Þjóðvörn

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1946næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789
Tölublað

Þjóðvörn - 02.10.1946, Blaðsíða 6

Þjóðvörn - 02.10.1946, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVÖRN Miðvikudagur 2. okt. 1946 Frh. af 1. síðu. stjórnartíð Roosevelts, sem vildi vinna að heimsfriðinum aneð breyttri utanríkismála- stefnu, varpað fyrir borð. En sonur Roosevelts, Elliot Roose- velt, sem ritað hefur ævisögu föður síns, segir, að nú sé rekin allt önnur utanríkispólitík í JBandaríkjunum en sú, sem faðir Jians hafi viljað vera láta. Enda cr nú allróstusamt á friðarráð- stefnunni og virðist svo sem hvorugur vilji undan öðrum láta. Og svo er kjarnorku- sprengjan, sóttkveikjuhernaður o. fl. þess liáttar góðgæti komið til sögunnar, svo að það virðist ali-cfýsilegt fyrir smáþjóð að ijerast einskonar ,útvörður“ fyr ir hvaða heimsveldi sem er, ef til ófriðar skyldi koma. Þetta er það, sem vekur mér iigg cg kvíða. ★ En þá er að líta á hernaðar- nauðsyn þess að Bandaríkin haldi Keflavíkurflugvellinum emi um skeið, sákir liersetu sinnar á Þýzkalandi, og livað samningsuppkastið kann að segja um þau afnot. Það skal fúslega viðurkennt, a5 Bandaríkjunum muni mikið hagræði að að hafa millistöð hér á íslandi, þó ekki fari um nema ein til tvær flugvélar á dag, á meðan þeir hafa hern- aðarlegt eftirlit með höndum á Þýzkalandi. Það skal ennfremur viðurkennt, að þeir muni hafa nokkurn rétt til þess, skv. því skilorði, sem Roosevelt setti um samninginn 1941, ,,að strax og núverandi hættuástand í milliríkjaviðskiptum er lokið, skhli allur slíkur herafli látinn hverfa á brott þaðan, svo að íslenzka þjóðin og ríkisstjórn hennar ráði algerlega yfir sínú eigin landi.“ Bandaríkjastjórn getur sagt, að ,,hættuástandi“ þessu, sem ég þó eftir enska textanum vildi nefna „alþjóðaviðsjár“ — international emergency, sé ekki lokið á meðan henni sé skylt að hafa þetta herstjórn- ar-eftirlit á Þýzkalandi. En því þá ekki að hafa „status öuo“ enn um stund eða semja til eins eða tveggja ára, þangað til þing hinna sameinuðu þjóða kemur saman og hægt er að spyrja það. En mikils þykir nú við þurfa, þar sem Stóra-Bret- land leggur við ónáð sína, ef •ekki sé samið þegar til 6 árs!! En hvað segir nú samnings- uppkastið um öll þessi „boð- •orð“ og hverskonar „réttur“ er það, sem á að veita Banda- ríkjunum óuppsegjanlega um 5 ára bil eða jafnvel heila heims styrjöld, ef til hennar skyldi • eiga að koma hið þriðja sinn? ★ Eg hefði kosið, að svo hefði verið frá þessum samningsupp kasti gengið, að sem minnstu hefði munað um orðalagið, svo .að sama hefði verið, hvor text- . anná hefði verið notaður. En þótt ég sé hvorki málfræðing- ur, lögfræðingur né þjóðréttar- fræðingur, sé ég þó nokkurn mun á því, hvað ísl. textinn er : fi'ábrugðinn enska textanum, ' þótt í litlu sé víðast hvar, nema : í einu verulegu atriði, sem þá líka skiptir mestu máli. En hér vcrður að Ilta á enskuna sem tgarmr frumtexta, þar sem hún er höfð á orðsendingu sendiherr- ans til utanríkisráðherra vors. Þegar í fyrstu málsgrein þess boðskapar er talað um „the military defeat of the Axisforces“, sem ætti að þýð- ast með „hernaðarlegum ósigri möndulveldanna“, en