blaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 2
2 innlent þriðjudagur, 10. maí 2005 I blaðið Georg W. Bush og þorskastríðin Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hitti þá Vladímír Pútín Rússlands- forseta og George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, í gærmorgim, að lok- inni minningarathöfn á Rauða torg- inu í Moskvu. Þar var þess minnst að 60 ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyijaldarinnar. Þeir Halldór og Bush spjölluðu saman um þorska- stríðin sem Bush hafði mikinn áhuga á. Bandaríkjaforseti flaug yfir ísland á ferðalagi sínu til Evrópu og greindi Halldóri frá því að á meðan flugferð- inni stóð hefði hann verið að glugga í Ævisögu þorsksins, og lesið þar um þorskastríðin. Ennfremur hitti Hall- dór á þá Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, Jacques Chirac, forseta Frakklands og Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans. Fjöldi þjóð- arleiðtoga var viðstaddur athöfiiina og í móttöku að henni lokinni í Kreml hitti Halldór marga helstu leiðtoga heims. ■ Flugdólgar að skila sér heim Tveir flugdólganna sex, sem voru til vandræða í Kaupmannahafn- arflugi Iceland Express í síðasta mánuði, eru komnir aftur heim til landsins en fjórir eru enn ytra. Lögregla þar í landi mun hafa haft gætur á þeim, enda kom í ljós við komuna til Kastrup að dólgarnir voru með um fimm milljónir króna á sér í reiðufé, bæði í íslenskum krónum og evrum. Að sögn Almars Arnar Hilmars- sonar, framkvæmdastjóra Iceland Express, var atvikið í apríl ein- stakt vegna §ölda flugdólganna, en þeir ógnuðu bæði farþegum, flugliðum og hver öðrum meðan á fluginu stóð. „Það er alveg ljóst að við kærum okkur ekki um þessa farþega aftur.“ Hann sagði að tveimur þeirra hefði verið endur- greitt farið heim og að sér skildist að þeir væru komnir til landsins aftur eftir einhveijum öðrum leiðum. „Við höfum þegar gert ráðstafanir til þess að þjálfa flug- liða betur til þess að bregðast við svona aðstæðum, fyrst og fremst með því að tala fólk niður,“ segir Almar Örn. Guðjón Amgrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, segir að mál af þessu tagi séu sem betur fer svo fátíð að menn hafi ekki séð ástæðu til þess að grípa til sér- stakra ráðstafana vegna þeirra. „Við erum að flytja eina og hálfa milljón manns á ári en ég man í svipinn ekki eftir nema þremur svona málum hjá okkur á síðustu árum.“ Icelandair lætur lögreglu á áfangastað taka flugdólga í sína gæslu og leggur fram kæru. Vilji þeir ferðast aftur til baka fá þeir það ekki nema í lögreglufylgd. „Við erum ekki með neina svarta lista. Okkar afstaða er sú að láta þar til bær yfirvöld annast svona vandræðamál." Stórfelld fækkun strætóleiða Akstursleiðum í áætlun Strætó fækkar úr 32 í 19 um miðjan júní. Farþegar eru misánægðir með þessa ráðstöfun, eins og lesa má í grein eftir Herdísi Helgadóttur sem birtist í blaðinu í dag. Hún vitnar í reynslu Lundúnabúa þar sem ferðum strætisvagna var fækk- að í spamaðarskyni en afleiðingin varð sú að fólk sneri sér að öðrum samgöngumáta. Sjá bls. 14. www.Milljon.com Einföld netviðskipti fyrir alla. Gríðarlegir tekjumöguleikar. Skoðaðu afar góða kynning- armynd á www.Milljon.com hefur ekkert gerst. Eldri borgarar hafa beðið eftir bréfi frá ráðamönn- um - bréfi sem ekki hefur enn borist. Ekki er enn búið að skipa í nefndina en nú á að þrýsta á um að eitthvað verði gert. Þungt hljóð er í mönnum á landsfundinum og ekki laust við að gremju gæti í garð stjómvalda. Vilja annað ráðuneyti Eldri borgar telja að málum þeirra verði betur komið fyrir hjá Félags- málaráðuneytinu en í Heilbrigðis- ráðuneytinu og vom þessi mál rædd á fundinum. Félagsmálaráðherra flutti ávarp þar sem hann tók vel í þessar hugmyndir. Ólafur Ólafsson bendir á að í flestum öðrum löndum hafi þessi málaflokkur verið færður undir Félagsmálaráðuneyti, enda sé slíkt eðlilegt. Landsfundinum lýkur í dag. ■ o Heiðskírt (3 Léttskýjaö ^ Skýjað Alskýjað \^/ Rigning, Iftllsháttar Slydda ^ Snjókoma * Slydduél Snjóél Þunpt hljóð í eldri borgurum Amsterdam 9 Barcelona 19 Berlín 10 Chicago 16 Frankfurt 11 Hamborg 8 Helsinki 11 Kaupmannahöfn 8 London 12 Madrid 26 Mallorka 20 Montreal 16 New York 14 Orlando 21 Osló 7 Paris 14 Stokkhólmur 13 Þórshöfn 5 Vín 9 Algarve 21 Dublln 10 Glasgow 9 5'/// I Veðurhorfur í dag Veðursíminn Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands Ámorgun 0 . 6° Kaupmáttur um 11 þúsund eldri borgara, eða um þriðj- ungs þeirra, hefur lækkað um rúm þijú prósent á síð- ustu 17 árum. Hér er um að ræða fólk sem fær greitt úr almannatryggingum og líf- eyrissjóðum. Þetta segir Ól- afur Ölafsson, fyrrverandi formaður Félags eldri borg- ara, en landsþing félagsins fer nú fram í Reykjavík. „Kaupmáttur þriðjungs eldri borg- ara sem er með 110 þúsund krónur eða minna í framfærslutekjur mun hækka um tæp 10% á tímabilinu frá 1995 fram til ársins 2007, en spáð er allt að 55% hækkun hjá öðrum borgurum á sama tíma,“ segir Ólafur. Eldri borgarar setja ffarn þá kröfu að kaupmáttur þeirra fylgi launavísitölu. Fulltrúar þeirra funduðu með stjómvöldum fyrir tveimur mánuðum um stöðu mála og var þá ákveðið að stofna nefnd til að fara yfir málin. Þá hafði ekki verið talað við eldri borg- ara í um tvö ár, að sögn Ólafs. Síðan M------- Kaupmátt- ur eldri borgara mun enn rýrna Tilbúin bútasaumsteppi í miklu úrvali. Einnig húsgögn og gjafavörur. 1/II?ICA HÚSgÖgf Mörkin 3, I I sfmi 568 7477 www.virka.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.