blaðið - 25.07.2005, Síða 2

blaðið - 25.07.2005, Síða 2
2 I ÍNNLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2005 blaðiö Olíumótmæli í skot- gröfunum Atvinnubflstjórar hafa ákveðið að mótmæla breytingu á verði díselolíu, sem tvöfaldaðist um síðustu mánaðamót. Þeir hafa lýst því yfir að þeir hyggist loka aðalumferðaræðum út úr Reykjavík á fimmtudag eða föstudag þegar umferð er hvað þyngst. Þó gefa þeir ekkert upp um nákvæma tímasetningu aðgerðanna eða hvernig þær munu fara fram. Lögreglan í Reykjavík segist vita af málinu og hyggst beita varnaraðgerðum gegn mótmælunum en gefur ekkert út um hverjar þær verða. Því má segja að málið sé komið í skotgrafirnar þar sem báðir aðilar skipuleggja næsta skref. Tryggja þarf umferð neyðarbíla Lögreglan tekur fram að tryggja þurfa óhefta umferð fyrir sjúkralið, slökkviliðs og lögreglu. Fyrirhugaðar aðgerðir bílstjóranna brjóti á bága við umferðalög en þar er tilgreint að með öllu sé óheimilt sé að tefja umferð eða skapa vegfarendum óþægindi eða hættu að óþarfa. Þó hafa bílstjórar áður gripið til þessara ráða en þeir hægðu mjög svo á umferð í Artúnsbrekku fyrir nokkrum misserum svo röðin náði að gatnamótum Miklubrautar, Snorrabrautar, Bústaðavegs og Hringbrautar. Fjör á Frönskum dögum Ibúafjöldi á Fáskrúðsfirði tvöfaldað- ist á Frönskum dögum nú um helg- ina þar sem fólk á öllum aldri kom saman til að skemmta sér. Skipulögð dagskrá hófst á fimmtudagskvöld og lauk á sunnudag. Skipuleggjend- ur hátíðarinnar eru hæstánægðir með góða aðsókn og segja hátíðina hafa farið vel fram i alla staði þrátt fyrir mikinn fólksfjölda. Líkt og áð- ur skapaðist mikil stemmning í bæn- um þar sem allir lögðust á eitt við að gera hátíðina ógleymanlega þeim sem hennar nutu. ■ Kæstur hákarl Mesta óæti í heimi Ofurkokkurinn Anthony Bourdain telur íslenskan kæstan hákarl mesta óæti sem finna má í byggðu bóli. Sá dómur er upp kveðinn að vandlega yfirveguðu máli því Bourdain hefur ferðast vítt og breitt um heiminn við gerð nýrrar þáttaraðar, No Reservations, þar sem sameinað- ur er ferðaáhugi og matarást. „Kæsti hákarlinn er það lang- versta sem ég hef nokkru sinni látið inn fyrir varirnar“, segir Bourdain. „Ef gæluskjaldbakan þín dræpist og þú myndir bíða í 30 ár með að éta hana þá myndirðu finna um það bil sömu áferð.“ Bourdain er þó síður en svo gagnrýninn á íslenska matar- gerðarlist. „Maturinn á Islandi er hreint afbragð en þeir eiga það til að velta sér upp úr matnum sem þeir þurftu að éta þegar það var ekkert í matinn", segir Bourdain og telur að þorrablótin séu eins konar manndómsvígsla fyrir Islendinga. Hér á landi hélt Bourdain til á veitingastaðnum Vox. Bourdain hefur þegar lokið tökum í París, Nýja Sjálandi, Malasíu, Víetnam, Borneó og Bandaríkjunum auk Islands. Þáttaröðin hefur göngu sína á Travel Channel í dag. ■ £ Læknar fást ekki til starfa á taugadeild Skortur á taugalœknum stendur heilbrigðisþjónustu fyrir þrifum, en mikið starfsálag á taugadeild er aðalástœða þess að hceftfólk hikar við að sœkja um laus störf. Ástandið er erfitt að öllujöfnu en á sumrin getur það orðið óþolandi. loftkœhng Veró fré 49.900 án vsíL ÍS-hÚSÍð 566 6000 Heilbrigðiskerfið á í erfiðleikum með að sinna þeim sem þurfa á hjálp taugalækna að halda. „Við erum að glíma við mikinn skort á læknum og sjáum ekki með nokkru móti fyrir endann á því. Það slæma er að fólk upplifi álagið svo mikið að það er tregt til þess að ráða sig hérna. Við höfum auglýst en