blaðið - 12.08.2005, Page 16
16 I VIÐTAL
FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 bla6ió
Veruleikinn
e
BlaÖiÖ/SteinarHugi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
prófessor er önnum kafinn þessa
dagana við að undirbúa ráðstefnu
Mont Pelerin samtakanna sem
haldin verður hér á landi 21.-24. ág-
úst. Þetta eru samtök frjálshyggju-
manna úr öllum heimshornum,
sem stofnuð voru af Nóbelsverð-
launahöfunum Friedrich von Hayek
og Milton Friedman. Á ráðstefnuna
mætir fjöldi erlendra og innlendra
hagfræðinga og stjórnmálamanna
og rætt verður um frelsi og eignarétt
ánýrriöld. Meðalþátttakendaverða
Andrei Illarionov efnahagsráðgjafi
Pútins Rússlandsforseta, Mart Laar,
fyrrum forsætisráðherra Eistlands,
Vaclav Klaus, forseti Tékklands og
Davíð Oddsson utanríkisráðherra,
svo einungis örfáir séu nefndir.
Hannes Hólmsteinn hefur verið fé-
lagi í samtökunum síðan 1984 og sótti
fyrsta fundinn að frumkvæði Hayek.
Hannes segist vera vel kunnur flest-
um þátttakendum á ráðstefnunni í ár.
Er reyndin að þú sért í meiri metum
erlendis en hér á landi sem stjórnmála-
fræðingur ogfrœðimaður?
„Ég held að ég sé í góðum metum hjá
ýmsum hérlendis en litlum metum
hjá öðrum og allir geta sagt sér hvaða
hópar þetta eru. Ég kvarta ekki und-
an þeim viðtökum sem ég hef fengið
erlendis en það var stór ákvörðun á sín-
um tíma að setjast að á í slandi að námi
loknu og hasla sér völl en ég sé ekki
eftir því. Ég held að framlag mitt hefði
ekki orðið eins gagnlegt ef ég hefði til
dæmis orðið kennari við bandarísk-
an háskóla og einbeitt mér að því að
skrifa lærðar ritgerðir í fræðileg tíma-
rit fremur en að koma til íslands og
aðstoða þá ágætu forystumenn sem
hér hafa verið síðustu áratugina við að
gera ísland að frjálsara, blómlegra og
ríkara landi."
Þarf að vernda kapítalismann
fyrir kapítalistunum
Þú ert þá ánægður með árangurinn í
landsstjórninni?
„Árangurinn hefur verið framar
öllum vonum. Island hefur blómgast,
hér ríkir velmegun, fjölbreytni og val-
frelsi. En þótt einkennilegt megi virð-
ast þá þarf að vernda kapítalismann
fyrir kapítalistunum. Kapítalistarnir
verða að gæta stillingar og hófs og
leggja ekki allt undir sig hver á sínu
sviði. Þeir þurfa að styðja kapítalis-
mann í reynd.
Ég furða mig á því hvað íslenskir
kapítalistar eru góðir við andstæðinga
sína og styrkja þá leynt og ljóst. Ágæt-
ur kunningi minn, Jón Ásgeir Jóhann-
esson, hefur afhent vinstri öflunum á
Islandi fjölmiðlana sem hann á. Með
því er Jón Ásgeir að grafa undan ís-
lenskum kapítahsma. Ef menn eiga að
vera bandamenn í að skapa frjálsara
ísland, þá verða þeir að geta upplifað
hvern annan sem bandamenn.
Það þurfa allir frjálslyndir menn að
leggjast á eitt að afstýra vinstri stjórn
með verðbólgu, skattahækkunum,
skuldasöfnun og endalausum um-
ræðustjórnmálum. Mér finnst margt
ógert. Til dæmis eru fbúðalánasjóður
og Lánasjóður íslenskra námsmanna
enn ríkisreknir, orkufyrirtækin líka,
og skattar á einstaklinga eru allt of
háir; þeir verða að lækka niður í það,
sem þeir eru á fyrirtæki. Við þurfum
líka að lækka matvælaverð með því að
opna fyrir innflutning; það er orðið
löngu tímabært."
Þú ert dálkahöfundur í Fréttablað-
inu, sem samkvæmt orðum þínum áð-
an er vinstra blað. Af hverju skrifarðu
iþað?
„Svarið er einfalt. Fréttablaðið er
eina blaðið sem hefur boðið mér að
skrifa fast í það. Mér fannst líka ekld
veita af smámótvægi við nöldurskjóð-
99.................
Ég held að það sé ekki
mjög skynsamlegt að
reyna að hefna sín á
þeim sem höggva til
manns. Maður á frekar
að herða róðurinn og
fara fram úrþeim.
urnar og Davíðshatarana sem skrifa
þar allir sömu greinina í hverri viku.“
Vináttan við Davíð
Þú nefndir áðan aðstoð þína við for-
ystumenn landsins. Þú ert mikill vinur
Davíðs Oddssonar. Leitar hann mikið
til þín?
„Mér finnst heldur snaudegt þegar
ég er fyrst og fremst kynntur sem vin-