blaðið - 25.07.2005, Síða 12
12 I TÓMSTUNDIR
MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2005 blaöiö
Námskeið fyrir
óreyndar gœsaskyttur
Fjömargir skotveiðimenn stunduðu
áður fyrr einungis rjúpnaveiðar og
litu ekki við öðrum veiðum. Eftir að
rjúpnaveiðibannið var sett á breytt-
ist viðhorf margra þessara einstak-
linga og í stað þess að fara ekki á
veiðar var nú arkað af stað að hausti
- nú skyldi skjóta gæs. Vandinn er
hinsvegar sá að rjúpnaveiðar og gæsa-
veiðar eru álika líkar og hvalveiðar
og þorskveiðar. Það er fjölmargt við
gæsaveiðar sem huga þarf að, svo
sem hvert gæsir koma, á hvaða tíma,
í hvað þær sækja, hvað þær forðast
og fleira. Það þarf að læra að stilla
upp gervigæsum, blása í gæsaflautu
og síðast en ekki síst hvernig koma
eigi í veg fyrir að fuglinn verði var
við veðimanninn. Fyrir rjúpnaskytt-
ur eða aðra sem ætla á gæsaveiðar í
fyrsta skipti er ómetanlegt að hafa
aðgang að manni sem þekkir þessa
hluti.
Námskeið í haust
Fyrir einstakling sem ekki þekk-
ir gæsaskyttu persónulega hefur
verið erfitt að fá fræðslu í gæsaveið-
um. Það er hinsvegar liðin tið því
veiðimaðurinn góðkunni Róbert
Schmidt, hjá Útivist og veiði, hefur
nú ákveðið að bjóða upp á gæsaveiði-
námskeið í haust.
„Byrjendur get nú skráð sig á þetta
námskeið, meðal annars í gegnum
verslunina, og lært að útbúa sig
almennilega, velja réttu veiðistað-
ina, stilla gervigæsunum rétt upp
og fylgjast með flugi gæsanna í
fyrstu morgunskímunni“, segir
Róbert. Hann segir að námskeiðið
sé tvískipt. í fyrri hlutanum verði
munnleg fræðsla um útbúnað, svo
sem felufatnað, felubirgi, gervigæsir,
flautur og fleira.
Byrjendur komast á veiðar
Seinni hluti námskeiðsins er hins
vegar verkleg kennsla.
„Farið verður á gott gæsaveiðiland
á veiðar. Þá erum við komnir í alvör-
una og þá er um að gera að fylgjast
með. Þeir sem hafa gilt skotvopna-
leyfi og veiðikort mega veiða í ferð-
inni en hinir sem eiga það eftir fylgj-
ast einfaldlega með og læra. Veitt
verður frá fyrstu morgunskímu og
eitthvað fram eftir morgni undir
strangri leiðsögn. Ég legg sérstaka
áherslu á að þátttakendur veiði sér
til matar og veiði í hófi", segir Ró-
bert. ■
Magnveiðar heyra
vonandi sögunni til
Magnveiðar heyra vonandi sögunni
Klukkan er sjö að morgni á falleg-
Líklega hafa helstu áhrif rjúpnaveiði-
bannsins margfræga verið viðhorfsbreyt-
ing veiðimanna og almennings
um haustdegi seint í ágúst. Það
blaktir ekki hár á höfði, sólin er rétt
að koma upp og enginn er á ferðinni
- kyrrðin er alger. Þessi dásamlega
morgunkyrrð er skyndilega rofin
af háværu gargi í einmana gæs og
á augnabliki er stemmningin gjör-
breytt.
Eða þá - klukkan er tíu á falleg-
um vetrardegi í nóvember. Snjórinn
brakar undir gönguskónum og þrátt
fyrir að frostið sé talsvert finnur
maður ekki fyrir því. Þögnin hér er
líka alger og allt í einu rofin af hópi
af rjúpum sem flögra upp rétt und-
an fótum veiðimanns.
Líklega kannast flestir veiðimenn
við þessar lýsingar, þar sem setið
er á kornakri, við vatn eða á öðru
veiðisvæði - eða arkað um hálendi
íslands og beðið eftir að bráðin láti
sjá sig.
Viðhorf til veiða gjör-
breytt á stuttum tíma
Veiðar hafa verið stundaðar á íslandi
frá því að land byggðist. Þrátt fyrir
það má segja að lengi vel hafi lítil
sem engin veiðihefð myndast hér á
landi ef frá er skilin magnveiðihefð-
in. Hver kannast ekki við að hafa
heyrt veiðimann segja stoltur frá
því þegar hann veiddi 70 rjúpur á
einum degi, 8 rjúpur í einu skoti eða
hundruði gæsa á einu hausti. Það er
sú hugsun - það viðhorf sem hefur
ríkt. Þeir sem veiða mest hljóta að
vera bestu veiðimennirnir - eða
hvað? í samtali við þann sem þessi
orð skrifar hafa fjölmargir veiði-
menn viðrað þá skoðun að viðhorf
til veiða hér á landi hafi gjörbreyst
á síðustu árum. Líklega hefur rúpna-
veiðibannið fyrir tveimur árum haft
einna mest um þetta að segja. Allt
í einu vöknuðu veiðimenn upp við
þann vonda draum og voru nokkuð
harkalega minntir á það, að villibráð
hér á landi sem og annars staðar er
takmörkuð auðlind sem ganga þarf
um af virðingu.
Þegar rjúpnaveiðar voru vinna
Lengi vel voru til að mynda rjúpna-
veiðar aðallega stundaðar af ungum
bændum sem gengu alla daga til
rjúpna og reyndu að skjóta eins mik-
ið og þeir mögulega gátu. Bráðin var
síðan söltuð í tunnur og seld úr landi.
Veiðin var þvi vinna þessara manna
og viðhorfið eftir því. Nú hafa veiði-
menn hinsvegar allt aðra nálgun á
veiðarnar. Þeim fjölgar sífellt sem
fara sjaldan á ári á veiðar og leggja
mikið upp úr að velja veiðisvæði og
veiðifélaga. Oft er mikið lagt á sig
- ferðalög milli landshluta, leigt er
húsnæði, jeppi og jafnvel veiðilend-
ur, hópurinn sem fer hefur þekkst
lengi og veiðin er aðeins lítill hluti
af mun stærri pakka. Þessir menn
veiða hóflega og nálgast bráð og nátt-
úru af meiri hógværð og virðingu en
áður þekktist. Við erum að breytast
úr þjóð magnveiðimanna í þjóð fag-
urkera. Þrátt fyrir að þessi þróun
hafi hafist löngu áður en rjúpnaveiði-
bannið margfræga var sett á fyrir
rúmum tveimur árum hjálpaði það
til við þróunina. Það eru ekki líkur
á að annað veiðibann þurfi til að ýta
enn frekar undir þessa þróun og er
það vel. ■
adalbjorn@vbl. is
Þeim fer hratt fjölgandi sem stunda skot-
veiðar sem og þeim sem einfaldlega hafa
gaman af því að skjóta í mark.
Nýtt
skotsvæði
Einhvers staðar verða
vondir að vera
Nýtt skotæfingasvæði var opnað á
Álfsnesi við Kollafjörð í síðustu viku.
Það er skotfélagið SKOTREYN sem
stendur að baki svæðinu og að sögn
Þorsteins Gunnarssonar, stjórnar-
manns hjá félaginu, mun það bæta
úr brýnni þörf.
„Fyrir er eitt slíkt æfingasvæði
á höfuðborgarsvæðinu en það er
staðsett í Hafnarfirði. Það svæði er
hinsvegar allt of lítið fyrir alla þá
sem vilja stunda þetta skemmtilega
sport” sagði Þorsteinn í samtali við
Blaðið.
Til að byrja með verður aðeins
einn æfingavöllur opinn fyrir leir-
dúfuskyttirí en í framtíðinni er
stefnt að því að hafa alls fjóra slíka
velli á svæðinu. Til viðbótar mun
Skotfélag Reykjavíkur opna æfinga-
svæði fyrir riffilskyttur við hliðina
þannig að í framtíðinni má gera ráð
fyrir að þarna verði fyrsta flokks æf-
ingasvæði fyrir skotveiðimenn og
aðra sem áhuga hafa á skyttiríi.
Erfitt að fá svæði
Lengi hefur verið leitað að heppilegu
svæði fyrir slíkt æfingasvæði en illa
gengið. Ástæðan er að mikill hávaði
fylgir augljóslega þessari tómstunda-
iðju og því hafa menn verið tregir til
að setja niður slík æfingasvæði í ná-
grenni við byggð. Þorsteinn segist
hinsvegar vera himinlifandi með
staðsetningu svæðisins í dag og að
nú skuli vera komið framtíðarsvæði
fyrir þá sem stunda þetta sport.
„Já, einhvers staðar verða vondir
að vera og þarna munum við byggja
upp aðstöðu til framtíðar. Þetta er
því komið til að vera sem er að sjálf-
sögðu mikið gleðiefni fyrir iðkend-
ur þessarar íþróttar.” ■
J
Gœsaveiðar
hefjast
20. ágúst
Gæsaveiðar hefjast 20. ágúst og má
veiða tvær tegundir gæsa hér á landi
frá þeim tíma, þ.e. grágæs og heiða-
gæs. Tvær aðrar tegundir gæsa, þ.e.
blesgæs og helsingja, má hinsvegar
veiða frá 1. september. Þessar tvær
tegundir koma úr talsvert minni
stofnum en grágæs og heiðargæs.
Þess vegna er minna af þeim sem
aftur er ástæðan fyrir því að veiðar
hefjast seinna. ■