blaðið

Ulloq

blaðið - 19.08.2005, Qupperneq 23

blaðið - 19.08.2005, Qupperneq 23
blaöiö FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 VIDTAl. I 23 99.......................................... „Reykjavíkurlistinn var að mörgu leyti búinn að missa jarðsambandið við fólkið í borginni." En þú útilokar ekki að bjóðaþigfram til borgarstjóra? „Lífið hefur kennt mér að útiloka ekki neitt. Svo hef ég alltaf verið hrif- inn af hlutverki Bastíans bæjarfóg- eta í Kardimommubænum.” Sístelandi kleptómanar Snúum okkur þá að máli málanna. Þú vandaðir Bónusfeðgunum ekki kveðjurnar á sínum tíma, kallaðir þá suður-ameríska gangstera og ýmsum öðrum nöfnum. Hver er skoðun þín á málaferlum á hendur þeim? „í einkapósti til Jóhannesar sem ég leit á sem vin föður míns skóf ég ekki utan af orðum mínum. Óprútt- inn lögfræðingur sem er þó aðallega þekktur af annars konar ósvífni, Hreinn Loftsson, komst yfir bréfið og lét Moggann fá það. I dag myndu farísearnir segja eitthvað um DV ef blaðið birti slíkt bréf. Ég á erfitt með að átta mig á ákær- unum yfir sakborningunum en er hugsi yfir því að ég finn ekki þann sem stolið var frá í málinu. Ákær- urnar draga upp mynd af sístelandi kleptómönum sem eru að stinga undan fatakaupum og bílatollum. Mynstrið sem slíku fylgir virtist þó ekki birtast við saumnálarleitina í bókhaldinu. Gleðisnekkjan er það sem aðallega stendur í mér. I vax- andi mæli hef ég það á tilfinning- unni að þetta sé öðrum þræði þræta um túlkun á bókhaldi og þeir hafi verið fullseinir að færa í rétta dálka. Kannski hef ég rangt fyrir mér en mér finnst nóg yfir þá ganga án þess að ég sé að sparka í þá líka. Mér finnst svo írónískt að sjá að feðgarnir hafa lært af manninum sem þeir eru alltaf að slást við. Þeir orga opinberlega á hæstarétt eins og Davíð gerði þegar hann var að hrista hann til að reyna að fá fram hugnan- lega niðurstöðu í Vatnseyrarmálinu og öryrkjamálinu á sínum tíma.“ Skap eins og íslenskt vorveður Þú virðist yfirleitt vera í góðu skapi en samt getur fokið í þig. Hvernig myndirðu lýsa skaplyndi þínu? „Það er eins og íslenskt vorveður. Yfirleitt er sól og milt en stundum rýkur hann upp með ofsaveðri sem tekur fljótt af. 1 gamla daga var ég langræknari en það er liðið. Ég erfi ekki lengur neitt. Það er ákaflega gott að líða þannig þegar maður er kominn í hálfleik. Ég hef líka borið gæfu til þess að eignast ekki bara góða vini í mínum flokki heldur á ég líka góða vini innan hinna flokk- anna.“ Hvaða pólitíska andstæðinga kanntu best við, efþú mátt bara nefna tvo? „Ég á sem betur fer bara pólitíska andstæðinga en ekki pólitíska óvini. í stjórnarliðinu ber ég mikla virð- ingu fyrir Einar K. Guðfinnssyni sem ég tel að sé vanmetinn hæfi- leikamaður í Sjálfstæðisflokknum. Hann er harðskeyttur andstæðing- ur og ég sagði einu sinni að enginn væri betri en hann í að verja vondan málstað. Ég hef líka bundist vináttu- böndum við Björn Bjarnason í sam- starfi okkar í Þingvallanefnd. Senni- lega eru fáir stjórnmálamenn sem njóta jafn lítilla vinsælda á vinstri vængnum og Björn en okkar sam- band varð snemma þannig að við treystum hvor öðrum þó við höfum lent í heiftarlegum höggorustum á Alþingi. Mín