blaðið - 19.08.2005, Page 30

blaðið - 19.08.2005, Page 30
30 I ÍPRÓTTIR FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 blaöiö Owenáleið- innitilAnfield Samkvæmt fréttum frá Bret- landi og þá frá Liverpool-borg eru nú taldar yfirgnæfandi líkur á að fyrrum stjarna púl- ara, Michael Owen, gangi á ný til liðs við félagið á allra næstu dögum. The Mirror greinir til dæmis frá því að Owen fari á lánssamningi til Liverpool til eins árs og síðan verði gengið frá sölu á leikmanninum til Liverpool. Real Madrid sem Owen leikur með í dag skuldar Liverpool enn um 350 milljónir íslenskra króna af um 930 milljón króna kaupum félagins á Owen fyrir ári síðan. Fréttavefur BBC gengur enn lengra í málinu í gær og segir að það sé öruggt að Michael Owen gangi til liðs við Liverpo- ol á ný en félagið ætli að selja Milan Baros og jafnvel Djibril Cisse en Frakldnn snjalli kæmi þá til með að fara til frön- sku meistaranna í Lyon. Því liði stjórnar einmitt Gerard Houllier sem keypti Cisse á sínum tíma til Liverpool. Formúla i um helgina Um helgina verður keppt i Tyrk- landi í Formúlu 1 kappakstrinum og er þetta í fyrsta sinn sem keppt verður á þessari braut. Hver hring- ur er 5.34 kílómetrar og eknir eru 57 hringir sem gerir að heildarlengd brautarinnar er 309,72 kilómetra. Ekið er í öfugan klukkugang rétt eins og í Brasilíu og San Marínó. Lík- amlegt álag á ökumenn verður því talsvert meira en í öðrum mótum. Átta beygjur eru til vinstri í braut- að geta orðið allt að 320 kílómetrar sem er ekki neitt smáræði. Nokkrir ökumanna í Formúlu 1 kappakstrin- um hafa heimsótt brautina fyrr á ár- inu og hlakka mjög til að reyna sig á brautinni. Um 155.000 áhorfendur komast fyrir í kringum brautina og 25.000 verða á besta stað eða fyrir framan þjónustusvæði keppnisbíl- anna. Það þarf kannski ekki að taka það sérstaklega fram að uppselt er á keppnina. Tyrkir eru miklir íþrótta- inni og sex til hægri. Fernando Al- onso ætlar sér stóra hluti i brautinni sem hönnuð er af Þjóðverjanum Her- mann Tilke. Tepeören-Tuzla er nafn- ið á bænum sem er rétt utan við Ist- anbul. Einir þrír langir beinir kaflar eru í brautinni og ætti hraðinn þar áhugamenn og eru mjög spenntir fyrir hinni nýju aktursíþrótt í land- inu. Á hverju ári er haldið heims- meistaramót í rallakstri í Tyrklandi og heimamenn fagna þessari viðbót svo sannarlega. ■ Sæti Nafn Famleiðandi Stig 1. Fernando Alonso Renault 87 stig 2. Kimi Raikkonen McLaren/Mercedes 61 stig 3. Michael Schumacher Ferrari 55 stig 4. JarnoTrulli Toyota 36 stig 5. Juan Pablo Montoya McLaren/Mercedes 34 stig 6. Ralf Schumacher Toyota 32 stig 7. Rubens Barrichello Ferrari 31 stig 8. Ginacarlo Fisichella Renault 30 stig 9. Nick Heidfeld Williams/BMW 28 stig 10. MarkWebber Williams/BMW 24 stig tilNorwich Chelsea-Arsenal á sunnudag Birmingham City og Norwich City náðu í gær samkomulagi um að Birmingham mundi selja írska landsliðsmanninn Clinton Morrison til Nor- wich. Kaupverð Norwich er um 232 milljónir íslenskra króna fyrir þennan 26 ára framherja sem hefur verið töluvert frá því að komast í lið Birmingham að undanförnu. Southampton og Sunderland voru einnig að reyna að kaupa leikmanninn en endapunktur var sem sagt Norwich City fyrir Clinton Morrison. Önnur umferð úrvalsdeildar ensku knattspyrnunnar fer fram um helg- ina og þar ber án efa hæst leikur Lundúnafélaganna Chelsea og Ar- senal sem fer fram á Stanford Bridge heimavelli Chelsea. Leikurinn verður á sunnudag og hefst klukk- an 15.00. Bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferð. Chelsea marði nýliða Wigan 0-1 á útivelli á meðan Arsenal vann Newcastle á Highbury 2-0. Það má búast við hörkuleik á sunnudag en ekki er búist við að búið verði að klára kaupin á Michael Essien fyrir þann tíma en ef svo verður er búist við að leikmaðurinn byrji á vara- mannabekknum. Það verður athygl- isvert að fylgjast með hvort William Gallas eða Ricardo Carvalho verða í vörninni hjá Chelsea. Carvalho var mjög ósáttur við að vera ekki í byrj- unarliðinu um síðustu helgi og ef Jose Mourinho velur að setja hann á bekkinn í þessum leik þá má reikna með að það styttist í að Carvalho fari fram á sölu. Úr herbúðum Arsen- al er það að frétta að forráðamenn fé- Kynntu þér frábær tilboð á jepþadekkjum hjá okkur. Mikið úrval! Vaxtalausar léttgreiðslur! Smurþjónusta Peruskipti Rafgeymar' á tilboði Betri verð! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110 lagsins gáfu út tilkynningu þar sem sagði að Sol Campbell varnarmaður væri ekki á förum frá Arsenal en sögusagnir voru á kreiki í vikunni um að hann ætlaði að fara fram á sölu. Þetta er í 137. sinn sem Chelsea og Arsenal mætast. í síðustu 26 viður- eignum liðanna í úrvalsdeild hefur Chelsea aðeins unnið þrjá leiki. Chels- ea er ósigrað í síðustu 25 heimaleikj- um í deildinni en síðast þegar Chels- ea tapaði leik í deildinni á heimavelli var það einmitt fyrir Arsenal. Arsene Wenger stjórnar liðinu í sínum 500. leik á sunnudag og ef Frank Lampard skorar fyrir Chelsea þá verður hann búinn að skora 50 mörk fyrir félagið. Thierry Henry sóknarmaðurinn frá- bæri í liði Arsenal er aðeins þremur mörkum frá því að jafna markamet Ian Wright fyrir Arsenal hann skor- aði 185 mörk. Kolo Toure leikur sinn 100. leik fýrir Arsenal og þennan stór- leik á sunnudag dæmir sá ágæti mað- ur, Graham Poll. Aðrir leikir á sunnudag Fyrsti leikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni verður í fyrramálið þegar Manchester United og Aston Villa mætast á Old Trafford klukk- an 11.45. Leikurinn verður í beinni útsendingu á fótboltastöðinni Enski boltinn. Allir leikir helgarinnar verða í beinni á þeirri ágætu stöð og leikirnir eru þessir: Á laugardag klukkan 14.00. Liverpool-Sunder- land, Blackburn-Fulham, Charlton- Wigan, Newcastle-West Ham og Tot- tenham-Middlesbrough. Klukkan 16.00 er svo leikur Birmingham og Manchester City og klukkan 18.30 leikur W.B.A. og Pórtsmouth. Á sunnudeginum hefst fjörið svo með leik Bolton og Everton klukkan 12.15 og stórleikurinn, Chelsea - Arsenal, verður síðan flautaður á klukkan 15.00. B “teknos TELA Innimálning Gljastig 3,7,20 ■f Verð frá kr. 298 pr.ltr. ^ Gæða málning á frábæru verði / Útimálning •/ Viðarvörn •/ Lakkmálning ✓ Þakmálning / Góifmálning / Gluggamálning Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. IS0 9001 gæðastaðli. ^ÍSLANDS MÁLNING Sætúni 4/Sími 517 1500b

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.