blaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 1
Geymdu blómin í
ísskápnum
bls 8
Geðlyf:
Kostir
og gallar
bls 24
3. TBL. 1. ARC.
Þriðjudagur,
9. maí, 2005.
ÓKEYPIS
blaðíð
Bæjarlind 14-16.
201 Kópavogur
Sími 510-3700
FRJÁLST OG ÓHÁÐ
Hvað þurfum við
að hreyfa okkur
mikið? - bis. 18
Verðandi
heimsmeistari?
- bls. 12
Flugdólgar
að skila sér heim
- bls. 2
Stórfelld
fækkun
strætóleiða
- bls. 14
Brúðkaups-
námskeið
í Grafarvogi
- bls. 12
FH og Val
spáð titlum
í karla- og
kvennaknattspyrnu
- bls. 22
ókeypis til
heimila og fyrirtækja
alla virka daga
blaóió
Þessa 6.400 m2 byggingu stendur til aö láta víkja
fyrir nýju miðbæjarskipulagi Garöabæjar. Húsið
er að mestum hluta innan við tíu ára gamalt og
því talsvert verðmæti í því. Þá er ótalin lóðin en
hún er ekki lágt metin heldur. Enn hefur ekki
verið rætt við eigendurna um þessar fyrirætlanir,
en Hreggviður Jónsson, forstjóri Vistors, segir
fyrirtækið ekki hafa hugsað sér til hreyfings.
Fer tveggja milljarða
hús á haugana?
Hugmyndir eru uppi um að tæplega tíu ára gamalt húsnæði
Vistors, áður Pharmaco, í Garðabæ víki fyrir nýjum miðbæ.
Byggingin sem hýsir Vistor er á
17.000 fermetra lóð á miðju því svæði
sem skipulagið snýst um. Hreggviður
Jónsson, forstjóri Vistor, segir þetta
engan kofa, 6.400 fermetra, og þar af
eru tveir þriðju innan við
tíu ára. Blaðið hefur heim-
ildir fyrir því að kostnaður
við það hafi verið um tveir
milljarðar króna en Hregg-
viður vill ekki nefna neinar
upphæðir. „Ef þessar hug-
myndir eiga að verða að
veruleika þá þurfa menn að
ná samkomulagi við okkur.
Þær viðræður hafa ekkert
farið í gang. Við erum mjög
ánægðir og okkur líður mjög
vel héma. Lóðin býður náttúrlega
upp á framtíðarstækkunarmöguleika
fyrir okkur."
Alvöru miðbær í Garðabæ
Garðabær bauð þremur fasteigna-
félögum að koma með tillögur að
nýju skipulagi miðbæjarins árið
2002. Klasi hf., félag í eigu íslands-
banka, þótti hafa bestu tillögumar
og 1. mars sl. samþykkti bæjarráð að
ganga til samninga við félagið. „Við
kynntum þama nokkrar tillögur og
þar af var ein þeirra sem
við vorum hvað hrifnastir
af, sem felur í sér nokkuð
róttækar breytingar. í til-
lögunum var gert ráð fyrir
að Vistor-byggingin yrði
að fara. Það var reyndar
líka kynnt ein útgáfa þar
sem hún var áfram en það
er engin launung að þeir
sem við kynntum þetta hjá
bænum vom á sömu nót-
um og við,“ segir Jónas Þór
Jónasson, sviðstjóri þróunarsviðs hjá
Klasa. Aðspurður segir hann að helst
sé verið að skoða þessar róttæku
breytingar sem fela í sér „alvöru
miðbæ og alvöm verslunargötu sem
er hugsuð alveg ftó upphafi, bæði af
fagfólki og þeim sem stunda viðskipti
og verslun".
Þróunarvinna í gangi
Guðfinna B. Kristjánsdóttir, upplýs-
ingastjóri Garðabæjar, segir máhð
enn á hugmyndaplani. „Það hefur
ekki verið tekin nein afstaða til þess
hvernig útfærslan verður endanlega.
Haft verður samráð við íbúa og versl-
unareigendur á þessu svæði og málið
unnið miklu lengra áður en einhver
ákvörðun verður tekin.“
Jónas segir voðalega lítið vera
hægt að gera án Vistor, þetta sé stórt
svæði og þeir sitji í miðjunni á því.
