blaðið - 19.08.2005, Blaðsíða 10
-^ormgOTHwmYT iw 1
mataxa*ma*smðm*iiáx.
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 bladfð
Lík spænsku hermann
anna komin heim
Lík spænsku hermannanna 17 sem
fórust í þyrluslysi í Afganistan á
þriðjudag voru flutt til Spánar í gær.
Varnarmálaráðherra Spánar, Jose
Bono, sem fór til Afganistans eftir
að þyrlan fórst var með í för í flug-
inu frá borginni Herat í Afganistan.
Rannsóknaraðilar telja að mikill
vindur hafi að öllum líkindum vald-
ið því að þyrlan hrapaði en litlar lík-
ur séu á að árás hafi verið gerð. Ein-
hverjir fjölmiðlar hafa þó talað um
að þyrlan hafi orðið fyrir skotárás
og þá hefur hátt settur maður úr
röðum talibana sagt að sínir menn
hafi grandað þyrlunni. Herat hefur
verið með friðsælli héruðum Afgan-
istans síðan stríðið þar í landi hófst
og hafa talibanir frekar beitt aðgerð-
um í syðri og eystri hlutum landsins.
Mennirnir sem fórust voru á heræf-
ingu en undirbúningur stendur yfir
fyrir kosningarnar sem fara fram
í Afganistan í september. Um 850
spænskir hermenn eru nú að störf-
um í Afganistan. Bænastund fór
fram í stóru tjaldi á flugvellinum í
Heart áður en líkkistur fórnarlamb-
anna voru bornar í herflugvélina
sem flutti þær heim til Spánar.
Fyrir tveimur árum síðan fórust
62 spænskir hermenn þegar rúss-
nesk herflugvél fórst í Tyrklandi.
Mikið klúður átti sér stað þá en 30
þeirra látnu voru ranglega nafn-
greindir og er atvikið Spánverjum
enn í fersku minni. Varnarmálaráð-
herrann Bono hefur sagt að engin
mistök hafi átt sér stað við nafngrein-
ingu hinna látnu nú. Hann hefur
tekið undir orð rannsóknarmanna
og sagt líklegast að vélin hafi farist
vegna óveðurs. Spænski forsætisráð-
herrann Jose Luiz Zapatero og rík-
isstjórn hans hafa sent fjölskyldum
og ástvinum þeirra sem fórust sínar
dýpstu samúðarkveðjur. ■
upplysingasimi
sem hjálpar þér
að
finna
það
út
þarft
þu
sern
vital
að
ð 1880 veit allt!
Hættu að leita í orðabókinni,
sparaðu tíma og hringdu í 1880!
1880
W er leitarvél í slma!
7 Hvar sem þú ert, hvað \
sem þig vantar, við finnum
það fyrir þig!
Hvar er tjaldstæöi? Hvar
er sundlaug? Hvar er
hægt að fá Ts? Hvar er
k hægt að veiöa? Hvaðj
er Hekla há? .
Ertu strand í heimanáminu?
Átta ára dreng
byrlað eiturlyf
Átta ára drengur var lagður inn á
sjúkrahús í Manchester eftir að
hópur ungmenna gaf honum töflu
sem talin er hafa verið alsæla eða
eitthvað skylt heróíni. Drengur-
inn hefur nú verið útskrifaður af
sjúkrahúsinu og jafnar sig heima
fyrir. Móðir drengsins sagði hann
hafa komið heim innan við 20 mín-
útum eftir að honum var byrlað lyf-
ið. Var það þá þegar farið að virka
og sagði hún drenginn hafa verið
skjannahvítan í framan og talað
svo óskýrt að vart var hægt að skilja
hann. „Ég spurði hann hvort hann
hefði verið að reykja sígarettu en
hann sór að hann hefði ekki gert
það. Þegar hann sagði mér að maður
hefði stungið töflu upp í sig snarbrá
mér og fór með hann samstundis á
sjúkrahús", sagði móðirin. „Ég veit
ekki hvort þetta átti að vera eitthvað
grín en þetta er sjúkt og andstyggi-
legt að gera barni þetta.“
Lögregla telur að ungmennin hafi
verið á aldrinum 10-15 ára og höfðu
þau hópast saman í kringum bíl þeg-
ar drengurinn hitti þau fyrir. Sagði
hún að sem betur fer hefði drengur-
inn ekki hlotið alvarlegan skaða af
lyfinu en hann hafi þó orðið mjög
ringlaður og afar skelkaður. Rann-
sóknarlögreglumenn segja að málið
sé litið afar alvarlegum augum og
leita nú þeirra sem ábyrgðina bera.
Hefur lögregla óskað eftir að vitni
að atburðinum gefi sig fram og gefi
upplýsingar um málið. ■
Indverski herinn fann þessa tvo móðurlausu hlébarðaunga í eftirlitsferð í bænum
Rajouri á dögunum. Þeim var komið fyrir á náttúruverndarsvæði í borginni Jammu í
norðurhluta Indlands þar sem þeir una sér vel eins og sést á myndinni.
Fær ekki að halda
lottóvinning
Dæmdur eiturlyfjasali og -smyglari
fær ekki að eiga lottóvinning sem
hann vann árið 2003 þar sem lottó-
miðinn var keyptur með illa fengnu
fé. Hinn mexíkanski Jose Luis Bet-
ancourt keypti miðann árið 2002 og
kom vinningur á hann að upphæð
3 milljónir Bandaríkjadollara. Upp-
haflega var Betancourt dæmdur til
þess að skila helming upphæðarinn-
ar en dómnum var skotið fyrir áfrýj-
unarrétt og var þar úrskurðað að
glæpamaðurinn þyrfti að skila allri
upphæðinni. Betancourt afplánar
nú 24 ára dóm. ■
Flug og gisting í tvær nætur
k+Aimswm_______________________
Verð á mann í tvíbýli á Munch Tulip Inn Rainbow
21.-23. okt., I I.-I3. nóv., 10.-12. des., 20.-22. jan., 3.-5. feb. og 17.-19. mars.
Innifalið: Flug, gisting, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld.
Hafið samband við söluskrifstofur lcelandair eða við Fjarsölu lcelandair í síma 50 50 100
(svaraö mánud. - föstud. kl. 9-17, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16).
Nú geta handhafar Vildarkorts Visa og
lcelandair notað 10.000 Vildarpunkta
sem 5.500 kr. greiöslu upp í fargjaldið.
út í heim lCELANDAIR jSf/
www.icelandair.is
1