blaðið - 25.07.2005, Page 29
blaöið MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2005
DAGSKRÁ I 29
■ Fjölmiðlar
Hlutverkaskipti
Ingvi Hrafn Jónsson, núverandi
Baugsmiðlungur, var í viðtali við
Fréttablaðið sl. miðvikudag. Þeir
sem muna eftir þátttöku Hrafnsins
i umræðu um fjölmiðlafrumvarpið
á síðasta ári minnast þess að Ingvi
Hrafn taldi í það minnsta Fréttablað-
inu og DV handstýrt af Gunnari
Smára Egilssyni í þágu Baugs. Ingvi
Hrafn taldi Gunnar Smára jafnframt
vera einhverja ógeðfelldustu mann-
veru sem til væri i blaðamannastétt-
inni á íslandi. Samkvæmt viðtalinu
í Fréttablaðinu hefur Ingvi Hrafn nú
kynnst nýrri hlið á Gunnari Smára
og segir hann betri „businessmann"
en blaðamann. Gunnar Smári reki
Fréttablaðið með hagnaði til þess
m.a. að bera uppi milljóna tap á
Talstöðinni, þar sem Ingvi Hrafn
vinnur. Fínn „business“ það fyrir
Ingva Hraf, sem hefur þá fengið
smá skerf af Baugssilfrinu sem
hann taldi nánast af hinu illa meðan
hann átti í samkeppni við fjölmiðla
Norðurljósa árið 2004. En svona er
Ingvi Hrafn bara. Hagar seglum eft-
ir vindi. Vindhani fullur af sleggju-
dómum um menn og málefni.
Sigmundur Ernir er aftur kominn
á skjáinn hjá Stöð 2, nú sem frétta-
stjóri. Er sennilega betri fréttalesari
en fréttastjóri. Þá er Róbert Mars-
hall, fyrrum fréttamaður á Stöð 2
og fyrrum formaður Blaðamannafé-
lags Islands, orðinn framkvæmda-
legur forstöðumaður nýs fréttasviðs
365 miðlanna - fréttasviðs með Kína-
múar á milli. Spurningin er bara sú
hver gengur eftir múrnum og horfir
til allra átta.
Róbert Marshall og Sigmundur
Ernir voru af þessu tilefni í viðtali
hjá Agli Helgasyni í íslandi i dag í vik-
21:00-23:00 23:00-00:00 00:00-6:00
21.15 Logreglustjórinn (The District III) 22.00 Tíufréttir 22.25 Lífsháski (17:25) (Lost) 23.10 Kastljósið Endursýndur þáttur frá þvl fyrr um kvöld ið. 23.30 HMÍsundi Sýnt frá úrslitum í ýmsum greinum I kvöld.
21.10 The Guardian (19:22) (Vinurlitla mannsins3) 21.55 The Enforcers: Inside the D.E (Flkniefnalögreglan) 22.40 Holiday Heart (Dragdrottningin) 00.15 Shield (12:13) (Sérsveitin 4) 01.00 Eyes (2:13) (A gráu svæði) 01.45 D-Tox 03.20 Fréttlr og Island i dag 04.40 Island I bitið 06.20 Tónlistarmyndbönd frá Popp TiVÍ
21.00 TheContender 22.00 Dead Like Me 22.45 Jay Leno 23.30 Da Vinci's Inquest (e) 00.15 Cheers (e) 00.40 Boston Public - iokaþáttur 01.20 Hack 02.05 ÓstöÐvandi tónlist
21.00 Islenski listinn 22.00 Kvöldþátturinn 22.45 David Letterman 23.30 The Newlyweds (9:30) (Jessica’s Birthday) 23.55 The Newlyweds (10:30) (Season Finale) 00.20 Friends (21:24) (FRIENDS 1) 00.45 Kvöldþátturinn
21.30 fslandsmótiö í golfi 2005 22.30 World PokerTour 2 (HM í póker) 00.00 Heimsbikarinn í torfæru 00.35 K-1
22.45TheSkulls3 (Hauskúpurnar 3) Hrollvekjandi spennumynd. Starfsemi 1 bræðralagi Hauskúpnanna er í fullum gangi. Mikil leynd hvllir yfir öllu saman enda þolir framferði meðlimanna ekki dagsljósið. Aðalhlutverk: Clare Kramer, Bryce Johnson, Barry Bostwick. Leíkstjóri: J. Miles Dale. 2003. Bönnuð börnum. 00.25 In the Shadows (Skuggi) 02.10 Reignof Flre (Eldrfki) 04.00 The Skulls 3 (Hauskúpurnar 3)
*
unni sem leið. Væntanlega hafa þeir
báðir komið með þá hugmynd i koll-
inum að þetta yrði þægilegt starfsfé-
lagaspjall. Egill myndi ekki spyrja
eins eða neins sem skipti máli. Sú
varð ekki raunin. Egill saumaði að
þeim Róberti og Sigmundi Erni og
kom þá í ljós að hvorugur þeirra gat
með nokkru móti svarað af viti fyr-
ir framtíð fréttaútsendinga hjá 365
miðlum. Eina sem virtist klárt var
að stjórn félagsins hefur samþykkt
eitthvert plan um fréttastöð sem
senda á út fréttir og umræðuþætti
sextán tíma á sólarhring. Róbert
sagði að svona væri þetta úti í hinum
stóra heimi. Þess má hér geta að þar
eru markaðir að öllu jöfnu stærri og
jafnvel til tímarit fyrir einfætta hjól-
reiðamenn sem sennilega mundi
ekki borga sig að gefa út á íslandi.
365 miðlarnir hafa rekið frétta- og
dægurmálaútvarp undir heitinu Tal-
stöðin um nokkurn tíma með millj-
ónatapi, ef marka má Ingva Hrafn.
Kannski verður henni lokað og tap-
ið flutt i sjónvarp til þess eins að
auka það því það sem menn nenna
ekki að hlusta á í útvarpi horfa þeir
ekki á í sjónvarpi. Morgunþáttur
Sigurjóns Más Egilssonar á Talstöð-
inni verður ekkert betri þó Sigurjón
sjáist í mynd enda Sigurjón hvorki
sjónvarps- né útvarpsmaður. Ágæt-
ur blaða- og textagerðarmaður hins
vegar.
Blaðið vonar svo sannalega að Ró-
bert Marshall takist vegna reynslu
sinnar og þekkingar við öflun
frétta að reka þetta nýja fréttasvið
af hagkvæmni; á núllinu. Best væri *'
auðvitað að það skilaði einhverjum
hagnaði en það er nú önnur saga. Ró-
bert þekkir kjör fréttamanna og þá
óánægju sem jafnan ríkir í röðum
þeirra um kjör sín. Væntanlega ætl-
ar Róbert sér að bæta kjör fyrrum
samstarfsfélaga sinna því ekkert er
verra en óánægt starfsfólk; sérstak-
lega hættulegt er að hafa óánægða
blaða- og fréttamenn á skjánum. Þá
eru þeir orðnir þjóðareign að eigin
áliti. Slíkt kallar á hærri lífsstaðla en
venjuleg blaðamannalaun fá staðið
undir. Þetta hafa baunateljarar með
viðskiptamenntun á sjónvarpsfrétta-
stofum hér á landi aldrei skilið, ef
marka má Róbert Marshall, sem í
viðtali sínu við Egil Helgason sagð-
ist ekki ætla að vera hefðbundinn
baunateljari heldur baunateljari
með reynslu af fréttum. Væntanlega
er því runnin upp gósentíð fyrir „
sjónvarpsfréttamenn. Nú þurfa þeir
ekki lengur að berjast fyrir kjörum
sínum. Þeirra maður, Róbert Mars-
hall, mun ákveða þau með tilliti til
fréttastefnu 365 ljósvakmiðla. Von-
andi misreiknar Róbert Marshall sig
ekki neitt í þessum „business." ■
■ Af netinu
Ég er hætt að horfa á sjónvarp, alla-
vega þegar þættir á borð við The
Swan eru á dagskrá. Ég er hálfgert
„make-over“ frík, hvort sem um er
að ræða bíla, hús eða fólk en þessi
þáttur gengur út í svo miklar öfgar
að maður þyrfti helst að hafa ælu-
poka nálægt þegar viðbjóðurinn er
sem mestur. I þættinum í gær voru
tvær stelpur að keppast um að kom-
ast í fegurðarsamkeppnina því þær
vildu verða „svanurinn.“ Þær voru
ekki ljótar, ekki feitar, ekki með
arnarnef eða maga sem var siginn
niður á hné, ekkert æxli út úr miðju
enni, bara ósköp venjulegar. Það
eina sem var að þeim var hvað þær
voru með ömurlega sjálfsmynd. Svo
var minnkað hér og stækkað þar svo
þær gætu verið „fallegar." Önnur
vildi ekki fá krónur settar á tennurn-
ar en þau voru fljót að koma fyrir
hana vitinu: „Ef þú vilt vera falleg
þá verðurðu að fara alla leið!“ Allar
konurnar sem hafa farið í þennan
þátt hafa farið í brjóstastækkun eða
brjóstalyftingu. Hver ein og einasta.
Líka í Extreme Makeover sem segir
mér að Guð hlýtur að vera skrambi
lélegur i að búa til falleg brjóst. Eða
er heimurinn kannski farinn að
krefjast of mikils? Ég var nýbúin að
borða dýrindis eftirrétt sem saman-
stóð af súkkulaðiís, kokteilávöxtum
og karamellusósu og þurfti að remb-
ast við að halda honum niðri á með
an ég hlustaði á skurðlækna benda
á ímyndaða fitu á greyið stelpunum
og segja: „Þú getur ekki fjarlægt
þetta með Hkamsrækt, þú þarft að
fara í fitusog!“ Héðan í frá held ég
mig við heilbrigðara sjónvarpsefni
eins og Lost þar sem Hurley er alveg
jafn skemmtilegur og duglegur og
allir hinir eða þætti eins og Accord-
ing to Jim þar sem kemur berlega í
ljós að útlitið er ekki allt. Af hverju
ætti maður líka að vilja vera svan-
ur? Þeir eru stórir, árásargjarnir og
grimmir. Litli ljóti andarunginn er
miklu betri. Svo þegar hann verður
stór getur hann orðið dýrindis önd í
appelsínusósu, namminamm!
http://www.blog.central.is/chica/ ■
RENAULT
Vönduö frönsk hönnun
Einstök þægindi
Fallegir litir
5 stjörnu NCAP öryagi
Einstaklega sparneytinn
Hlaðinn staöalbúnaöi
3 ára ábyrgö
Þú eignast hann fyrir
kr. 1.870.000
Bílasamningur / Bílalán
kr. 19.500 á mánuði*
B&L Grjóthálsi 1 575 1 200 www.bl.is
' ■ fldsneytisnotkun
l. l^6«o8argroio»lur mi8
6,8 ltr/1 OOkm
Með bflinn handa