blaðið - 11.08.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 11.08.2005, Blaðsíða 30
30 i róuc SMÁboraarinn BANKARNIR LOKKA BÖRNIN TIL SÍN Smáborgarinn er óþreytandi að ræða bankakerfið hér á landi - ger- ir það við öll tækifæri sem bjóðast, hvort sem það er jólaboð, ferm- ingarveisla eða í heita pottinum. Smáborgarinn er nefnilega á þeirri skoðun að bankakerfið á íslandi sé ekkert sérstaklega gott - bankarn- ir skila gríðarlegum hagnaði en sjá aldrei ástæðu til að verðlauna viðskiptavini sína, allavega ekki þá sem eiga ekki tugi millj óna á banka- reikningum sínum. Reyndar buðu þeir viðskiptavinum sínum upp á ódýr húsnæðislán á dögunum, en Smáborgarinn er þess fullviss að ástæðan hafi frekar verið að múl- binda viðskiptavini hjá ákveðnum banka, frekar en að um verulega kjarabót fyrir neytendur hafi verið að ræða. Smáborgarinn erlíka mjög ósátt- ur við þá tilhneigingu bankanna að reyna að lokka sífellt yngri börn til viðskipta við sig. Hann horfði með hryllingi á það þegar bankarn- ir fóru að senda fermingarbörnum gylliboð um iPod spilara í verð- laun og frábær kjör, ef gjafafé ætt- ingja yrði aðeins geymt hjá þeim. Ennfremur hafa auglýsingar um að sumarhýran af snattinu í vinnu- skólanum sé best geymd í þessari fjármálastofnunni eða hinni í sumar vakið sterk viðbrögð. Smá- borgarinn gerir sér nefnilega grein fyrir því að íslendingar skipta sjaldnar um banka en maka, og veit að það er til mikils að vinna fyrir bankana að lokka viðskipta- vini til sín áður en þeir ná að fara eitthvað annað - en veltir því fyrir sér hvort ekki sé of langt gengið. Það sem vekur hinsvegar mesta reiði smáborgarans er framgangur bankanna þegar skólar hefjast á haustin. Þá arka jakkafataklæddir karlar og konur í dröktum í skólana og setja þar upp bása. Þar eru ung- mennum kynnt frábær þjónusta bankans - fartölvulán, skólabóka- lán, framfærslulán og örugglega líka sælgætislán og brennivínslán. Allt þetta á frábærum kjörum með það að markmiði að múlbinda þau til framtíðar hjá bankanum, þ.e. þá fáu sem völdu sér ekki banka við fermingu eða þegar að Vinnu- skólinn hófs. Kreditkortafyrirtækin eru lítið skárri. Smáborgarinn man nefni- lega eftir sögu sem hann heyrði. Ung stúlka mætti í skólann og hitti þar fyrir starfsmann eins kortafyr- irtækis. Sá hafði látið hana hafa glænýtt kreditkort fyrir það eitt að skrifa nafnið sitt. Hún hafði farið á rúntinn, vopnuð kortinu, keypt fartölvu, föt og nammi - enda ekk- ert annað að gera þegar maður á svona fínt kort. Þegar reikningurinn barst var hann heldur hærri en búist var við og unga stúlkan fór miður sín til foreldra sinna. Þeir áttu ekki millj- ónir á bankareikningi - áttu eins og svo mörg okkar nóg með dag- legan rekstur, og gátu ekki borgað fyrir dóttur sína. Hún lærði sína lexíu - þurfti að hætta í skóla til að borga visareikninginn. Stúlkan vinnur nú í sjoppu og er búin að greiða sína skuld. Ætlar í skóla nú í haust og mun klárlega vara sig á útsendurum banka og kortafyrir- tækja. SU DOKU talnaþraut Lausn á 27. gátu verður að finna i blaðinu á morgun. 27. gata 6 4 5 9 3 7 3 6 8 4 5 3 9 1 3 7 2 4 2 9 2 4 8 9 5 5 9 4 1 Lausn á 26. gátu lausn á 25. gátu 4 1 5 61 2 7 8 3 6 '7| 3 5 9 8 4 2 1 8 ll 3 1 4 6 7 5 3 • 9 6 8 7 5 2 1 4 5 4 |2 1 3 6 7 8 9 7 8 1 2 4 9 3 5 6 1 3 8 9 6 2 5 4 7 9 5 ! 7 4 3 1 6 2 2 É 4 7 5 1 9 3 8 Leiðbeiningar Su Doku gengur út á að raða tölunum frá 1-9 lárétt, lóðrétt og í þar til gerð box sem innihalda 9 reiti. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í hverri línu og innan hvers box. Allar gátur er hægt að ráða út frá þeim tölum sem gefnar eru upp í upphafi. Leitað er að talnapörum og reynt að koma þeirri þriðju fyrir. Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta boxinu vinstra megin og því neðsta líka, ætti ekki að vera erfitt að átta sig á hvar 7 á að vera i miðju-boxinu. Ef möguleikarnir eru tveir er ágætt að skrá þá hjá sér og halda áfram. PTMMTTTnflHTTP 11 flfjTTQT 9nOR HlaAiA HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR? VÖKVAÞOLIÐ Steingeit (22. desember-19. janúar) $ Þú ert íjarlægari í dag en J?ú ert venjulega en það gerir það að verkum að þu sérð verkefni þín í skýrara ljósi sem leiðir til breytinga. V Þú ert í góðu jafnvæei þessa daeana oe það virðist allt ganga upp hjá pér. Þú átt pað fyflilega skilið. Lindsay: Kate er tiskufýrirmyndin min Lindsay Lohan segir að Kate Moss sé tískufyrirmynd sín og að hún dýrki fötin sem að hún klæðist. „Ég hef verið að lesa mér aðeins til um tískuheiminn. Kate Moss er tísku- fyrirmynd mín. Hún lítur mjög vel út. Hún fer í eitthvað sem tekur marga klukkutíma að setja saman en það virðist ekki vera mikið mál hjá henni. Hún er “bóhó” gella, sem er mjög í tísku núna,“ segir Lindsay. Einnig sagði hún að Jennifer Ani- ston væri mjög ofarlega á lista sín- um yfir fyrirmyndir. ■ Catherine og Michael í golfþœtti Catherine Zeta-Jo- nesogmaður hennar, Mi- chael Dou- glas, hafa samþykkt að koma fram í þættin- um Ryder Cup, sem heitir í höf- uðið á frægu golf- móti milli Banda- ríkjanna og Evrópu. I þessum tiltekna golfþætti munu tvö lið keppa um sigur, en að þessu sinni mun eingöngu frægt fólk keppa. Michael og Catherine verða í sitt- hvoru liðinu, og þar sem Michael er bandarískur verður hann í liði með Mark O'Meara, Sylvest- er Stallone, Kyle McLac- hlan, Hal- ey Joel Os- ment, Rob Lowe og Kenny G, á meðan að Catherine verður í evr- ópska liðinu með Chris Ev- ans, Gavin Hen- son, Jodie Keet, Ronan Keating og James Nes- bitt. Ryder Cup verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sky í Bretlandi, og mun keppnin fara fram í Suður Wales í ágúst. ■ Madonna vinnur meo Andre 3000 Að undanförnu hefur Madonna verið að vinna með söngvaranum þekkta úr Outkast, Andre 3000, við upptökur á lagi sem verður á nýju plötu hennar sem kemur út í nóv- ember og nefnist Confessions on a Dancefloor. Munu þau hafa hist í kvikmyndaveri þar sem eiginmaður Madonnu, Guy Richie var að leika með André í kvikmynd. „Madonna kom á svæðið og gerði mig mjög óstyrkan. Hún gekk fyrir hornið og ég gleymdi öllum línunum mínum. Hún spurði mig hvað mér fyndist um tónlist og hvert hún væri að stefna. Síðan töluðum við um eitt- hvað á nýju plötunni hennar," segir Andre 3000. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) $ Þú virðist vera óviss um hvert ferill þinn stefn- ir og því er frábær tími til að íhuga breytingar. V Þú ert tilfinninganæm/ur í dag og varla við öðru að búast. En eKki hafa áhyggjur. Þetta líður hjá. OFiskar (19. febrúar-20. mars) $ Ekki láta notfæra þig einungis vegna óvissu þinnar. Það verður ekki auðvelt en þú hefur styrk- rnn til að segja nei við þá sem eru ao nota þig. V Stattu með sjálfri/sjálfum þér ef það er ein- hver sem er að nota þig. Þú hefur orku sem kemur öðrum á óvart þegar þú notar hana. Hrútur (21.mars-19. apríl) $ Það gengur meira á en sést á yfirborðinu svo þú skalt vera viðbúin/n að skoða það vandlega. Jafnvel lítilvægustu atvik dagsins gætu í raun verið mikilvæg. V Stundum ertu niðurdregin/n og vilt bara alls ekki fara út. Sem betur fer áttu góða að sem skilja þig- ©Naut (20. apríl-20. maí) $ Það er heilmikið tilfmningaumrót í vinnunni í dag svo þú skalt fara varlega og láta aðra taka stjórnina. Tilfmningar þínar gætu tekið völdin og þú blaðrað einhverju sem pú ætlar að halda leyndu um tíma. Reyndu að gæta að þér. ©Tvíburar (21. maí-21.júní) $ Það er nóg um að vera á vinnustaðnum þín- um og það kemur senn sá tími þegar þú þarft að taka áKvörðun. Frestaðu henni ef þu mögulega get- ur, það er ýmislegt annað sem liggur á. V Andaðu djúpt að þér, farðu í ióga eða ræktina. Hvað svo sem þú þarft til að slaka á og losa um neikvæðar tilfmningar. Þú verður að geta einbeitt þér þessa dagana. ®Krabbi (22. júní-22. júlí) $ Frestaðu öllum ákvörðunum sem þú þarft að taka í dag þar sem þú ert ffekar illa stemmd/ur. Það kemur alltaf dagur eftir þennan dag. V Ástin flggur í loftinu en hún lætur samt bíða eftir sér En vertu viss um að hún kem- ur fljótlega og jafnvel í líki andstæðings. Ljón (23. júlí- 22. ágúst) $ Skoðaðu vel málefnin sem liggja fyrir. Það er ansi margt sem þú þarft að læra og þú ert einmitt í réttu hugarástandi til þess. V Hugur þinn er tær og ætti því að vera í sam- bandi við þarfir þínar og vina pinna. Og þér að segja þá er ein persóna sem þarfnast mein nálægð- arírápér. Meyja (23. ágúst-22. september) $ Þú ert óvenju forvitin/n og eina leiðin til að svala henni er að rannsaka. Þær staðreyndir sem þú finnur munu aðstoða þig við að finna nýjar aætlanir. V Þú ert eirðarlaus ogheili þinn þarfnast örvunar. Finndu einhverja góða og krefjandi bók til að lesa. Vog (23. september-23. október) $ Það er kominn tími til að breyta því hvernig þú stundar viðskipti þín. Þú hefur verið að hugsa umþað í einhvern tíma og nú er tími til að stökkva í djupu laugina. V Auðvitað eru eipir ekki allt en þér Hkar við það sem þú átt og þu passar vel upp á_það. Mundu eftir að koma þannig fram við folkio í lífi þínu líka. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) 3 Þú veist nákvæmlega hvað þú átt að gera og hvernig þú átt að gera það, að minnsta kosti þeg- ar viðkemur viðskiptavmum og starfsfélögum. Þu gerir allt rétt.. V Þú skilur aðstæðurnar nákvæmlega og þú veist hvað þú þarft að gera til að fá það sem þú vilt. Ekki hika við að gera það.. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) $ Þú vinnur á hægum hraða í dag en ekki gefast algjörlega upp. Haltu áffam að vinna þar til aagur- inn er búinn. V Þú hefur nýia sýn á lífið og hugsar á veraldleg- um nótum. Þú skilur betur aðiitlu nlutirnir skipta svo litlu máli.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.