blaðið - 12.08.2005, Side 22

blaðið - 12.08.2005, Side 22
Valsstúlkur unnu United Valur vann finnska liðið FC United í gær í riðlakeppni evrópumóts félags- liða 2-1. Riðillinn sem Valur er í er leikinn í Finnlandi en Valur vann norska liðið Roa í fyrsta leik sínum, 4-1. Þetta norska lið er talið eitt af 10 bestu félagsliðum Evrópu í kvenna- knattspyrnunni og því var sá sigur Vals aldeilis glæsilegur. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu á íó.minútu og hún var aftur á ferðinni á 4i.mín- útu. Finnsku stúlkurnar skoruðu sitt mark á 68.mínútu og undir lok leiks lá töluvert á Val en þær náðu að verjast sóknum Finna. 2-1 sigur Vals og þær þurfa einungis jafntefli gegn eistneska liðinu Párnu á morgun til að komast áfram í evrópukeppninni sem yrði aldeilis glæsilegt. ■ 22 I ÍÞRÓTTIR FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2005 blaðiö Enski boltinn hefst á morgun Þau lið sem við á blaðinu spáum í efri hluta deildarinnar eru Arsenal, Chelsea, Manchester United, Totten- ham, Bolton, Liverpool, Newcastle, Everton, Middlesbrough og Aston Villa. Hér á eftir verður stiklað á því allra helsta í mannabreytingum hjá liðunum. Chelsea eru núverandi meistarar og þeirra helstu kaup í sumar hafa verið Shaun Wright-Phillips og Asier Del Horno. Scott Parker, Mateja Kez- man og Alexei Smertin eru farnir. Arsenal sem varð í öðru sæti, missti fyrirliða sinn Patrick Vieira til Juventus, Edu er farinn en Arsen- al hefur fengið Hvít-Rússann Aleks- andr Hleb frá Stuttgart. Manchester United, sem varð í 3.sæti á síðustu leiktíð, hefur fengið þrjá sterka leikmenn sem eru Park Ji- Sung frá PSV Eindhoven, Edwin van der Saar frá Fulham og Ben Foster frá Stoke. Phil Neville, Kleberson og Roy Carroll eru farnir. Tottenham sem varð í 9.sæti hefur fengið til sín mjög sterka leikmenn. Edgar Davids, Teemu Tainio frá Aux- erre, Paul Salteri frá Werder Bremen og Aaron Lennon frá Leeds. Simon Davies fór frá þeim til Everton. Bolt- on varð í ó.sæti á síðustu leiktíð og liðið hefur fengið til sín Jared Borg- etti frá Mexíkó, Ian Walker frá Le- icester og Abdoulaye Faye frá Lens. Fralckinn Vincent Candela fór aftur til Ítalíu. Liverpool sem varð í s.sæti, hefur styrkt sig töluvert með kaupum á Peter Crouch, Jose Reyna, Moham- med Sissoko og Bodjewin Zenden. Vladimir Smicer, Igor Biscan og Chris Kirkland eru farnir. Newcastle, sem varð í i4.sæti, hef- ur fengið til sín Scott Parker, Emre og Tim Krul en frá félaginu eru farn- ir, Craig Bellamy, Darren Ambrose, Patrick Kluivert og Laurent Robert. Everton varð í 4.sæti á síðustu leiktíð og hefur fengið til sín Per Kroldrup, Simon Davies, Mikel Ar- teta og Phil Neville. Middlesbrough sem varð í 7.sæti fékk Yakubu frá Portsmouth en missti frá sér Boodjewin Zenden og Andy Davies. Aston Villa sem varð í ío.sæti á síðustu leiktið, hefur fengið til liðs við sig Kevin Phillips, Aaron Hug- hes og Patrick Berger. Þeir sem eru farnir eru Darius Vassell, Thomas Hitzlsperger og Kyle Nix. Á þessari upptalningu hér að framan sem og í Blaðinu i gær sést að framkvæmdastjórar félaganna hafa haft í nógu að snúast að kaupa og selja leikmenn í sumar. ■ Leikir helgarínnar í enska boltanum Þá er loks komið að því að enski boltinn byrji. Á morgun hefst veislan á nýju stöðinni, Enslci boltinn og leikir helgarinnar eru þessir: Kl. 11.45 Everton - Manchester United, klukkan 14.00 Fulham - Birmingham, og aðrir leikir klukkan 14 eru: Portsmouth - Tottenham, Sunderland-Charl- ton, West Ham - Blakcburn og Aston Villa-Bolton. Klukkan 16.15 á morgun verður svo leikur Middlesbrough og Liverpool og klukkan 21.00 Manchester City - W.B.A. Á sunnudag verða