausa vegna rússahræðslu og annarra shkra hindurvitna þessara sömu blaða. Vér, sem stofnað höfum Þjóð- varnarfélagið, gátum ekki unað þessu lengur. Vér vilj- um fyrir það fyrsta undir- strika það, að andstæðingar samningsuppkastsins eru miklu fleiri en ,,kommún:star‘ — nema því aðeins að orðið ,,kommúnisti“ sé sömu merk- ingar og frjálshuga, rétthugs- andi maður, sem ann landi sinu og vill ekki sitja hjá þegjandi, þegar á að fleka þjóðina út í ævintýri, sem enginn sér fyrir endann á og líklegast er að verði sjálf- stæði hennar og sönnu frelsi að fjörlesti. Vér viljum eftir því sem orka vor leyfir dreifa blekkingaþokunni, sem reynt er leynt og ljóst að sveipa almening í, svo að hver maður geti séð það ljóst, hvert verið er teyma ham. Og að lokum; Ef ógæfa ís- lands skyldi reynast hinum betri málstað yfirsterkari og samningsuppkastið yrði sam- þykkt á Alþingí, þá munum vér ekki gefast upp, heldur beina öllum kröftum félags- ins að því, að vekja þjóðina til að vera á verði um að ekki verði frekar traðkað á þeim leifum réttinda og sjálf stæðis, sem þá yrðu eftir. Vér væntum þess, já, er- um þess fullvissir — að hver þjóðrækinn og kynborinn ís- lendingur muni vilja starfa með oss og að ekki líði á iöngu, áður en Þjóðvarnar- Spurningunni, á fyrirsögn greinar þessarar, er svarað jafnhliða, vegna þess, að þess verður að vænta, að svo mikil og víðtæk séu áhrif Morgun- blaðsins, að þegar í upphafi hljóti menn að ætla allmarga eiga erfitt að vantreysta gerð- um þess manns, sem stöðugt er kallaður afreksmaður, mik- ilmenni og öðru slíku hálofi borinn í víðlesnasta og fésterk- asta dagblaði landsins. En vilji Morgunblaðið þiggja heilræði, ætti það að gæta þess, að oflof getur orðið hið naprasta háð, þótt ekki sé svo langt gengið, að minna á orð Gríms Thom- sen í Jarlsníði. „Ilákonar af verstu verkum vegsamar hann jarl“. Sl. haust óskuðu Bandaríkja menn eftir herstöðvum á ís- landi á 3 stöðum. Engin á- stæða er til að dyljast þess, að allmargra Islendinga varð þá vart, er ekki töldu það sérstak- lega ísjárvert, að vera bón- greiðir og sumir fóru að reikna út dollaraupphæðir fyrir sölu eða leigu á landspildum. Flest- ir, sem svo hugsuðu og livísl- uðu þá, innan þings og utan, kiknuðu þó fljótlega fyrir því, sem núverandi landsleigumenn kalla .tilfinningar landsmanna*, (án mikillar virðingar), jafn- vel 2 ungir sjálfstæðisflokks- þingmenn áunnu sér dreng- skapar- og einurðarorð, fyrir yfirlýst fylgi við hinar ,,ó- praktisku" tilfinningar. Hefði þó ef til vill mátt segja: „Þótti engum mikið“, eins og „Speg- iliinn“ segir gjarna, úr því ungar sjálfstæðishetjur áttu í hlut. En „afrekið" vann Ólaf- ur Thors, er hann tók af skar- ið, eins og Morgunblaðið orð- aði það, — sagði hið stóra orð, sem aðeins hinn voldugi fær sagt: „Voldugu Vesturheims- vinir — hlýðum á hina æðstu rödd íslenzkrar fullvalda þjóð- ar“. Engin landslelga, ekki félagið er orðið að öflugum landssamtökum, sem hin ó- þjóðhollu öfl geta enga rönd við reist. — Stjórn Þjóðvarnarfé- lagsins skipa: Aöalbjörg Sigurðardóttir, frú. Bergur Jónsson, sakadóm- ari. Bolli Thoroddsen, bæjar- verkfræðingur. Hákon Bjarnason, skóg- ræktarstjóri. Jón Jóhannesson, dr. há- skólakennari. Sigríöur Eiríksdóttir, hjúkr unarkona. Sigurbjörn Einarsson, dósent. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. hægt, því miður — ég ófáan- legur á friðartímum. Og þetta dugði. U. S. A. lofaði að fresta öllu kvabbi fram yfir kosning- ar. ,,Á friðartimum, sagði lands- faðirinn. Síðar að vitað, fyrir uppljóstran Gunnars prófes- sors Thoroddsen, — einka- þjóns eða minnst — aðalþjóns forsætisráðherra, við samtölin, sem Bandaríkjastjórn vitnar í, að ekki er víst að þetta sér- staka skilyrði, á friðartíma, hafi verið fyrir hendi er hátt- virtum kjósendum voru þau birt, athugsemdalaust, en for- sætisráðherra vissi þá (hann leiðréttir, ef rangt er með