blaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 14
þriðjudagur 10. maí 2005 i blaðið
blaðiða
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Siguröur G. Guðjónsson. Ritstjóri:
Kari Garðarsson. Auglýslngastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar:
Bæjariind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510-3700. Símbréf á fréttadeild: 510-
3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510-3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is,
auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur.
Burt með R-listann
Nú er um það bil ár þar til sveitarstjómarkosningar verða
hér á landi. Fréttir herma að R-listinn sé byrjaður að ræða
framtíð sína. Þetta em bæði merkileg tíðindi og slæm. Þau em
merkileg vegna þess tíma sem eyða á í undirbúning fyrir sveit-
arstjómarkosningamar; ekki þó málefnalegan xmdirbúning
heldur hver á að fá hvað. Meðan verða málefni borgarinnar
númer tvö eða jafnvel þrjú. Tíðindi þessi eru slæm vegna þess
að þau sýna að R-listinn stendur í raun ekki fyrir neitt annað
en að tryggja fámennri klíku völd; klíku sem í raun er komin
úr öllum tengslum við borgarbúa; klíku sem hugsar nú um það
eitt að fá að sitja í Ráðhúsinu við Tjömina fram til 2010.
Þegar R-listinn bauð sig fram síðast var Ingibjörg Sólrún í
baráttusæti listans, borgarstjóraefni, og varð borgarstjóri. R-
listinn lofaði kjósendum sínum þá að Ingibjörg Sólrún mundi
ekki hverfa úr þeim stóli. Við það loforð stóð R-listinn ekki því
í Alþingiskosningum 2003 var hún orðin forsætisráðherraefni
Samfylkingarinnar, sem Össuri Skarphéðinssyni hafði tekist
að gera að næststærsta stjómmálaflokki landsins.
R-listinn kynnti fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar til
leiks ungan lækni, Dag B. Eggertsson. Enginn vissi hvar hann
stóð í pólitík. Var helst að skilja á talsmönnum R-listans að
Dagur væri óháður, sem í stjómmálum hlýtur að þýða skoð-
analaus. Nú vill svo einkennilega til að þessi sami Dagur dúkk-
ar upp sem stuðningsmaður Ingibjargar Sólrúnar í formanns-
kjöri í Samfylkingunni. Formannskjöri sem í raun hefur staðið
yfir í tvö ár og á að ljúka 21. maí næstkomandi. Það er því
eðlilegt að þær raddir gerist æ háværari hjá almennum flokks-
mönnum í flokkunum þremur, sem að R-listanum standa, að
hver og einn þeirra bjóði fram imdir eigin merkjum og á eigin
forsendum. Reykvískir kjósendur eiga líka skýlausa kröfu á
því að þeir sem bjóða sig fram til trúnaðarstarfa í borgarstjórn
hafi einhver skýr stefnumál. Þess vegna er skorað á Framsókn-
armenn, Samfylkinguna og Vinstri græna að hætta þessu mál-
efnalausa valdasamkrulli sem R-listinn er orðinn að og bjóði
frarn undir eigin merkjum og á eigin forsendum. Hættið rugl-
inu og segið kjósendum ykkar á vormánuðum 2006 fyrir hvað
þið standið málefnalega samanborið við Sjálfstæðisflokkinn.
Auglýsingadeild 510-3744
blaöiö
Lenging fyrningar um
fjögur ár er ekki nóg!
Það er sannar-
lega gleðiefni að
frumvarp Ágústs
Ólafs Ágústsson-
ar um að afnema
fyrningu í kyn-
ferðisafbrotum
gegn börnum
hafi nú verið af-
greitt úr nefnd-
inni. Loksins fær
lýðræðið fram að
ganga og Alþingi tækifæri til að rök-
ræða málið. Nú er bara að vona að rík-
isstjórnin setji frumvarpið á dagskrá
sem fyrst.
Afgreiðsla meirihluta allsheijar-
nefndar var þó mikil vonbrigði þar
sem hann treystir sér ekki til að af-
nema fyrninguna heldur lengir frest-
inn einungis um fjögur ár. Því er ekki
að neita að það er ákveðinn sigur að
fá málið afgreitt úr nefndinni en því
miður enginn fullnaðarsigur. Það
er skref í rétta átt að fá fyminguna
lengda um fjögur ár en vegna eðli
þessara brota er það ekki nærri því
nóg. Samkvæmt ársskýrslu Stíga-
móta líður oft mjög langur tími frá
því að brot gegn barni er framið þar
til brotaþolinn er reiðubúinn að ræða
málið og leita sér aðstoðar. Rúmlega
40% þeirra sem leita sér hjálpar hjá
Stígamótum eru 30 ára eða eldri en
samkvæmt núverandi fyrningarregl-
um eru öll kynferðisafbrot gegn börn-
um fymd þegar brotaþolinn hefur náð
29 ára aldri. Þótt við hækkum þenn-
an aldur þannig að brotin fymist á
bilinu 23-33 ára þá munum við samt
sem áður halda áfram að fá fram mál
þar sem sekt hins seka hefur verið
sönnuð en hann sýknaður því brotið
hefur þá þegar verið fyrnt.
Guðrún Birna
Ingimundardóttir
m
Rúmlega
40% þeirra
sem leita sér
hjálpar hjá
Stígamótum
eru 30 ára
eða eldri
Hvað telur meirihluti allsherjar-
nefndar til alvarlegustu brota?
Stjómarmeirihlutinn í allsherjar-
nefnd útilokar þó ekki að afnema
fymingu í alvarlegustu brotunum,
en hvað þýðir það? Hvar ætla þeir að
draga mörkin? Það er nefnilega mik-
ill misskilningur að
kynferðisleg áreitni
gegn bömum felist
eingöngu í að slegið
sé á bossa barnsins.
Þessi skil á milli alvar-
leika kynferðisafbrota
í lögunum núna eru
vægast sagt mjög um-
deild. Sem dæmi má
nefna að lögin halla
mjög á kvenkyns
brotaþola þar sem
greina þarf á milli
þess hvort kynferðis-
afbrotamaðurinn hafi
farið í innri eða ytri
kynfæri stúlku. Þau
brot, þar sem ekki er farið í innri kyn-
færi stúlkubarns, teljast aðeins til
kynferðislegrar áreitni og fymast því
á aðeins fimm ámm. Eftir brejdingu
meirihluta allsheijamefndar munu
slík brot vera fymd þegar brotaþol-
inn hefur náð 23 ára aldri, burtséð
ffá lengd brotatíma, aldurs brotaþola
þegar misnotkunin átti sér stað og
svo framvegis. Vill allsheijamefnd þá
ekki telja langvarandi kynferðislega
misnotkun á ytri kynfærum stúlkna
til alvarlegustu brota?
Finnst þeim rétt að greina þarna
á milli? Þessi mismunun á meðferð
kynferðisafbrota gegn stúlkum og
drengjum er auðvitað hreint og beint
kynjamisrétti.
BanBanHnaBBBBcanaBB
Það á að telja kynferðisafbrot
gegn börnum til alvarlegustu
brota!
Hvaða brot fyrnast og fymast ekki
byggist ekki á einhverju óffávíkjan-
legu lögmáli heldur er þetta spurn-
ing um póUtíska ákvörðun
um að hafa sum brot ófyrn-
anleg. Nú þegar em mörg
brot sem ekki fymast, s.s.
mannrán, manndráp, ítrek-
uð rán, landráð, brot gegn
stjómskipan ríkisins og
hryðjuverk. Þess má geta
að lögum um fymingu var
breytt árið 1982 en fyrir
þann tíma voru ófymanleg
brot mun fleiri. Það er því
eingöngu pólitísk ákvörðun
hvort kynferðisafbrot gegn
börnum séu metin til alvar-
legustu brota eða ekki.
Nú til dags er talið að
nær fimmta hvert bam ver-
ið fyrir kynferðislegri misnotkun.
Þetta er eitt stærsta þjóðfélagsmein
okkar tíma og verður að uppræta. Til
þess verður að eiga sér stað vakning
löggjafa og fagstétta á alvarleika og
sérstöðu þessara brota. Við verðum
að senda skýr skilaboð út í samfélag-
ið um að kynferðisafbrot gegn böm-
um séu ekki Uðin. Sagan sýnir okkur
að oft breytist hugarfar ekki fyrr en í
kjölfar lagasetningar. Með því að af-
nema fymingu í kynferðisafbrotum
gegn bömum sýnum við með skýr-
um hætti hversu alvarlegum augum
við lítum þessi brot og viðurkennum
þessi brot í flokki með allra alvarleg-
ustu brotum.
Höfundur er nemi i félagsráðgjöf HÍ
og i stjórn Ungra Jafnaðarmanna.
Strætó sf.
= www.bus.is
Nýtt farþegafjandsamlegt leiðakerfi 12. júní nk.
Herdis Helgadóttir, mannfræðingur
Strætisvagnar Reykjavíkurborgar
eiga 72 ára afmæli á þessu ári. Þeim
áfanga fagna ráðamenn höf-
uðborgarsvæðisins sem sitja
í stjóm Strætó sf. með því að
gjörbylta leiðakerfinu með
flötum niðurskurði svo vart
stendur steinn yfir steini.
Nú er fokið í flest skjól hjá
farþegum eins og mér sem
ferðast hef með þeim frá
upphafi aksturs þeirra árið
1933.
Strætisvagnar Reykjavík-
ur urðu fyrir nokkmm ámm
að Strætó sf.- bus.is, sam-
eignarfélagi Reykjavíkur-
borgar, Ilafnarfj arðarbæj ar,
Garðabæjar, Kópavogsbæj-
ar, Seltjamarnesbæjar og
Mosfellsbæjar. Akstursleið-
ir em 32 og verða það til 12.
júm' nk. Farþegar em flestir ánægð-
ir með núverandi kerfi þótt margir
vildu að styttra væri á milli ferða og
að ekið yrði eftir kl. 19 á kvöldin eins
og á daginn. Sama má segja um akst-
urinn um helgar.
í nýju áætluninni fækkar aksturs-
leiðum í 19, eins og sjá má á vefslóð
bus.is (businn í skólanum), allar hrað-
ferðir falla niður og miklar breyting-
ar em á öllum leiðum sem draga mjög
úr þjónustu við farþega. Flestir vagn-
ar í Reykjavík eiga nú að fara fram
og aftur sömu leiðina, aðalþunginn
verður á Garðastræti, Miklubraut að
Kringlu og inn og niður Hverfisgötu
að miðstöðinni á Hlemmi. Miðstöð-
in við Lækjartorg
verður líklega að
venjulegri biðstöð,
sem og þær í Árbæ
og Mjódd.
Haldnir voru
hverfafundirífyrra-
vor, t.d. í Gerðu-
bergi, til að kynna
nýjungarnar. Við
fundargestir, íbú-
ar Fella-, Hóla- og
Bakkahverfa, mót-
mæltum því að
vagnarnir hættu
að aka eftir Vestur-
bergi, fæm aðeins
Austurhergið, að
hringtorgi við Asp-
arfell og snem þar
við. Einnig að vagninn okkar, sem
verður nr. 4, gengi ekki um Hólahverf-
ið eins og leið 12 gerir nú. Hólahúar
eiga að flengjast niður Selin í nýrri
tólfu sem kemur úr Árbæ, fer í Mjódd
og að Hlemmi. Þá lögðum við til að
900 metra gönguleið frá biðstöð í Foss-
vogskirkju og -garð yrði stytt. Ekki
var hlustað á ábendingar okkar og
því spyr sá sem ekki veit hvort fund-
imir hafi aðeins verið til að sýnast?
Fækka á biðstöðvum og hafa yfirleitt
u.þ.b. 400-500 metra gönguleiðir að
þeim. Nú syrtir verulega í álinn hjá
þeim sem em haltir eða ekki færir
um langar göngur. Stöðug fiölgun lág-
launafólks, öryrkja og eftirlaunafólks
í landi þar sem lágmarsklaun eru
103 þús. kr. á mánuði leiðir til þess
að þeim fjölgar sem ekki geta keypt
og rekið bíl. Ekki er heldur hugsað
um börn og unghnga að 17 ára aldri
sem oft þurfa að sækja skóla langar
leiðir.
Mér finnst mælirinn vera fullur.
Þeir sem skipulögðu þetta kerfi hafa
greinilega fæstir þurft að nota strætó
um dagana. Þeir hafa líka í engu
horft til þess hvað gert er í stórborg-
um Evrópu til að draga úr notkun og
mengun einkabílsins með vel skipu-
lögðum strætisvagnaleiðum þar sem
vagnar ganga alla daga á 10 mínútna
fresti. I London ætlaði borgarstjórn
að minnka tapreksturinn fyrir nokkr-
um árum og lét vagnana ganga á 20
mínútna fresti. Þetta varð til þess
að farþegar hurfu eins og dögg fyrir
sólu, enda höfðu þeir val á góðu neð-
anjarðarlestarkerfi. Borgarstjómin
neyddist til að láta vagn-
ana aka aftur eins og
áður, þ.e. á 10 mínútna
ffesti, og farþegar fylltu
bílana á ný.
Stjóm þessa félags,
Strætó sf., virðir í engu
samfélagsskyldur sínar
og talar í sífellu um tap-
rekstur. Aldrei er rætt
um taprekstur þegar kem-
ur að árlegum menningar-
vikum, menningarhátíð-
um og menninganóttum í
Reykjavík og umræddum
bæjarfélögum. Dýrmæt
og stórkostleg hlýtur sú
menning að vera sem tek-
in er fr am yfir nauðþurft-
ir fólks/skattborgara
sem því miður eiga ekki
í annað hús að venda en
strætó til að komast leið-
ar sinnar.
Þetta athæfi mun ekki auka vin-
sældir R-listans eða fulltrúanna í
stjórn sf. félagsins hjá hinum bæjun-
um í næstu kosningum að ári. Ef til
viO væri vænlegast fyrir okkur að
stofna hoUvinasamtök um Strætó sf.
til að koma í veg fyrir að stofhunin
verði lögð niður í næstu atrennu þess-
arar stjómar. Ég hvet alla sem hafa
aðgang að tölvu til að kynna sér nýju
áætlunina á netinu og láta í sér heyra
á útvarpsstöðvum og skrifa í blöðin.
Mér finnst
mælirinn vera
fullur. Þeir sem
skipulögðu
þetta kerfi
hafa greinilega
fæstir þurft að
nota strætó
um dagana.