blaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 14
blaðiö
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Slgurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
TAKTLEYSI STJORNVALDA
Pegar skrifað var undir kjarasamninga á almennum vinnu-
markaði snemma árs 2003 voru settar í þá forsendur sem
nefndar hafa verið eftir rauðum strikum. Forsendurnar voru
tvær, annarsvegar að verðbólga mátti ekki fara yfir ákveðin mörk
og hinsvegar að launahækkanir annarra stétta máttu ekki vera
fram yfir það sem ný búið var að semja um. Fyrrnefnda ákvæðið
var sett inn í kjarasamninga til að tryggja að launafólk fengi raun-
verulega kaupmáttaraukningu út úr samningunum. Seinna ákvæð-
ið var sett inn þar sem áratuga löng hefð er fyrir að ófaglært starfs-
fólk á almennum vinnumarkaði semji fyrst hópa um kaup og kjör,
en horfi síðan upp á aðrar stéttir fá mun meiri kjarabætur við sína
samninga. Skoða á hvort þessar forsendur haldi tvisvar á tímabil-
inu, og nú líður að fyrri skoðun þeirra.
Forsendur fyrir rauðu strikunum eru að bresta, enda hefur verð-
bólgan verið há að undanförnu. Þetta segja þeir fulltrúar verkalýðs-
hreyfingarinnar sem hafa tjáð sig um málið opinberlega. Það hefur
vakið athygli að verkalýðshreyfingin hefur einbeitt sér að gagnrýni
á verðbólguþróun hér á landi, en lítið hefur verið rætt um launa-
hækkanir annarra hópa, enda hafa laun almennt ekki hækkað fram
yfir það sem gert var ráð fyrir. Á þessu eru þó athyglisverðar und-
antekningar.
Það sem stingur líklega mest í augun eru kjarabætur þeirra sem
hæst eru settir hjá ríkinu. Það var til að mynda ótrúlegt að fylgjast
með fréttum af þeim breytingum sem gerðar voru á kjörum seðla-
bankastjóra nokkrum andartökum áður en tilkynnt var að Davíð
Oddsson myndi setjast í þann virðulega stól. Þær kjarabætur eru
langt fram yfir það sem samið var um á almennum vinnumarkaði,
og eru gott dæmi um hvað gerist þegar einstaklingar komast í þá
stöðu að geta skammtað sér sín eigin kjör. Að gera slíkt skömmu
áður en fjallað er um hvort forsendur almennra kjarasamninga eru
brostnar eða ekki sýnir hversu illa tengd stjórnvöld eru við raun-
veruleikann og hinn almenna launamann hér á landi.
Auglýsingastjórí: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & augiýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aflalsimi: 510 3700. Símbréfáfréttadeild: 510.3701. Símbréf áauglýsingadeild: 5103711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: (slandspóstur.
14 I ÁLIT
MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 blaöiö
Það vantar fólk!
Það er mjög mið-
ur að þjónustu-
skerðing er nú
á nokkrum frí-
stundaheimilum
borgarinnar og
leikskólum vegna
samkeppni um
starfsfólk. Fram
hjá því horfir eng-
inn að þetta ástand er óviðunandi,
sérstaklega þar sem núverandi borg-
aryfirvöld hafa lagt metnað sinn að
veði fyrir því að koma á fullri leik-
skóla- og frístundaheimilaþjónustu.
Reykjavíkurlistinn kom á þessari
byltingu í borginni og okkur er annt
um þessa þjónustu. Ástandið er verra
nú en fyrir var séð miðað við reynslu
síðustu ára, en eigi að síður hafa
starfsmenn borgarinnar auglýst síð-
an í maí og haft úti alla króka. Þetta
ástand kemur ekki aðeins niður á for-
eldrum sem fá skerta þjónustu, held-
ur líka á starfsfólki sem býr við mikið
álag - og svo auðvitað á börnunum
sem þurfa öryggi.
Borgarráð samþykkti á fimmtu-
dag allt að 50 mkr. aukaframlag
til að koma til móts við starfsfólk
með álagsgreiðslum og leggjum
við auk þess höfuðáherlsu á að
hraða samningum. Fíversu langt
það dugar í þessari viku og næstu
er vandséð. Atvinnurekendur berj-
ast hvarvetna um fólk, það á við á
velferðarstofnunum ríkisins, það
á við í einkafyrirtækjum eins og
bakaríum og dreifingarfyrirtækj-
um...alls staðar.
Sést hve mikils virði velferð er
Af þessum vandræðum, sem von-
andi eru tímabundin, má vel sjá
hve mikilvæg velferðarþjónustan
er. Það er gott að heyra háværar
kröfur skattgreiðenda sem nú
stíga fram og krefjast að umönn-
unarstörf séu nægilega vel borguð
til að fólk fáist. Ég skil þessar radd-
ir sem stuðning við meginstefnu
Reykjavíkurlistans sem hefur haft
forgöngu um að byggja upp þetta
þjónustukerfi og vill gera enn bet-
ur. Fyrir mig er ástandið mikil
vonbrigði, við vonuðumst til að
geta sagt með stolti: I haust fá öll
18 mánaða börn og eldri tilboð um
leikskólavist. Það getum við - þeg-
ar tekst að manna stöður.