far- ið) — að Bandaríkjastjórnin taldi ekki vera friðartíma, og telur ekki ennþá, enda er ekki annað að heyra á forsætisráð- herra vorum, og skjaldsveinum hans, en þeim skilningi beri oss að hlíta. — Þetta sýnir, að herra forsætisráðherra Ólafur Thors vissi liverju hann lofaði, enda efndirnar í samræmi við það. Þótt við, sem tókum þátt í herverndarsamningnum við Bandaríkin vorið 1941, höfum allir, að því er ég hugði, talið vafalaust, enda í fullu sam- ræmi við eðli þess samnings, að loforðin um að flytja burt all-1 an herafla Bandaríkjamanna frá Islandi, ætti að fram- kvæma, er vopnaviðskiptum1 væri lokið, er greinilega nú svo komið, að ýmsir forustumcnn íslendinga í stjórnmálum, með sjálfan forsætisráðherrann í broddi fylkingar, telja sjálf- sagt að hlíta án mótmæla þeim skýringum, sem þeir segja „Truman forseta og ráðu nauta hans“, halda fram (sbr. orðalag Gunnars Thoroddsen), að friður, sem skyldi þá til brottflutnings herliðs af Is- landi, sé þá fyrst kominn, er friðarsamningum er lokið eða þjóðþing Bandaríkjanna (con- gress) hefur lýst yfir friði. Nú vil ég spyrja herra Ólaf Thors. Hvaða tilraunir hefur hann gert til þess, að fá Banda ríkjamenn til þess að falla frá þessari skoðun um friðarkomu, að því er þjóð vora varðar? Er það fjandskapur við Banda- ríkin að halda fram hinum ís- lenzka skilningi, sem ég drap á, að eigi fylgi sannra Islend- inga, ef ég má nota eftirlætis- orðtak Morgunblaðeins ? Þarf hver sá íslendingur, sem telur sér heimilt að halda fram þess- ari skoðun við Bandaríkja- menn, nauðsynlega að vera æstur kommúnisti? Er það ó- sæmilegra fslending, að halda nærri „íslenzkum málstað“ gagnvart Bandaríkjamönnum heldur en Ðönum? Hvernig er „uppkastið" fræga tilorðið? Hefur ekki hæstvirtur forsætisráðherra Ól- afur Thors samið það í einka- samtölum við einkafulltrúa Bandaríkjastjórnar, auðvitað stimdum með aðstoð einhvers vildarvinar eða skjaldsveins, svo sem t. d. Gunnars prófes- sors Thoroddsen? Hitt er víst, utanríkisnefnd sem slík var ekki kölluð, enda víst til full- mikils mælst, að hæstv. forsæt- isráðh. eltist við fyrirmæli laga, umfram eigin geðþótta. Sýnilega hafa þó nægilega margir samherjar úr alþingis- mannahópi og þeir ráðherrar, sem tryggðir hafa verið til fylgis, fengið nóg að vita svo þeim dyggði, til að veita fyrir- hugað meirihlutafylgi á þingi. En etthvað hefur þó örlað á því, jafnvel hjá fulltrúaráðs- mönnum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, að ráðlegra, hefði þótt, að tala við fleiri -— jafn- vel Hermann Jónasson — en þá var nú til nokkuð mikils mælst, herra forsætisráðherra, er ekki svo? Morgunblaðið kallar upp- kastið ,,afrek“ Ölafs Thors. Tæplega mun það í háði mælt. Ávinningurinn að dómi Morgunblaðsins og annarra fylgismanna — Herstöðvamálið niðurfallið Bamlaríkin flytja brott allan her sinn af íslandi Flugvöllurinn við Keflavík afhentur Islendingum Svo hljóðaði fagnaðarboð- skapur Morgunblaðsins föstu- daginn 20. september 1946! (Ef til vill aðeins tilviljun, að ‘ sitt til hvorrar handar, á sömu síðu, voru myndir af 2 ágætum íslenzkum söngvurum, sem eru að hefja söngför til U. S. A.) Síðan kemur „uppkastið". Það sýnir: Forsætisráðherra einsömlum) hefur þóknast, að inna af hendi það afrek, að fá loforð Bandaríkjastjórnar um brottflutning hersins, sem sam- kvæmt tvímælalaust sjálfsögð- um íslenzkum skilningi átti þegar að vera farinn skilmála- laust. „En lítið dregur vesæl- an“. Islendingar fá að gjöf sitt eigið land, Keflavíkurflugvöll- inn, þ. e. a. s. að svo miklu leyti sem hann er óhreyfanleg- ur. Síðan, til þess að sýna, að samþykki Islendinga á skiln- ingi Bandaríkjamanna, sé sízt þakkarvert, fá Bandaríkin ein allra hervelda, leyfi til þess að fljúga lierflugvélum yfir Is- land og til þess að sama.stór- veldi fái gætt skyldu, er það hefur á hendur tekið við aðra — hernaðarskyldu reyndar — fá þau afnot hins nýgefna vall- ar? Hvað mikið af tollvör- um skal undan þegið tolli á íslandi? Hvað mikil út- flutningsgjöld falli niður? Hversu mikill tekjuskattur ? Um slíkt er ekki fengizt. Eitlhvað hefur. verið getið um bréf, sem nefndi áætlun um 600 manna hóp? Ekki er talin þörf á að nefna hámarkstölu, né nokkra áætlunartölu, í upp- kastinu. I eftirmála „úr frétta- tilkynningu" er talað um „ó- breytta borgara" í stað „her- manna". Því ekki að birta sjálfa fréttatilkynninguna ? Hvi er útdráttur látinn nægja? Er þessi útdráttur úr fréttatilkynn ingu, bindandi sem samningur? Eg hélt í fáfræðl minni, að út- drættir úr fréttum hefðu ekki t i rið liingað til notaðir, sem form fyrir bindandi milliríkja- samninga, samkvæmt reglum þjóðarréttar, og ekki lieldur samþykktir, ásamt frumvarpi, sem lög á Alþingi. En ef til vill er það móðgun við fullvalda riki, Island, að taka svona á- kvæði inn í uppkastið sjálft, eins og það er móðgun við full- valda Island, samkvæmt um- sögn prófessors juris Gunnars Thoroddsen að áskilja Islend- ingum lögsögu, dómsögu og annan rétt yfir Bandaríkja- mönnum á íslandi, sem hvergi er í samningi áskilið að séu „ó- breyttir borgarar", eiga enda að vinna við hernaðarflug og annað ekki fjarskyldara hern- aði. Eg efa ekki, að framanskráð muni allt verða talið „grund- vallarmisskilningur“ og jafn- vel í þokkabót, illviljað komm- únistiskt tal, því að fram til þessa hefur það verið ófrávíkj- anleg regla fylgismanna upp- kastsins, ekki sízt blaðanna, Morgunblaðsins og Alþýðu- blaðsins, að reyna að láta í veðri vaka, að engir menn telji missmíði á þessu „afreki" for- sætisráðherra, nema kommún- istar. Eg leyfi mér samt að fullyrða, að enginn þeirra, sem í þetta blað skrifa eða að því starfa, er kommúnisti, eða fylgismaður „Sameiningar- flokks alþýðu — sósíalista- flokksins“ eins og sá flokkur heitir, sem oft er kallaður kommúnistaflokkur. Ennfrem- ur vil ég taka það fram, að andstaða mín gegn, eða óbeit á, þessu svokallaða ,,uppkasti“ að samningi forsætisráðherra við Bandaríkjastjórn, stafar ein- göngu af því, að ég tel samn- -'nginn, ef samþykktur verður, vansæmandi fyrir þjóð vora, stórgallaðan og óþarfan. Þessi slcoðun mín er borin uppi af tilfinningum minum og hugs- unum sem íslendings, án til- lits til nokkurs flokks eða ' manns. Eg hefi einu sinni birt að nokkru skoðun mína á máli þessu, í ræðu og var þá svar- að því til, að því er mér er tjáð, að „það sé lítill vandi að tala til tilfinninga manna.“ Eg skal ekki á nokkurn hátt skorast undan þessum dómi, en bendi á það, að þetta mál er þann veg vaxið, að svokölluð „köld skyn- semi“ myndi, ef hún réði ein, þykja lítið til tilfinningarinnar fyrir landi og þjóð, ættjarðar- ástarinnar, koma. Þeir Islend- ingar, sem telja það rangt, að láta tilfinningar hafa áhrif á skoðun sína og gerðir í skipt- um við aðrar þjóðir, ættu að vera svo hreinskilnir, að mæla með því við þjóð sína, að hún selji land sitt hæstbjóðanda. Islendingar! Eins og til máls þessa er stofnað og frá því er gengið, hika ég ekki við að telja það óhæfu, að einfaldur meirihluti Alþingis samþýkki frv. óbreytt eða án gerbreyt- inga að efni, eftir nána atliug- un hinna gleggstu og fróðustu manna, sem völ er á. Því fer fjarri, að ég telji oss eiga að neita Bandaríkjamönnum um að ræða við þá um samninga, en a. m. k. má eigi beita við þá samninga minni gerhygli og vanda síður til þeirra, heldur en í skiptum við smáþjóðina við Eyrarsund. Þeir menn sumir, sem voru ósparir á það hér áður, að tclja þá Iclcnciinga tæpast mc3 mönnuvn, ser.i cldd töldu alger- an skiinað vla Dar.i og Dana-

x

Þjóðvörn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðvörn
https://timarit.is/publication/938

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (02.10.1946)
https://timarit.is/issue/358063

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (02.10.1946)

Aðgerðir: