blaðið - 25.07.2005, Page 28

blaðið - 25.07.2005, Page 28
28 I DAGSKRÁ MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2005 blaðið ■ Stutt spjall: Hildur Helga Sigurðardóttir Hildur Helga er fjölmiðlakona og er með þátt á Utvarpi Sögu alla virka, nema miðvikudaga, milli kl. 15-17. Hvernig hefurðu það í dag? ,Ég hef það bara fínt, er einmitt á leið í vinn- una á Útvarpi Sögu." Hvað hefurðu unnið í fjölmiðlum lengi? ,Ég hóf störf sem blaðamaður á Morgunblað- inu árið 1980 og hef mestmegnis starfað við fjölmiðla síðan. Ég varfréttaritari RÚV í Bret- landi í átta ár og vann jöfnum höndum fyrir fréttastofur Útvarps og Sjónvarps og Rás 2. Árið 1996var ég ritstjórnarfulltrúi á Degi-Tím- anum og svo hófst sjónvarpstíminn aftur hjá mér með þættinum„Þetta helst." Síðan var ég ráðin kynningarstjóri Listasafns íslands í eitt ár og er það eina fasta staðan sem ég hef gegnt sem var ekki bein fjölmiðlastaða. Undanfarið hef ég mest starfað sjálfstætt og mikið við útvarp, stjórnaði meðal annars þættinum I vikulokin á RÚV í fyrrasumar og var svo með minn eigin þátt, Púlsinn á föstudögum á RÚV í vetur sem leið. Svo er ég fréttaritari breska blaðsinsTheTimes á íslandi og skrifa oft fyrir þá sem og Sunday Times og fleiri. Auk þess hef ég verið með alls konar greinar og fasta útvarpspistla til dæm- is í Speglinum og Samfélaginu í nærmynd. Nú er ég semsagt nýbyrjuð á Útvarpi Sögu." Kom eitthvað þér á óvart þegar þú byrjað- ir f útvarpi? „Já, það er alltaf stórt stökk að skipta um miðil. Mér fannst til að mynda hræðilega óþægi- legt að hlusta á röddina í sjálfri mér til að byrja með og svo fannst mér útvarpið miklu yfirborðskenndari miðill en blaðið enda um mun knappari stíl að ræða, sérstaklega í fréttum. Þetta tók þó fljótt af þegar ég fór að gera mér grein fyrir því hvað útvarpið er skemmtilegur miðill og býður upp á mikla möguleika." ■ Eitthvað fyrir.. Skjár í - Center of the Universe - kl. 20.00 Nýjir, sprenghlægilegir gamanþætt- ir um hjónin John og Kate sem hafa verið gift í 20 ár og eru enn yfir sig ástfangin. Líf þeirra væri vísast full- komið ef nánustu fjölskyldumeðlimir væru með allar skrúfurnar í hausnum en afinn er með kynlíf á heilanum og amman kemur í heimsókn i tíma og ótíma til að tryggja að barnabarnið fái nóg að borða. Frændfólkið er hreint út sagt ferlegt og einkasonurinn virðist samviskusamlega ætla að tileinka sér alla helstu galla ættarinnar. Með aðal- hlutverk fara John Goodman, Olympia Dukakis og Jean Smart. ...stærðfræðinga Rúv - Eiginkona Einsteins - kl. 20.15 E = mc2 er sennilega mikilvægasta jafna eðlisfræðinnar og hugsanlega aðalástæða þess að Albert Einstein er enn virtur og dáður. En átti hann einn heiðurinn að jöfnunni? Júgóslav- inn Mileva Maric var framúrskarandi stærðfræðingur sem var ástkona og síðar eiginkona hins heimsfræga snillings. í heimildarmyndinni sem Sjón- varpið sýnir í kvöld er meðal annars vitnað í ástarbréf þeirra Alberts og Milevu þar sem minnst er á vísindasamstarf þeirra en um leið og töfrajafnan var opinberuð var sem Mileva væri ekki lengur til. Vesturlandabúar höfðu fyrst spurnir af Mileva Maric þegar júgóslavnesk ævisaga hennar var þýdd á þýsku árið 1983 og um 1990 fóru að birtast getgátur um að vísindaafrek þau, sem Einstein eru eignuð, hafi í raun verið afrakstur samstarfs þeirra hjóna. Enginn botn hefur fengist í þá umræðu, að hluta til vegna þess að svo virðist sem ritari Einsteins um 20 ára skeið hafi eyðilagt öll skjöl sem varpað gætu skugga á minningu hans eftir dauða hans árið 1953. Áhugasömum er einnig bent á vefslóðina www.pbs.org/opb/einsteinswife/. ...fréttafíkla Stöð 2 - The Enforcers: Inside the D.E - kl.21.55 (Fíkniefnalögreglan) Fréttaskýringaþáttur um baráttu bandarískra yfirvalda við eiturlyfja- smyglara og dópsala. Heróín, kóka- ín og önnur efni hafa löngum verið aðgengileg þrátt fyrir öflugt eftirlit. Forráðamenn lögreglunnar eru samt hvergi bangnir og segja að í þessu stríði muni þeir aldrei gefast upp. Hvernig tónlist hlustarðu helst á? „Ég er næstum því alæta á tónlist, hlusta á allar tegundir. Nema helst ekki kántrý sem mér finnst oft óttalegt holtaþokuvæl - nema náttúrulega Patsy Cline, mér finnst hún æðisleg." Er gaman aö vinna í útvarpi? „Já, verulega. Þar gerast hlutirnir oft hratt og beint og það á vel við mig. Annars á ég það til að liggja dálftið yfir hlutunum en í útvarpi gefst sjaldan tími til þess." Hefur margt breyst síðan þú byrjaðir að vinna í útvarpi? „Tækninni hefur að sjálfsögðu fleygt fram en eðli miðilsins er samt hið sama. Hins vegar er auðvitað munur á því að vinna á stórri stöð eins og Ríkisútvarpinu og lítilli á borð við Útvarp Sögu. Mér finnst það holl og skemmtileg tilbreyting. Á Sögu er ekki þessi mikla yfir- og undirbygging sem ein- kennir stóra stofnun eins og RÚV. Hér er allt mjög„spontant", mikill hraði og rífandi góð stemmning, enda bráðskemmtilegt og gott fólk á staðnum." Hvað er framundan í þættinum þínum? Þátturinn er sfbreytilegur, alltaf í mótun og verður örugglega áfram því nýjar hugmyndir eru alltaf að skjóta upp kollinum. Ég legg áherslu á að vera með góða gesti og taka á málefnum líðandi stundar, reyni að fræða og skemmta jöfnum höndum. Gústaf Níelsson, sagnfræðingur og dagskrárgerðarmaður á Sögu, kemur í þáttinn til mín þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 16 og 17 og við ræðum málin. Það er oftast mikið fjör hjá okkur Gúst- af og hlustendur láta svo sannarlega ekki sitt eftir liggja þannig að þarna verða oft afar hressileg skoðanaskipti." 6:00-13:00 M 06.58 fsland < bítiS 09.00 Bold and the Beautiful (Glæstar vonir) 09.20 f fínu formi (þolfimi) 09.35 Óprah Winfrey (Memorable Guests:The Dram atic Follow-Ups) 10.20 fsland f bítið 12.20 Neighbours (Nágrannar) 12.45 ifínu formi (þolfimi) 0 13:00-18:30 13.30HMísundi Bein útsending frá keppni f undanrásum í Montreal. 16.25 Meistaramót fslands í frjálsum íþróttum 16.50 Fótboltakvöld Endursýndur þátturfrá sunnudagskvöldi. 17.05 Leiðarljós (Guiding Light) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Myndasafnið; Gurra grís, Kóalabræður, Pósturinn Páll 13.00 Perfect Strangers (98:150) (Úr bæ í borg) 13.25 Spln the Bottle (Flöskustútur) 15.15ThirdWatch (15:22) (Næturvaktin 6) 16.00 Barnatími Stöðvar 2 17.53 Neighbours (Nágrannar) 18.18 íslandfdag 18.00 Cheers 18:30-21:00 18.30 Astfangnar stelpur (1:13) (Girls in Love) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljósið 19.55 Átta einfaldar reglur (45:52) (8 Simple Rules) 20.15 Eiginkona Einsteins (Einstein's Wife) 18.30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 fslandídag 19.35 Simpsons (Simpsonfjölskyldan 7) 20.00 Extreme Makeover - Home Edition (6:14) (Hús í andlitslyftingu) 20.45 JamieOiiver (Oliver'sTwist) (16:26) (Kokkur án klæða) 18.30 Tremors(e) 19.15 Þakyfir höfuðið (e) 19.30 Lessthan Perfect (e) 20.00 Center of the Universe - NÝTTl 20.50 Þakyfirhöfuðið Hvað á að gera skemmtilegt í sumar? „Ég er nú nýkomin úr frábærri þriggja vikna fróðleiks og skemmtiferð um gjörvallt Grikk- land sem ég fór f með ellefu ára syni mfnum, Óðni Páli, undir leiðsögn Sigurðar A. Magn- ússonar, rithöfundar. Það er því mestmegnis vinna framundan í bili en vonandi kemst ég eitthvað út á land í ágúst." g SIRKUS 18.30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 islenskl listinn 19.30 Friends (20:24) (FRIENDS 1) 20.00 Friends (21:24) (FRIENDS 1) 20.30 American Dad (5:13) (Roger Codger) 18.30 Gillette-sportpakkinn 19.00 Motorworld 19.30 World Supercross (Angel Stadium) 20.30 fslandsmótið i golfi 2005 06.25 City Slickers (Fjörkálfar) 08.15 Good Morning Vietnam (Góðan dag, Vietnam) 12.00The Big One (Stórlaxar) 14.00 CitySlickers (Fjörkálfar) Ævintýralegur vestri á léttum nótum. 16.00 Good Morning Vietnam (Góðandag,Vietnam) 18.00StuartLittle2 (Stúart litli 2) ■ 20.00 TheAbyss (Hyldýpið) Magnþrungin spennumynd sem gerist í undirdjúpunum. Nokkrir færir frístundakafar ar eru tilneyddir til að vinna hættulegt sér verkefni fyrir bandaríska flotann. Maltin gef ur þrjár stjörnur. Aðalhlutverk: Ed Harris, Michael Biehn, Mary Elizabeth Mastrantonio. Leikstjóri: James Cameron. Bönnuð börnum. ■ Hvernig finnst þér innlend dagskrárgerð á Sirkus? Bragi Þór Hinriksson ,Mér finnst hún frábær. Hún er bæði frumleg og skemmti- leg.“ Áslaug Alfreðsdóttir „Ég hef ekki aðgang að Sir- kus.“ Margrét Viðarsdóttir Ég horfi ekki á Sirkus. Ég vil það bara ekki.“ Lilja Hjálmarsdóttir „Ég hef frekar lítið horft á Sir- kus en mér finnst hún allt í lagi.“ Inga Magnúsdóttir „Ég hef voðalega lítið horft á hana en mér líst vel á þetta. Sirkus er góð viðbót.“ Bjarki Vilmarsson „Alveg ágæt en ég horfi lítið á sjónvarp á sumrin.“

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.