Mannauðsstefna
Lærdómurinn sem ég dreg af ástand-
inu, þegar til lengri tíma er litið, er
þessi: Fólk skilur og styður stefnu
sem setur þjónustu við borgara og
börn í öndvegi, svo sem leikskóla og
frístundaheimili. Fólk skilur og styð-
ur stefnu sem hefur það að markmiði
að ræktaþann mannauð sem nauðsyn-
legur er svo að þessi þjónusta dafni.
Við ættum því þegar að hefjast handa
við að bjóða starfsmönnum okkar
námsleiðir með starfi, sem efla þá og
þroska og leiða til batnandi kjara. Ég
minni á að styttri námsbrautir eins
og félagsliðabrautir og sjúkraliða-
brautir hafa skilað árangri. Nú eru í
gangi námskeið fyrir starfsmenn Efl-
ingar á leikskólum, svo sem fyrir 45
ára og eldri til að styrkja stöðu þeirra
á vinnumarkaði. Við gætum komið á
leikskólaliðabraut, og svipaðri starfs-
þjálfun fyrir starfsmenn frístunda-
heimila, því það er langt í land með
að nægilega margir leikskólakennar-
ar menntist til að fylla allar stöður
eins og sumir vilja. I grunnskólun-
um starfa hlið við hlið: skólaliðar,
stuðningsfulltrúar og kennarar. Ég
sé fyrir mér að við gefum fleiri „ófag-
lærðum“ starfsmönnum leikskóla
og frístundaheimila tækifæri til að
styrkjast í starfi og laun taki mið af
því. Starfsmenn munu njóta, stofnan-
irnar munu fá enn hæfari og tryggari
starfsmenn, og það eflir þjónustuna
við börnin. En brýning dagsins er
þessi: Við munum einskis láta ófreist-
að til að manna stofnanir okkar. Mér
þykir afskaplega leitt að sá málaflokk-
ur sem ég er stoltastur af fyrir hönd
Reykjavíkurborgar eigi við þennan
vanda að stríða, en hann er marg-
slunginn og því miður engin einföld
lausn til. Væri svo hefði einhver bent
á hana. En ég bið fólk að treysta því
að við erum með uppbrettar ermar
og horfum bæði til dagsins í dag og
lengri tíma.
Stefán Jón Hafstein
formaður menntaráðs
Stærri og öflugri sveitarfélög
Inæsta mánuði
fara víða fram
kosningar um
sameiningu sveit-
arfélaga. Því mið-
ur hafa fjölmiðlar
ekki sýnt þessum
kosningum nægj-
anlega athygli og
umræða um mik-
ilvægi eflingar
sveitarstjórnarstigsins verið of lítil.
Vissulega eru þær tillögur sem kos-
ið er um aðeins lítið skref í rétta átt
en mikilvægt. Flestum er ljóst að
sveitarstjórnarstigið hér á landi er
alltof veikt og verkefni þess í engu
samræmi við það sem gerist í okkar
nágrannalöndum. Alltof mörg verk-
efni sem eðlilegra er að sveitarfélög
annist eru hjá ríkisvaldinu, meg-
inástæða þess er að sveitarfélögin
eru mörg og smá. Þeir sem styðja
miðstýringu og telja að best sé að
ákvarðanir séu teknar sem lengst
frá þeim sem þjónustunnar njóta
vilja eðlilega engu breyta í skipan
sveitarstjórnarmála. Efling sveitar-
stjórnarstigsins er hluti af valddreif-
ingu og eitt þeirra mála sem skiptir
landsbyggðina hvað mestu.
Hugmyndafræðin er einföld og
með ólíkindum hvað hægt hefur
gengið á þessari braut. Meginskýr-
ingin er vantraust milli ríkisvalds-
ins og sveitarfélaganna þess vegna
verður að byggja upp traust milli að-
ila. Það gerist hins vegar ekki nema
ríkisvaldið hafi trúverðuga stefnu
um gjörbreytingu á samskiptum og
verkaskiptingu milli ríkis og sveitar-
félaga. Fram að þessu hafa samskipti
aðila tekið mið af smáskammta-
lækningum á sveitarstjórnarstiginu
vegna skorts á skýrri framtíðarsýn.
Nærþjónustu til sveitarfélaga
En hvert skal stefna? Öll nærþjón-
usta á heima hjá sveitarfélögunum.
Þannig eru gæði þjónustunnar best
tryggð svo og áhrif íbúanna. Verka-
skipting ríkis og sveitarfélaga er
úrelt enda ákveðin við allt aðrar
aðstæður en fyrir hendi eru í dag.
