blaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 24
24 I MATUR MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 blaöið Matarœði barna Vanmetinn þáttur i heilsu Hirsigrautur i Vi msk fínmalað hirsi (til í heilsubúðum) í Vi -2 dl vatn lífrænt ræktað epli (hýðislaust) 1 msk eplasafi 2 tsk kaldhreinsuð lífræn möndluolía 1 tsk möndlumauk (fæst í heilsubúðum) 1-3 msk hrísgrjóna eða möndlumjólk (fæst í heilsubúðum) Aðferð: Setjið grautinn í pott og hellið vatninu út á og hrærið vel. Þvo- ið eplið og afhýðið helminginn. Brytjið því næst helminginn niður sem þið afhýdduð ofan í pottinn og hrærið (afgangurinn af eplinu fer í vel lokuðum umbúðum inn í ísskáp. Geymist í nokkra daga). Bætið einnig strax rúsínunum út í. Látið suðuna koma upp, setjið þá á lægsta straum og hrærið stanslaust í 2 mínútur. Látið grautinn, eplið og rúsínurnar standa í pottinum í um to mínútur í viðbót. Takið skál og setjið f hana olíuna, möndlumaukið, eplasafann og mjólkina. Maukið grautinn með eplunum og rúsínunum í pottinum með töfrasprota eða stapp- ið og hellið svo öllu í skálina og hrærið vel saman. Tilbúið! Toscana: Pepperone, jalapenos, rjómaostur, ananas, sv. ólrfur, hvitlaukur, sveppir, krydd 090 590 rrrs»vVtÆ Komdu og taktu með, borðaðu á staðnum eða fáðu sent heim við sendum heim: 109,110,111,112,113 helmsandlngargiald 300 kr BlaÖiÖ/Steinar Hugi Lítið hefur verið skrifað um mataræði barna á íslandi segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir Mataræði hefur áhrif á sál og heilsu og það er mikilvægt að huga að mataræði barna strax frá upphafi. Ebba Guðný Guðmundsdóttir hef- ur velt þessum hlutum fyrir sér og þróað mataræði dóttur sinnar eftir eigin reynslu. „Ekki hefur verið mikið skrifað um efnið á Islandi en ég hef lesið erlendar bækur til að fá ráð“ segir Ebba. Hún telur að áhrif mataræðis á andlega og líkamlega heilsu fólks sé því miður af mörgum vanmetið. „I nútíma samfélagi er hraðinn mikill og maturinn hefur þróast eftir því. Hvítt hveiti er dæmi um mikið unna matvöru sem hefur að geyma nánast engin næringarefni og er það unnið einmitt til þess að það sé auðveldara í meðferð því það geymist betur þegar kjarninn og hýð- ið er fjarlægt en kjarninn og hýðið eru næringarmestu hlutarnir“ segir Ebba. Hún mælir með lífrænu spelti í bakstur eða heilhveiti. Einnig að notaðar séu aðrar korntegundir svo sem hirsi, quinoa, bygg, heilir hafrar og svo framvegis til dæmis í grauta. Það sé góður morgunmatur og einn- ig gott meðlæti með mat. Ebba segir að það sé um að gera að venja börn á hollt mataræði frá byrjun. Hún seg- ir það hafa verið auðvelt í raun að halda hvítum unnum sykri frá dótt- ur sinni alveg til þriggja ára aldurs. Þangað til mætti dóttir hennar til dæmis í afmæli til að leika og vissi ekkert að mamma hennar mætti líka til að borða kökur. Núna gefur hún henni að borða áður en hún fer í afmæli og svo fær hún köku að sjálf- sögðu eins og allir aðrir. RÍZZO: Pepperone, laukur, sveppir, ferskur hvitlaukur, jalepeno, sv. pipar Naples: Skinka, pepperone, sveppir, sv. ólifur, hvitlaukur, grænn pipar, parmesan Ebba mælir með: • Að börn séu vanin á grauta á morgnana eins og hirsi, quinoa, bygg, bókhveiti, hýðishrísgrjón og svo framvegis. Sjálf notar hún líf- rænt ræktað korn. Heilhveiti segir hún mun betra en hveiti en hrifnust er hún af spelti í bakstur (brauð og kökur) • Að ávallt séu notuð hýðishrís- grjón og speltpasta eða heilhveiti pasta ekki hvítt. • Að börn fái fjölbreytt úrval af ávöxtum, grænmeti og salati þegar þau eru farin að tyggja. • Kaldhreinsaðar lífrænar olíur (úr dökkum glerflöskum) hafa að geyma nauðsynleg næringarefni því öll þurfum við góða fitu. Þær eru góðar út á grauta, út á salöt, út á grænmetið og jafnvel bara beint úr skeið. Og þá má ekki hita þær. • Að hvítum unnum sykri sé hald- ið frá börnum í lengstu lög og eins mikið og hægt er og frekar sé notað- ur minna unninn sykur svo sem hrá- sykur, lífrænt hunang, agave sýróp, sykurrófusýróp, þurrkaðir ávextir svo eitthvað sé nefnt. Mataræði barna skiptir miklu máli um heilsu þess og vellíðan • Lífrænum mjólkurvörum. • Fræjum og hnetum sem hafa að geyma óteljandi næringarefni. Þó er ekki mælt með að gefa börnum hnetur fyrr en eftir eins árs aldur og seinna ef ofnæmi er í fjölskyldunni. Fræin er hægt að mala og setja út í grautana þó ekki fyrr en eftir 8 mán- aða aldur. I m

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.