fengið fáa umsækjendur, jafnvel fólk sem ætti samkvæmt öllu að sækja um treystir sér ekki til þess þar sem það telur vinnuálagið of mikið“, segir Elías Ólafsson, yfirlæknir á taugadeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss. Stór sjúklingahópur „Það er engin spurning um að þessu þarf að kippa í liðinn', segir Elías. „Hér er margt fólk sem þyrfti að eiga mildu greiðari aðgang að taugalæknum. Þörfin er mikil, það er margt fólk sem fær slag, margt fólk með parkinssonsjúkdóminn, MS og flogaveiki. Svo ekki sé minnst á fólkið með langvarandi höfuðverki og migreni og slíkt. Þetta eru stórir sjúklingahópar sem vilja og þurfa að geta leitað til taugalækna." 99.................... Fólk upplifir álagið svo mikið að það er tregt til þess að ráða sig SigurbjörgÁrmannsdóttir.formaður MS-félagsins, er sama sinnis og segir að það geti reynst læknum erfitt að koma sjúklingum sinum í meðferð. Þá höfðu þeir sjúklingar sem Blaðið talaði við sömu sögu að segja, að gífurlega erfitt væri að fá tíma hjá taugalæknum, og þá sérstaklega á sumrin. Kári létti undir Það vakti athygli í fréttum síðustu viku þegar Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfðagreiningar, dró fram læknasloppinn til þess að taka nokkrar vaktir á taugadeildinni. Elías segirþað hafa verið nauðsynlegt til þess að létta undir, þó að það væri ekki nema til fjögurra daga. Þá er von á öðrum manni erlendis frá til þess að standa vaktina þessa vikuna og hjálpa til meðan álagið er mikið. „Flestir vilja fara í sumarfrí þessa dagana og þá er afar þunnskipað hér á deildinni.“ Vaxandi vandamál Sumir sjúklingarnir komast ekki neitt þar sem læknarnir eru alltof fáir. Elías segir þetta vaxandi vandamál. „Við erum að mörgu leyti verr sett með þetta en fyrir fimmtán árum síðan. Þjóðin stækkar og eldist þannig að þeir hópar sem fá þessa sjúkdóma fara stækkandi." Innifalið í verði: Flug, 4 stjörnu hótel m/morgunmat, akstur til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn og skattar. Verð 49.900 kr. Ferðin er frá 12.-16. október Tallinn hefur breyst í nútímaborg með alþjóðlegu yfirbragði á sfðustu 10 árum. Þrátt fyrir það eru ibúarnir stoltastir af gamla bæjarhlutanum. Þar eru götur steini lagðar og við þær standa vel varðveittar stórkostlegar byggingarfrá 11-15 öld. Þá setja markaðirnir mikinn svip á borgina. Tallinn hefur verið bætt við á heimslista UNESCO sem ein best varðveitta miðaldarborg N-Evrópu. Menningarllf 1 Talllinn stendur með miklum blóma og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. í Tallinn er hægt að gera góð kaup. Þar er ódýrt að versla og matur á veitingahúsum er ódýr. Þá er, næturlifið fjörugt, barir, skemmtistaðir og kaffihús á hverju götuhorni. Tallinn er borg sem fangar, borg sem skilur eitthvað eftir, löngu eftir að komið er heim. Spennandi skoðunarferðir I boði með fslenskri fararstjórn Trans-Atlantic Sími 5888900 www.transatlantic.is O Heiískirt 0LémkfiaS ^ Skýjað Q Alskýjaö /f Rigning,titilsháttar '// Rigning Súld SnJSkoma Slydda \jj Snjóél Skúr Amsterdam 19 Barcelona 28 Beriín 18 Chicago 26 Frankfurt 23 Hamborg 19 Helsinki 19 Kaupmannahöfn 20 London 18 Madríd 31 Maliorka 29 Montreai 19 New York 27 Orlando 26 Osló 15 Paris 22 Stokkhólmur 19 Þórshöfn 11 Vín 25 Algarve 24 Dublin 16 Glasgow 15 r'lo° ii° % 8°' 13° 12^ 13 0 0^012“ Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands 150 0 10° I morgun 8° 14°®

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.