Breytingarnar hafa aðeins verið í
misstórum skrefum, flestum litlum
en það örlar ekki á raunverulegri upp-
stokkun. Dæmin um verkefnin sem
eiga heima hjá sveitarfélögum þegar
þau eru orðin stærri og öflugri er t.d.
þjónusta við fatlaða, heilsugæslan,
framhaldsskólinn, rekstur flugvalla
annarra en alþjóðlegra flugvalla og
hluti af starfsemi Vegagerðarinnar.
Rekstur framhaldsskóla er gott
dæmi um verkefni sem sannarlega
á heima hjá sveitarfélögunum, um
er að ræða nærþjónustu sem þarf að
taka mið af aðstæðum í umhverfinu.
Þá er stór hluti þeirra sem nota þjón-
ustuna undir lögaldri og tenging og
samfella milh skólastiga verður sí-
fellt mikilvægari. Við slíkar aðstæð-
ur blasir við mikilvægi þess að sami
aðili beri ábyrgð á rekstri skólastig-
anna frá leikskóla að lokum fram-
haldsskóla. Flutningur grunnskól-
ans er gott dæmi um velheppnaðan
flutning verkefnis frá ríki til sveitar-
félaga frá sjónarhóli þeirra sem þjón-
ustunnar njóta. Grunnskólinn hefur
tekið stakkaskiptum eftir að sveitar-
félögin tóku yfir rekstur hans. Fátt
sýnir betur hvað grunnþjónustan á
mikið betur heima hjá sveitarstjórn-
um heldur en hinu fjarlæga opinbera
valdi. Hið sama mun gerast við flutn-
ing framhaldsskólans.
Skipting verka á milli sveitarfélaga
og ríkisins hafa þróast á allt annan
veg hjá nágrannaþjóðum okkar. Þar
er hlutfall ríkis og sveitarfélaga af
opinberri þjónustu öfugt við okkar,
þ.e. hlutur sveitarfélaganna er þar
meiri en ríkisins. Ekkert réttlætir að
þetta sé ekki sambærilegt hér á landi
og því eðlilegt markmið að taka mið
af Norðurlöndunum. 1 því felst vald-
dreifing, betri þjónusta, betri með-
ferð fjár og aukin áhrif íbúanna á
eigið umhverfi.
Th að þróunin geti verið á þessa
lund í framtíðinni þarf heildarendur-
skoðun á tekjustofnun sveitarfélaga.
Það þarf að leita leiða til að breikka
tekjugrunninn t.d. með því að sveit-
arfélög fái hlutdeild í óbeinum skött-
um th að fjármagna ný verkefni sem
þau taka við frá ríkinu.
Það er hinsvegar ógerningur að
finna viðunandi lausn bæði á verk-
efna- og tekjuskiptingu nema með
uppstokkun sveitarstjórnarstigsins,
þ.e. verulegri fækkun og mikilli
stækkun sveitarfélaga samhliða verk-
efnaflutningi frá ríki til sveitarfélaga.
Þess vegna munu kosningarnar um
sameiningu sveitarfélaga í næsta
mánuði ekki tryggja lausn. Það er
hinsvegar mikilvægt að úrslit kosn-
inganna tryggi að stigið verði lítið
skref í rétt átt.
Næstu skref
Stóra verkefnið á þessu sviði er að
færa sveitarstjórnarstigið inní nútim-
ann, það þarf að framkvæma sem
fýrst því miklir hagsmunir eru í húfi.
Þess vegna þarf strax að loknum
sameiningarkosningunum að hefja
markvissan undirbúning að næstu
skrefum. Sumt blasir við t.d. þarf að
tryggja að reglur Jöfnunarsjóðs vinni
með sameiningu en ekki gegn, þann-
ig verði tryggt að öll sveitarfélög sem
sameinist fái aldrei minni tekjur og
helst auknar tekjur við sameiningu.
Vegna smæðar sveitarfélaga og fjölda
plástursaðferða í of langan tíma má
segja að Jöfnunarsjóðurinn sé orð-
inn að sérstöku vandamáli. Reglur
sjóðsins eru orðnar svo flóknar að
fáir skilja þær til fullnustu.
Sveitarfélögin verða að vera miklu
færri og stærri en til að slíkt tryggði
aukið lýðræði þarf margt að koma
til t.d. setja lagaramma varðandi
ákveðna málaflokka t.d. leikskóla,
grunnskóla og fjallskil, slíkar stjórn-
ir mætti kalla þorpsstjórnir, hverfa-
stjórnir eða hreppsnefndir. Þannig
má nálgast þörfina fyrir öflug sveit-
arfélög og samhliða vinna bug á ótta
margra um að hin stóru sveitarfélög
gleypi allt og völdin færist fjær fólk-
inu, - en ekki nær.
Markmið með slíkum breyting-
um er að færa ákvarðanatöku nær
fólkinu og tryggja áhrif þeirra í
stærstu málaflokkunum.
Alfa fiallar ttm trúna og tilveruna
www.alfa.is
Einar Már
Sigurðarson,
Einar Már Sigurðarson,
alþingismaður.