tveir leikir. Arsenal og Newcastle mætast klukkan 13.30 og Wigan og Chelsea klukkan 15.00. Spá Blaðsins fyrir leiktíðina 2005-06 Við hér á Blaðinu spáum eins og flestir fyrir gengi liðanna á komandi vetri. Þrír menn spá að þessu sinni og verða þær spár birtar hér. í vor verður þetta síðan borið saman og sigurvegari krýndur. Karl Garðarsson k; Böðvar Bergsson 1 Valtýr Björn omsrunofímiB HPI Savage fjarstýrður bensínbíll. Fáanlegur með þremur vélastærðum 3,5,4,1 og 4,6cc. Tómstundahúsið Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is Chelsea Chelsea Chelsea Arsenal Man. United Llverpool Liverpool Liverpool Arsenal Man. United Tottenham Man. United Tottenham Arsenal Bolton Aston Villa Bolton Tottenham Newcastle Newcastle Aston Villa Bolton Middlesbrough Everton Middlesbrough Man.City Middlesbrough Everton Aston Villa Newcastle Charlton Fulham Birmingham Birmingham Charlton Man. City Man. City Everton Charlton Fulham Portsmouth West Ham West Ham Blackburn Blackburn Blackburn Birmingham Sunderland Sunderland West Ham Fulham Portsmouth Sunderland Portsmouth Wigan W.B.A. W.B.A. W.B.A. Wigan Wigan V -20% afsldttur af sumardekkjum > -20% afsláttur af low-profile y Polar-rafgeymar á tilboðsverði Bón og alþrifá tllboöl Sækjum og sendum báðar leiðir. Verð frá kr. 850 afsláttur af vinnu við smur Þú gerir góð kaup með því að láta okkur (Bílkó sjá um að smyrja bílinn. Vaxtalausar léttgreiðslur! bilko.is Smurþjónusta Peruskipti Rafgeymar' Betri verd! Smiöjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110 Slegnir niður en ekki rotaðir Það var hreint út sagt ótrúlegur fót- boltaleikurinn á milli FH-inga og Grindvíkinga þegar liðin mættust í i3.umferð Landsbankadeildarinn- ar. Eftir i4.mínútna leik var staðan orðin 2-0 og í hálfleik 4-0. þegar 15 mínútur voru liðnar af seinni hálf- leik var staðan orðin 7-0 og lokatöl- ur urðu 8-0 fyrir FH. Þessi úrslit eru með ólíkindum en FH-ingar sigla nú hraðbyri að fslandsmeistaratitl- inum annað árið í röð. Frábært fót- boltalið. Allan Borgvardt skoraði 4 mörk í leiknum og er nú markahæst- ur í deildinni með 13 mörk. Grind- víkingar sitja á botni deildarinnar með 9 stig eftir 12 leiki og mæta Fylk- ismönnum á sunnudag í Grindavík. „Ég vil byrja á því að biðja Grind- víkinga afsökunar á leiknum gegn FH. Þetta var hræðilegt hjá okkur“, sagði Óli Stefán Flóventsson leik- maður Grindavíkur í samtali við Blaðið í gær. Grindvíkinga bíður erf- itt verkefni fyrir leikinn gegn Fylki á sunnudag. „Það er kærkomið tækifæri hjá okk- ur að slá frá okkur á sunnudag. Við skuldum okkar fólki að leika betur og ætlum okkur að gera það. Það eru sterkir karakterar í þessu liði okkar og nú verðum við að sýna úr hverju við erum gerðir eins og einhver fræg- ur maður segir oft“. Það er alveg á hreinu að það verð- ur erfitt fyrir Grindvíkinga að rífa sig upp andlega fyrir næsta leik eft- ir slíka útreið sem þeir urðu fyrir á Kaplakrikavelli. Fylkismenn eru í baráttu um þriðja sæti og hvert stig skiptir þar máli. „Við vorum slegnir niður en ekki í rot í leiknum gegn FH. Niestroj var í banni en verður með á sunnudag og við búumst við að jafnvel tveir til við- bótar verði klárir fyrir leikinn gegn Fylki. Þetta var aðeins þriðji leikur okkar síðan 6.júlí en fáum marga leiki í ágúst. Þetta er hálfundarlegt. Við erum svo sem ekki óvanir því að einhverjir séu búnir að spá okk- ur niður um deild á þessum tima- punkti á íslandsmótinu en hingað til höfum við komið til baka og í ár verður engin breyting þar á. Við höldum okkur uppi“, sagði Óli Stef- án Flóventsson leikmaðurinn snjalli í liði Grindavíkur.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.