cr þýtt með „hernaðaruppgjöf", sem vitanlega er nokkuð annað, en skiptir þó litlu máli. En þá kemur að sjálfu samningsupp- kastinu. Þar stendur, 2. gr.: The airport shall then become the undisputed property of the Ieelandic State“, og er þýtt: „skýlaus eign íslenzka ríkis- ins“. Nú segir raunar Spegill- inn að gamni sínu, að sjaldan sé „skýláust yfir Keflavíkur- flugvellinum. En því ekki að þýða þetta með eina rótla. orð- inu „óvéfengjanlegur" eca „ó- umdeilanlegur“ (undisputed) ? Aftur munu menn segjá, að þetta skipti litlu máli, en óná- kvæmt er það samt. Þá er í 3. gr., sem nú hef- ur heyrzt, að eigi að falla burt, skotið inn að vísu stuttri, cn viðamikilli setningu, Bandaríkj unum til þólcnunar, I enska text anum stendur orðrétt: „civil aircrhaft", sem mundi mega þýða með „almennar flugvél- ar“, en í þeim íslenzka: „flug- förum, öðrum en hervélum.“ Hér er víst átt við hernaðar- 4. Þó að Bandaríkin gengu flugvélar, því að ,,hervélar“ er miklu víðtækara orð og undir því orði mætti fela margt mis- jafnt og meðal annars kjarn- sprengju-útbúnað, þótt ég væni alls ekki Bandaríkjamenn um slíkt „vélræði". En því líð- ur utanríkisráðuneyti vort svo losaralegar þýðingar ? Við 4. gr. virðist ekkert að athuga, enda ræðir hún ein- vörðungu um skuldbindingar Bandaríkjanna sjálfra um brottflutning herliðs þeirra og sjóliðs, svo fljótt sem unnt er. En þá er 5. gr„ sem skiftir mestu máli, þar sem urn yfir- ráð og rekstur flugvallarins er að ræða. Þar mætti finna að þýðingunni „herstjórn og eftir- lit í Þýzkalandi", í stað: her- stjórnar-eftirlits í Þýzkalandi (controlagencies). En það skiptir minnstu máli. Hitt er furðulegra, að orðið „immi- gration“, sem eftir öllum anda og samhengi samningsins þýð- ir „innflutning flugvallarliðs", skuli vera þýtt „landvistar- leyfi“. Nú er það að vísu svo, að allir innflytjendur til Ame- ríku eða Bandaríkjanna sér- staklega þurfa landvistarleyfi, hvort heldur er sem gestir um skemmri tíma eða til fastrar búsetu, en hér er einmitt ekki um landvistarleyfi að ræoa, heldur skýrt tekið fram, að stjórnarvöld vor skipti sér ekki af slíkum innflutningi, né krefji menn þessa um tolla, skatta eða skyldur. Þeir hafa m. ö. o. „exterritorialrétt", að minnsta kosti innan flugvallar ins. Þetta er því eitthvað ann- að en „landvistarleyfi, sem alls ekki er spurt um í þessu sam- bandi, nema svo beri að skilja, að það sé veitt fyrirfram með samningi þessum og þá „en bloc“, án manngreinarálits. En hvað flytja má inn, undir Benedikt Tómasson: skóiastjÓEÍ: Wr iiiii iiaiiil- nngarsamn- tiig acl raBða? Þegar þjóð vill semja við aðra þjóð jafnréttháa, mætti ætla, að hún segði sem svo: Við óskum að semja við ykk- ur um hagsmunamál okkar. Ef þið sjáið ykkur fært að verða við óskum okkar, munum við vera ykkur þakklátir. Að öðr- um kosti biðjum við um breyt- ingartillögur, og ef þið teljið ykkur ekki fært að semja, mun- um við sætta okkur við það. Og ætla mætti, að hin svar- aði á þessa leið: Við munum hlýða á óskir ykkar. Ef þær brjóta ekki í bág við hagsmuni okkar og sóma, munum við semja, að öorum kosti ekki. 1 líkum anda munu samning- ar milli jafnrétthárra aðila yf- irleitt vera gerðir, að minnsta kosti þar, sem mannleg