blaðið

Ulloq

blaðið - 19.08.2005, Qupperneq 8

blaðið - 19.08.2005, Qupperneq 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 MaöíA Fyrsta opinbera heimsókn páfa Óblíðar móttökur veðurguða þegar BenediktXVI hélt til Kölnar í sínafyrstu erlendu heim- sókn síðan hann tók við embœtti. Benedikt XVI páfi kom til Kölnar í heimalandi sínu Þýskalandi í gær til þess að vera viðstaddur ungmenna- hátíð kaþólikka þar í borg. Mikill fjöldi hafði safnast saman á flugvell- inum til að fagna páfanum við kom- una. Þá tóku kanslari Þýskalands, Gerhard Schroeder, og forsetinn, Horst Koehler, á móti honum og fylgdu honum úr flugvélinni. Um er að ræða fyrstu opinberu erlendu heimsókn páfans frá því hann tók við embætti í apríl síðastliðnum. Upphaflega hafði verið fyrirhugað að forveri Benedikts, Jóhannes Páll II, yrði viðstaddur athöfnina en hann lést sem kunnugt er fyrr á ár- inu. Kollhúfan fauk af Þegar páfinn sté úr flugvél sinni fauk kollhúfa hans af honum en mikill vindur var í Köln í gær. Hann svipaðist um eftir húfunni nokkrar sekúndur en gekk svo af stað niður flugbrautina. Slæða hans feyktist þó í sífellu fyrir andlit hans og þótti mörgum atvikið afar neyðarlegt. Ýmsum þótti og athyglisvert að páf- inn var íklæddur rauðum skóm við hinn hefðbundna hvíta kufl sinn. Páfinn kyssti ekki jörðina við kom- una eins og Jóhannes Páll II gerði frægt í heimsóknum sínum. Hann veifaði hins vegar og brosti til mann- fjöldans sem fagnaði dyggilega og hrópaði nafn hans á ítölsku, Bene- detto. Þegar Benedikt XVI ávarp- aði mannfjöldann kvaðst hann hæstánægður með móttökurnar og talaði um Þýskaland sem ástkært heimaland sitt. Ungmennahátíð kaþólikka var sett á laggirnar af Jóhannesi Páli II og er haldin á þriggja ára fresti. Þús- undir ungra kaþólikka hafa safnast saman i Köln um þessar mundir til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Há- punktur hátíðarinnar verður fjölda- messa undir berum himni á sunnu- dag sem páfinn mun stýra. Búist er við því að allt að milljón manns verði viðstaddir messuna. Bylgja nýrrar trúar Páfinn hefur iðulega lýst yfir hryggð sinni á sífellt minnkandi hlutverki kirkjunnar í Evrópu. Segist hann vonast til að heimsókn hans til Þýska- lands eigi þátt í því að snúa við þeirri þróun og koma af stað bylgju nýrrar trúar meðal ungs fólks, sérstaídega æskunnar í Þýskalandi og Evrópu. Páfinn hyggst einnig hitta leiðtoga úr röðum annarra trúarhópa í ferð sinni, m.a. múslima og gyðinga. Heimsókn hans í samkunduhús gyðinga í Köln, sem var endurbyggt eftir síðari heimsstyrjöldina, verður aðeins önnur heimsókn leiðtoga kaþ- ólsku kirkjunnar í trúarhús gyðinga í sögunni. Fjölmiðlar hafa fjallað um að hinn nýkjörni páfi sé mun feimnari persóna en Jóhannes Páll II og segja hann ekki kunna vel við sig í miíd- um fjölda. Eru menn því spenntir að sjá hvernig Benedikt XVI, áður Joseph Ratzinger kardináli, tekst til i Þýskalandi. ■ Kollhúfa Benedikts XVI fauk af honum er hann sté úr flugvél sinni. Hvass vindur feykti hettu páfa fyrir andlit hans svo útsýnið var ekki burðugt þegar hann gekk eftir rauða dreglinum. Útsalan hefst í daq SICATABUÐIN FERÐAVERSL UN Foxafeni 6 • 108 Reykjovfk • sími 534 2727 • e-moil: skotobudin@skolobudin.tom • www.skotabudin.ton Krókódílar lækn- ingin við HIV? Vísindamenn í Ástralíu hafa upp- götvað að krókódílar bera í sér mótefni sem getur drepið HlV-veir- una. Eru nú hafnar umfangsmiklar rannsóknir vegna þessa með það fyrir augum að geta unnið mótefn- ið úr krókódílunum svo hægt sé að lækna menn af veirunni. Onæmis- kerfi krókódíla er mun sterkara en manna og hindrar það að sjúkdóm- ar, sem reynast öðrum dýrum ban- vænir, hafi áhrif á þá. Upprunalegu rannsóknirnar á ónæmiskerfi krókódíla frá 1998 sýndu að mótefni í líkama þeirra drápu bakteríur sem ekki var hægt að drepa með pensillíni. „Ef þú tek- ur tilraunaglas með HlV-veirunni og bætir í það blóðvatni úr krókódíl mun það hafa miklu meiri áhrif en blóðvatn úr manni. Það getur drepið miklu fleiri HIV-veirur“, sagði ástr- alski vísindamaðurinn Adam Brit- ton við Reuters-fréttastofuna. Brit- ton sagði að ónæmiskerfi krókódíla starfaði öðruvísi en ónæmiskerfi manna að því leyti að það réðist sam- stundis beint að veirunni eftir að sýking hefði borist í líkamann. Undanfarnar tvær vikur hafa Britton og rannsóknarhópur hans safnað blóði úr villtum fönguðum krókódílum, jafnt ferskvatns- sem saltvatnstegundum. Eftir að krókó- díll hefur verið fangaður og kjálkar hans ólaðir saman er vísindamönn- um kleift að taka úr þeim blóð úr stórri æð, svonefndri bugðu, á hnakka dýrsins. Vísindamennirn- ir vonast eftir að geta safnað nægu blóði úr krókódilum til að geta ein- angrað mótefnið og út frá þvi þróað lyf til notkunar fyrir menn. Britton varaði þó við of mikilli bjarstýni strax. „Það er enn mikið verk óunn- ið. Það gæti tekið nokkur ár áður en við komumst á það stig að geta sett eitthvað á markað“, sagði hann. ■

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.