reynsla af Birni er að hann kemur aldrei aftan að mönn- um. Okkar samstarf um að koma Þingvöllum á Heimsminjaskrá er eitt það ánægjulegasta sem ég hef átt í þinginu og hann átti ómældan þátt í því. Svo er það auðvitað Ögmundur en ég lít ekki á hann sem andstæð- ing þó hann sé í rangri vist. “ Við erum að taka þetta viðtal á Grœn- landi þar sem þú mættir með Birtu dóttur þína í messu á sunnudegi. Ertu trúaður? „Já, ég er trúaður. Þetta er óskýran- leg trú en Irún veitir mér mikla stað- festu. Geta mín til að takast á við mótlæti stafar af því að ég er sann- færður um að menn uppskera eins og þeir sá og ég reyni að koma fram við aðra eins og mér var innrætt af mínum kristilegu uppalendum." Dásamlegt föðurhlutverk Þið hjónin voruð barnlaus í mörg ár en nú eigið þið tvær dætur frá Kól- umbíu. Þær hljóta að hafa breytt lífi ykkar? „Það er ekkert sem hefur gefið mér jafn mikið í lífinu og að eignast þess- ar stúlkur. Þær eru dásamlegar. Ég upplifi sjálfan mig alltaf sem sigur- vegara og er alltaf sannfærður um að ég yfirstígi alla erfiðleika. Það var mjög erfitt að standa andspænis því að geta ekki átt börn og ég lofaði Ár- nýju konu minni að ég myndi leysa ann vanda með einhverjum hætti. g gerði það. Það tók okkur fjögur ár að eignast Birtu. Ég skrifaði stöðugt á heimili í Kólumbíu sem hafði gefið okkur vilyrði fyrir barni. En þetta var einsog í suður-amerískri skáldsögu. Þeir sögðu: Vertu ekki alltaf að skrifa, þú færð barnið. Ég hætti að skrifa og barnið kom ekki. Ég fór þá sjálfur til Kólumbíu og þá var sagt: Já en þú hættir að skrifa! í sárabætur var sagt: Þú færð stúlku sem verður alveg eins og þú. Ég fékk Birtu sem var breiðleit og kát og leit út eins og ég. Að vísu hef- ur þróunin orðið með öðrum hætti því í dag er hún fíngerð, blíðlynd og gáfuð eins og mamma hennar. Ég hef hins vegar fengið aðra stúlku, jafndá- samlega, sem hefur sama karakter og ég, skapstór, úthverf, hörð af sér og alltaf til í hvað sem er.“ Þú skrifar á hverjum degi nokkrar pistla á heimasíðu þína og virðist skemmta þér vel. „Ég var ritstjóri og blaðamaður og fátt hef ég gert sem gleður mig jafn- mikið og að skrifa. Ég hef skoðanir á öllum sköpuðum hlutum og er eng- um háður nema sannfæringu minni. Ég ætla að halda áfram að láta vaða og segja skoðanir mínar á öllu, hve- nær sem er og af hvaða tilefni.“ Þú vannst á sínum tíma verðlaun í menntaskóla fyrir smásögu. Langar þig til að skrifa bækur? „Ég hef ótrúlega gleði af því að skapa með orðum og mig hefur alltaf lang- að til að verða rithöfundur. Ef ég hefði ekki orðið stjórnmálamaður þá hefði ég sennilega reynt það til þrautar. Ég var býsna drjúgur að skrifa smásögur í menntaskóla en ég hef fundið sköpunargleðinni far- veg í því að halda úti bloggsíðu. Mig langar til að skrifa meira og blanda saman áhuga mínum á skriftum og áhuga mínum á náttúrufræði. Mig langar til dæmis til að skrifa um Þingvelli. Ef örlögin haga þvi svo að ég fæ ekki að njóta starfsorku minn- ar í stjórnmálum næstu árin þá kann vel svo að fara að ég snúi mér alfarið að skriftum." kolbrun@vbl.is RYMIN GARS ALA! í DAG , OG A MORGUN; ALLT AJÚ O 50 AFSLATTUP

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.