rétt- indi eru að nokkru virt. Nú er mér og öðrum spurn: Hefur stjórn Bandaríkjanna farið að á þessa leið í samn- ingsuppkasti því, sem íslenzk stjórnarvöld fjalla um? Hefur hún spurt jafnréttháan aðila að því í bróðerni, hvort hún mundi ná þeim samningum, er hún óskaði ? Eða hefur liún gengið að samningaborði með slíkri „lögvernd", virðist nokk- urn veginn ótakmarkað. Virðist nú ekki þurfa að rekja lengra til þess að sýna, að hér eru opnaðar allar gætt- ir og erlendir menn undanþegn ir tollum, sköttum og skyldum (sbr. 9. gr.). Ekki verður lield ur annað séð, en að þeir séu frjálsir ferða sinna bæði á landi, á sjó og í lofti og þurfi því hvorki að virða hlutleysi landsins, landhelgi þess né loft- helgi. Slíkur er þá „samningur" sá, sem hér liggur fyrir, en er raun- ar orðsending frá sendiherra Bandaríkjanna til „hans liá- göfgis“ utanríkisráðherra Is- lands, sem ætlað er að gjalda jákvæði við þessu. Verður þá þetta tvennt lagt til grundvall- ar fyrir samningi beggja ríkja. Það er næstum því spaugi- legt, hve hátíðlega er komizt að orði um þetta í íslenzka textanum, þar sem mælzt er til, að staðfestingin sé send í er- indi, sem ásamt þessu erindi verði samningur beggja ríkis- stjóma. í Svo mörg eru þau orð. ★ Eg ann Bandaríkjunum alls hins bezta, en ég ann þeim ekki svo mikils, að það varði líf og tilveru þjóðar vorrar, ef enn á ný skyldi draga til ófriðar í heiminum. Eg vona því, að hæstvirtur utanríkisráðherra og hið háa Alþingi beri gæfa til þess að finna einhverja „millileið" til bráðabirgðasamn inga, þangað til Bandalag hinna sameinuðu þjóða leggur á oss þær kvaðir, sem oss er ætlað að rækja til varðveizlu friðarins í heiminum. Ágúst H. Bjarnason. tilteknar kröfur, sem í engu verulegu yrði vikið frá? Og hafa íslenzk stjórnar- völd skilið samningsuppkastið sem vinsamlega málaleitun eða skilyrðislausa kröfu? Því miður hlýtur þeim Is- lendingum að fjölga æ meir, sem skilja þetta á hinn síðari veg, enda bendir öll meðferð málsins á, að sá skilningur sé ráttur. Hún hlýtur að vekja um það sterkan grun, að enn einu sinni hafi hinn st.erkari lagt þreklegan hnefa á borðið og spurt: „Hversu mikill þykkir þér hnefi sjá?“ Og samnings- uppkastið lilýtur að rumska ó- þægilega við þeim smáþjóðum, sem trúðu því skilyrðislaust að hinar voldugu bandalagsþjóð- ir berðust fyrir frelsi og rétt- læti og mundu virða að fullu sjálfsákvörðunarrétt litilmagn- ans. Skyldi t. d. bandaríska þjóð- in sætta sig við slíka málaleit- 1 un frá okkar hálfu og ætli Bretar hefðu sent bandarísku þjóðinni slík skilaboð sem okkur? En ef þessi grunur er rcttur, liví segja þá íslenzk stjórnar- völd þjóöinni ekki hreinskiln- islega frá? Þeim tekst livort sem er aldrei að sannfæra alla um, að samningurinn skerði ekki fullveldi okkar í því formi, sem hann er nú, og ég ætla þau ekki svo glámsýn, að þau skilji það ekki sjálf. Við, sem höfum kosið okkur leiðtoga, eigum á því skýlausa kröfu, að stjórn- arvöldin rjúfi þögnina, leggi skjölin á borðið og svari þess- ari spurningu: Er hér um nauðungarsamning að ræða eða hefur sá hluti ríkisstjórnarinn- ar, sem að samningnum stend- ur, gert hann svo úr garði af fúsum vilja? Og það eru ekki Islendingar einir, sem eiga slíka kröfu. Bandaríska