blaðið - 19.08.2005, Qupperneq 12
12 i VEIÐI
FÖSTUDAGUR 19.ÁGÚST2005 blaðiö
Góð veiði í Ytri-Rangá
Ágúst K. Ágústsson viB Ægissíðufossinn, klár í slaginn.
Katrín Jónsdóttir með fallega laxa úr Ytri-Rangá, fyrir fáum dögum.
,Við vorum að koma úr Ytri-Rangá
og veiðiskapurinn gekk vel hjá
okkur, en ég og konan fengum fína
veiði. Árnar hafa verið að gefa mjög
vel,“ sagði Ágúst K. Ágústsson hjá
Agninu en hann var á veiðislóðum
Sérfraeöingar
i fluguveiði
Mælum stanglr,
splæsum lfnur
og setjum upp.
Sportvörucjerðin tif.,
Sk i pftiol t 5. s. 5(»2 «3«3.
fyrir fáum dögum.
Mjög góð veiði hefur verið í Ytri og
Eystri Rangá og hvert metið á fætur
öðru slegið í Eystri-Rangánni.
Flókadalsá í Borgarfirði er að
komast í 300 laxa, Gljúfurá í
Borgarfirði er í 190-200 löxum
núna.
„Það eru komnir yfir 400 laxar í
Straumfjarðará og veiðin gengur vel
hjá okkur,“ sagði Ástþór Jóhannsson,
við Straumfjarðará í vikunni.
í Gufudalsá í Gufudal eru komnir
20 laxar á land og hellingur af
bleikjum. ■
Sá stórí gleypti þann litla
Hann Jón Hallgrímsson flugmaður
lenti í merkilegri lífsreynslu
á urriðasvæðinu í Laxá í
Þingeyjarssýslu, niðri í Laxárdal,
fyrir fáum dögum.
Hann var veiða þar og einn og
einn urriði var að gefa sig, allt í einu
tekur hjá honum mjög lítill urriði.
Jón er að draga fiskinn, þegar allt í
einu þyngist drátturinn verulega.
Veiðimaður skilur ekkert í þessu
og hélt jafnvel að sá litli væri farinn
af og allt væri fast. En svo var ekki,
það var hægt að hreyfa aðeins færið.
Áfram er dregið nær landi og þá
sér veiðimaður hvers lags er, miklu
stærri urriði hafði gleypt þann litla.
Er nú farið draga stóra fiskinn en
þegar hann kemur nær landi, dettur
sá stóri af, en sá litli situr eftir og var
landað. En sá stóri sást ekki meira.
Gœsaveiðin
byrjar á
morgun
Gæsaveiðitíminn byrjar fyrir
alvöru í fyrramálið, en þá munu
fyrstu veiðimennirnir koma
sér fyrir í skurðum landsins.
„Það ætla margir á gæsaveiði
um helgina, enda er búið að .
vera klikkað að gera, enda
lendir þetta á helgi núna,“
sagði Jóhann Vilhjálmsson
byssusmiður, er við slógum á
þráðinn til að kanna málin en
vikan hefur verið annasöm, aUir
að gera sig klára fyrir veiðina.
Hundruð veiðimanna ætla
á veiðislóðir þessa fyrstu
helgi sem má fara á gæs.
Ekkert er vitað ennþá
með rjúpuna, hvernig verður
með hana, eða hvenær hún
verður leyfð yfir höfuð.
Það hefur kvisast út að
umhverfisráðherra munu segja
eitthvaðum næstu mánaðamót.
I Reykjafelli
*öryggisbúnaöur. Keppendur skulu allir klæðast eftirfarandi öryggisbúnaði:*
1. Lokuöum hjálm 2. Bak, hnó, olnboga og axlahllfum með hörðu yfirborði (brynju).
3. Legghlífum 4. Hnésíðum buxum 5. Síöerma treyju 6. Heilum hðnskum
Keppendur eru á eigin ábyrgö I keppnum HFR. Nánari Upplýsingar er að finna á www.hfr.is
Sunnudaginn 21. ágú
kl 13:00 verður önnur
keppni af þremur í Bikar-
mótaröð GÁP í Fjallabruni
skráning keppenda og skoðun öryggis-
búnaðar lýkur klukkan 12:00. Keppt
er i einum flokki 18 ára og eldri.
Foreldrar eða forráöamenn verða að
sækja um leyfi skriflega til keppnis-
stjóra ef þátttakandi eryngri en 18 ára.
Skilyröi fyrir þátttöku I mótinu er að
keppandi hafi farið 2 feröir í brautinni.
r,jBrautin verður opin Laugardaginn
20. ágúst og á keppnisdag frá 10-12
im
Hann Óðinn Helgi Jónsson var viö veiðar á Nessvæðinu I Laxá í Aðaldal fyrir skömmu
ogveiddi 94centimetarhængsemreyndistum17pund.LaxinntókSnælduIhylnum
Símastreng og var viðureignin fjörug. Laxinum var sleppt eftir góð kynni. Laxá I Aðaldal
hefur gefið ríflega 600 laxa núna. Ljósmyndina tók Klaus Frimor.