blaðið - 11.08.2005, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2005 blaöiö
ARBÆJARSAFN
OPIÐ ALLA DAGA í SUMAR FRÁ10 -17
Nánari upplýsingará vefslóðinni www.minjasafnreykjavikur.is
“0~
TE & KAFFI
-1 Dillonshúsi
M A
Minjasafin Reykjavíkur
Arbæjarsafn
GAr
I J
FJALLAI
S: 5^00 200 MÁN -
www, gap. is
farðu Inn 6 gap.it og akoðaðu tílboðin...
Móðir handtekin
fyrir vítaverða
vanrækslu
Stelpustrákarnir frá Bangkok
Meðiimir kabarett-farandleikhópsins„The Ladyboys of Bangkok", sem á íslensku
myndi útleggjast sem„Stelpustrákarnir frá Bangkok", standa í röö fyrir utan salerni
við Meadows-leikhúsið í Edinborg I gær, Mikil hátfðarhöld fara fram f borginni um
þessar mundir og er þessi 17 manna hópur, sem eingöngu er skipaður samkyn-
hneigðum karlmönnum, á meðal fjölmargra sem sýna listir sfnar. Hópurinn setur á
svið verkið „Broskabarettinn" og geta áhugasamir séð sýninguna til 3. september
næstkomandi. I auglýsingu Meadows-ieikhússins segir að f sýningunni séu flutt lög
með tónlistarmönnum allt frá Dlönu Ross til Jennifer Lopez og um sé að ræða uppá-
komu sem sé full kfmni og kynþokka.
Gervigæsir
Carrylite
Á yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsisdóm eftir að hafa meinað
dóttur sinni að leita aðstoðar vegna sýkingar.
Switchback
einmgti!
Tvax Elite
Prettán ára stúlka liggur þungt
haldin á sjúkrahúsi í Boston í
Bandaríkjunum eftir að hafa
reynt sjálf að gata á sér naflann en
móðir stúlkunnar mun hafa meinað
henni að leita læknisaðstoðar við
sýkingu sem hún fékk fyrir nokkr-
um vikum. Sýkingin varð alvarlegri
með tímanum og samkvæmt lækn-
um eru mörg líffæra stúlkunnar
nú sködduð. Móðirin, hin 38 ára
gamla Deborah Robinson, sætir nú
gæsluvarðhaldi en hún á yfir höfði
sér allt að sjö ára fangelsisdóm verði
hún fundin sek um að hafa valdið
alvarlegum líkamlegum áverkum á
barni undir 14 ára aldri sem hún bar
ábyrgð á.
Stúlkan fannst af sjúkraliðum í
íbúð fjölskyldunnar á miðvikudags-
morgun eftir að neyðarlínu barst til-
kynning um veikt barn. Samkvæmt
lögreglu komu sjúkraliðarnir að
stúlkunni þar sem hún lá á sófa í
íbúðinni með súrefnisgrímu fyrir
andliti sér. Þegar stúlkan var flutt
á spitala vó hún aðeins 34 kíló og
var nær dauða en Hfi. Læknir sem
hafði stúlkuna til meðferðar sagði
að stúlkan hafi að öllum líkindum
þjáðst gífurlega frá því að sýkingin
myndaðist en hann taldi að stúlkan
hafi verið veik í um 2-4 vikur áður
en sjúkraliðar fundu hana. Upphaf-
lega hafi aðeins verið um smávægi-
legt sár að ræða en þar sem læknis-
aðstoðar hafi ekki verið leitað strax
hafi sýkingin ágerst verulega og
þannig skaðað líffæri stúlkunnar.
Robinson var handtekin á laugar-
HlV-smitaður barn-
aði unglingsstúlku
dag og mætti fyrir rétti á mánudag
þar sem ákveðið var að fá mat geð-
læknis á því hvort hún væri andlega
hæf til að hægt væri að dæma hana
í fangelsi. Réttarsálfræðingur hélt
því fram að Robinson hefði sýnt
mikil merki um ofóknaræði og hún
væri haldin miklu vantrausti á lækn-
um. Robinson mætir aftur fyrir rétt
þann 26. ágúst næstkomandi. Hún
hefur ekki neitað sök og engin lausn-
artrygging hefur verið sett. ■
Lést eftir 50
klukkustunda tölvuleik
Suður-kóreskur maður lést á þriðju-
dag eftir að hafa spilað tölvuleik í
nær 50 klukkustundir samfleytt.
Maðurinn var staddur á netkaffi-
húsi í borginni Taegu og er talinn
hafa látist af hjartabilun nokkrum
mínútum eftir að hann stóð upp frá
hinni miklu þrekraun sinni. Hinn
28 ára gamli tölvuleikjaspilari, Lee
að nafni, kom á netkaffihúsið þann
3. ágúst síðastliðinn, settist fyrir
framan tölvuskjá og hóf að spila
bardagaleik í gegnum netið. Næstu
þrjá daga yfirgaf hann ekki leikinn
nema til þess að fara á klósett og þá
mun hann hafa tekið sér stutta lúra
á bráðabirgðarrúmi. „Við gerum
ráð fyrir því að dánarorsökin hafi
verið hjartabilun sem orsakaðist af
örmögnun", sagði lögreglufulltrúi í
Taegu við fjölmiðla.
Lee hafði nýlega hætt í vinnu
sinni til þess að einbeita sér að því
að spila tölvuleiki, samkvæmt kór-
eska dagblaðinu JoongAng Ilbo
sem m.a. hafði samband við fyrr-
um vinnufélaga Lees og starfsfólk
á netkaffihúsinu. Eftir að hafa ekki
komið heim í langan tíma bað móð-
ir Lees fyrrum vinnufélaga hans að
finna hann. Þegar þeir komu á kaffi-
húsið tjáði Lee þeim að hann myndi
klára leikinn og halda þá heim. Dó
hann skömmu síðar. Suður-Kórea er
í hópi tölvuvæddustu landa heims-
ins og hefur mikinn og háþróaðan
tölvuleikjaiðnað. ■
Lögregla í Wales rannsakar nú mál
manns sem smitaði 15 ára stúlku
af HlV-veirunni og barnaði hana.
Hinn 27 ára gamli Mark Dixon átti
í stuttu sambandi við stúlkuna sem
nú hefur fætt barnið. Óvíst er hvort
það ber einnig sjúkdóminn. Stúlkan
komst ekki að því að hún hefði smit-
ast fyrr en hún gekkst undir hefð-
bundna mæðraskoðun.
Stúlkan neitaði upphaflega að til-
kynna málið en lögregla hefur tek-
ið upp rannsókn á því á ný eftir að
í ljós kom að stúlkan hafði smitast.
.Lögreglan í Suður-Wales rannsak-
ar nú mál sem snýr að óléttu 15 ára
gamallar stúlku", sagði Jason Davies
rannsóknarlögreglumaður. „Sökum
aðstæðna hefur enginn verið ákærð-
ur ennþá. Við munum vinna náið
með stúlkunni og fjölskyldu henn-
ar og veita henni fullan stuðning“,
sagði Davies ennfremur.
Dixon, sagði í viðtali við Daily
Mail: „Ég sver að ég vissi ekki hversu
gömul hún var. Ég þarf að lifa með
þeirri staðreynd að ég smitaði hana
af HIV og hugsanlega dóttur mína
líka. Ég er að ganga í gegnum mar-
tröð. Það eina sem ég vil er að vera
góður faðir til að bæta fyrir það sem
ég hef gert.“ ■
Risaútsala
20-60%