„Þegar svona mál em þar sem aðrir
eiga í hlut og aðrir eiga verðmæti ber
að umgangast það af virðingu og það
er mikið metnaðarmál fyrir okkur,"
segir hann og bætir við að samkvæmt
útreikningum Klasa komi mun meiri
verðmæti út úr nýjum miðbæ heldur
en þeim sem fómað yrði og þá þannig
að allir megi vel við una.
«1---------
„Þetta er
svo sem
enginn kofi,
6.400 fer-
metrar.11
GLEÐILEG JÓL
NÁNAR Á BLS. 7.
Jónína Bjartmarz:
íhugar breytingu
á fyrningu
Jóm'na Bjartmarz, þingmaður Fram-
sóknarflokks og varaformaður Alls-
herjamefndar, íhugar að leggja fram
breytingartillögu við frumvarp Ag-
ústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns
Samfylkingarinnar, um afnám fyrn-
ingarfrests vegna kynferðisbrota
gegn börnum. Jóm'na hafði áður rit-
að nefndarálit meirihluta Allsherjar-
nefndar með fyrirvara og áskildi hún
sér rétt til breytingartillagna.
I samtali við Blaðið kveðst Jón-
ína enn vera á báðum áttum, hún
telji frumvarp Ágústs Ólafs ganga
of langt en telji á hinn bóginn brýnt
að lögunum verði breytt. „Þá togast
í manni hvort maður eigi að leggja
til breytingartillögu nú eða bíða til
hausts og vonast til þess að sam-
staða náist um æskilegar breytingar
í þessa veru.“
í núgildandi lögum er kveðið á um
að sakir geti fallið niður að ákveðn-
um tíma liðnum, vegna fymingar.
Sérstaklega er kveðið á um að fym-
ingarfrestur vegna kynferðisafbrota
gegn börnum hefjist ekki fyrr en frá
þeim degi er brotaþoli nái fjórtán ára
aldri. Fymingartími er frá fimm ár-
um upp í fimmtán ór og fer eftir hó-
marksrefsingu brotanna.
Þingmenn komnir
í fimmta gír
Stjórn og stjórnarandstöðu hefur tek-
ist að höggva á hnútinn sem kominn
var á þingstörfin og þurfa nú að hafa
hraðar hendur til þess að komast í
sumarfrí á miðvikudag. Samkomu-
lag náðist ó fundi Halldórs Blöndal,
forseta Alþingis, með formönnum
þingflokkanna í gær og mun upphaf-
leg áætlun um þinglausnir á morgun
látin standa. Til þess að þetta mætti
verða féllust stjómarþingmenn á að
fresta afgreiðslu tveggja umdeildra
mála: Frumvarpi um að breyta Rík-
isútvarpinu í sameignarfélag og
frumvarpi til vatnalaga, sem varða
vatnsréttindi. Þá var frumvarpi um
jarðrænar auðlindir slegið á frest án
þess að vitað væri um neinn ágrein-
ing um það.
Á hinn bóginn er stefnt að því að
ljúka öðrom málum ó dagskrá, þar
á meðal frumvarpi til samkeppnis-
laga, frumvarpi um fjarskiptamál og
samgönguáætlun.
í kvöld verða svo eldhúsdagsum-
ræður á þingi og mun Ríkisútvarp-
ið koma þeim á framfæri venju
samkvæmt. Þar munu eftirtaldir
þingmenn leggja orð í belg: Guðni
Ágústsson, Siv Friðleifsdóttir og
Dagný Jónsdóttir fyrir Framsóknar-
menn; Guðjón Amar Kristjónsson,
Magnús Þór Hafsteinsson og Sig-
urjón Þórðarson fyrir Frjálslynda;
Össur Skarphéðinsson, Rannveig
Guðmundsdóttir og Jón Gunnarsson
fyrir Samfylkingu; Ambjörg Sveins-
dóttir, Bjarni Benediktsson og Sturla
Böðvarsson fyrir Sjálfstæðismenn og
Ögmundur Jónasson, Þuríður Bach-
man og Jón Bjamason fyrir Vinstri
græna.