þjóðin á líka kröfu á því, að þessari spurningu sé svarað, svo að hún sé ekki borin óréttmætum getsökum. Eg vil að lokum taka það fram, að mér kemur ekki til hugar að amast við því, að samið sé við Bandaríkin, og ég hefi enga löngun til að f jand-; skapast við þjóð Abrahams Lincolns og Roosevelts. En við siíkum samningi segi ég nei og enn nei. Og ég tel fulltrúa þess flokks, sem ég hefi undanfarið stutt, bregðast hraparlega ís-' lenzkri alþýðu, íslenzkri menn- ingu og íslenzku fullveldi, ■ ef þeir greiða atkvæði með sanin- ingnum, eins og hann er nú. Benedikt Tómasson. • Dr. Jakob Sigurðssos!: Hvernig tryggir samningurinn rétt vorn til flugferða um Keflavík Eg ætla ekki í þetta skiptið að endurtaka fyrri umæli mín um samningsuppkast það, sem valdið hefur út- komu blaðs þessa. Eg hefi sjálfur og Stúdentafélag Reykjavíkur þegar oft lýst því yfir að það hlýtur að teljast allskostar óhæfilegt, og ýmis rök hafa verið að því færð, að það tryggir engan vegin rétt íslendinga, að und- irbúningur þess hefir verið allskostar ónógur, að túlkun þess meðal þeirra manna, sem með því mæla er í engu samræmi við það er við verð- ur að búast af hálfu hins áð- ilans. og að hægt er að tryggja Ameríkumönnum lendingaröryggi hér á landi á öðrum grundvelli, sem er okkur ólíkt hagstæðari. iHinsvegar er eitt atriði, sem lítið hefur verið um rætt, en það er hvort íslend- ingar öðlist samkvæmt samn- ingnum réttindi til þess að ferðast með flugförum Ame- ríkumanna, sem hér hafa við- komu. Eg hefi orðið var við það, að fyrir hefir komið nú nýlega, að íslendingur sem hefir sótt um leyfi til þess að ferðast til Bandaríkjanna hefur orðið að leggja fram skriflegt vottorð frá óvil- höllum aðila um það, að hann væri ekki fylgjandi vissum stjórnmálastefnum, að þegar slíkt vottorð hefir fengizt hef- ir verið lögð á það áherzla, að leyfi til þess að fljúga með fugvélum Bandaríkjamanna væri sérstakur greiði, se,m þeir veittu af náð sinni þeim. sem þeim sýndist. Að vísu mun þessi greiði oftast eða alltaf hafa verið veittur hing- að til. En er það ekki furðulegt. að í hinum nýja samnings- uppkasti skuli hvergi minnst á nein réttindi íslendingum til handa til þess að ferðáSt með hinum fjölmörgu flug- vélum, sem hér eiga að lenda? Eigum vér Íslending- ar, svo lengi sem simningur- inn væri í gildi, alltaf að fara bónarveg — alltaf að sækja það undir vild og góð- gerðasemi Bandaríkjamanna að við fáum allra náðarsam- legast að ferðast með þeim flugvélum þeirra, er vér höf- um veitt óskoraðan rétt til notkunar flugvalla vorra? Eiga aðeins þeir íslendingar sem hugsa á einhvern sér- stakan hátt að öðlast slíkt? Jakob Sigurðsson, ___________í— íslenzkum stjórnmálamanni varð að orði, þégar hann heyrði orðsendingu Breta: „Ef ég væ:i utanríkismálaráðberra íslands, myndi ég senda mr. Bevin orð- sendingu um það, að ef Bretar llytji nú ekki her sinn frá Egypta landi, mundi það mælast dla fyrir á Xslandi.

x

Þjóðvörn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðvörn
https://timarit.is/publication/938

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (02.10.1946)
https://timarit.is/issue/358063

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (02.10.1946)

Aðgerðir: