blaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 26
26 I SAMSKIPTI KYNJANNA FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 blaðið 12 góð ráð fyrir daðrara Að hitta og kynnast nýju fólki getur verið þrautinni þyngri. Feimni er algengari en margir gera sér grein fyrir og jafnvel hörðustu naglarnir - og mestu gellurnar geta verið feimin og lítil inni í sér, án þess að nokkur viti af því. Hér fylgja því nokkur góð ráð til að brjóta ísinn og daðra bet- ur. Ekki vera hrædd(ur) um að gera þig að fífli. Það versta sem getur gerst er að þú færð höfnun og þá er málið bara úr sögunni og þú getur snúið þér að öðru. Ef þú vilt vera í æf- ingu í að verða hafnað, daðraðu þá fyrst við fólk sem þú ert ekkert svo spennt(ur) fyrir og þá er allt í lagi þó hlutirnir fari illa. En hvernig daðrar maður? IGakktu upp að sætum strák eða stelpu og kynntu þig. Ekki nota neina asnalega línu, ekki kyssa á kinn, bjóddu í mesta lagi upp á handaband. Fólk kann yfirleitt að meta hreina og beina framkomu og góða kynningu og ef það tekur í hönd þína er það tilbúið í spjall. Ef þú ert í hópi fólks, passaðu þig að grípa ekki fram í fyrir neinum. Slíkt virkar fráhrindandi og bendir til þess að þú sért lélegur hlustandi. Sá sem kann að hlusta er hægt að treysta. 3Byrjaðu á því að tala um daginn og veginn, eða eitthvað í um- hverfinu. Eftir að samræðurnar eru komnar af stað geturðu frekar beint þeim þangað sem þú vilt. Alls ekki tala um eitthvað sem tengist kynlífi. Margt fólk vill ekki ræða neitt svo- leiðis við ókunnuga. Reyndu að forðast niðurdrep- andi málefni, eins og dýrtíð, vont veður, lélegt sjónvarp eða veik- indi. Fólk hrifst ekki af þeim sem einblína á hið neikvæða. 5Reyndu að finna eitthvað sem þið eigið sameiginlegt. Þegar samræðurnar eru komnar af stað, spurðu þá spurninga eins og: „Ferðu á skíði á veturna?“, „hefurðu gaman af að dansa?“, „hefurðu prófað ein- hvern góðan veitingastað nýlega?“ eða „hvaða líkamsrækt stundarðu?" Mundu bara að spyrja ekki spurn- inga sem kalla bara á já og nei-svör. 6Bestu daðrarar eru vingjarnleg- ir við alla og missa aldrei af tæki- færi til að brosa. Reyndu alltaf að líta eins vel út og hægt er. Að vera nýbaðað- ur/böðuð og ilmandi er líka mjög áhrifaríkt. 8Ódrukkið fólk er nær alltaf meira heillandi en drukkið, svo ef þú vilt daðra vel ættirðu að sleppa þvi að drekka. 9Ekki bíða eftir því að einhver annar komi til þín. Taktu af skarið og vertu óhrædd(ur). Ekki líta út fyrir að vera á hraðferð. Fólk sem er alltaf að kíkja á klukkuna eða símann sinn og skimar til dyranna er bara stress- andi og ekkert spennandi. Hrósaðu fólki í kringum þig. Ef þú hælir fólki og brosir til þeirra eru allir glaðir og jákvæðir í kring um þig og þú verður mun vin- sælli. Hlæðu meira. Fólk sem er með lifandi framkomu og hlær er ósjálfrátt meira aðlaðandi því það lítur ekki út fyrir að taka sig of alvarlega. Gangi ykkur vel! MEYJA 23. ÁGÚST - 22. SEPTEMBER HVAÐ SEGIR FREYJA UM KYNIN? Meyjarmerki er merki hinnar hreinu meyjar. En þetta fólk er ekki skírlífara en aðrir. Þeir sem fæddir eru í merkinu eru frekar jarðbundnir og alvörugefnir, vandlátir og kröfuharðir. Það fylgir þessu fólki ekki hávaði og fæstir eru málefnalegir. Meyj- - an er nákvæm og hefur listræna hæfileika. Hún er oftast gagnrýn- in, bæði á sjálfa sig og aðra og var- kár. Fólk sem fætt er í merkinu er flest fremur holdgrannt og lipurt í hreyfingum. KVENFÓLK í MEYJARMERKINU Kona í meyjarmerkinu er fremur eirðarlaus. Hún er kröfuharður maki og vill hafa hlutina í lagi, hvort sem það er umgengni á heim- ilinu eða fatnaður. Þessi hljóðláta persóna getur sýnt mikla ákveðni sem engum dettur í hug að kalla frekju. Hennar verður alltaf þörf þar sem vantar heiðarlega og vandvirka starfsmenn. í þessu merki eru ekki margar konur sem verða ríkar en góð og örugg lífsafkoma er það sem konur í meyjarmerkinu sækjast eft- ir. Laun þeirra verða fremur frægð og heiður en innistæður í bönkum eða verðbréf. Meyjur þurfa að læra að blanda geði við aðra en þeim hætt- ir við því að einangra sig einum um of og maka eða vini. Meyjan verður að læra að blanda geði við fólk án þess að vanrækja kunningja sína og ástvini. Ef kona í meyjarmerkinu er í starfi sem henni líkar getur farið þannig að hún sé svo upptekin af vinnunni að hún hreinlega vilji helst ekki tala um annað. Ef þessi ágæta kona er með sjálfstæðan atvinnu- rekstur getur farið svo að hún þurfi ekki félaga á meðan spennan endist í starfinu. Það sem hún þarf að varast er að fæla ekki fjölskyldu og vini frá sér. Meyjan á það til að vera mjög pirr- uð og önug í svörum. Þeir sem eru í kringum hana ættu að reyna að taka það ekki alvarlega og reyna fremur að skilja hvernig henni líður. Ekki er ólíklegt að einhverjum hafi orðið það á að hengja ekki upp fötin sín eða færa skrautmuni til á sófaborð- inu. Slíkir smámunir verða ekki liðn- ir hjá ekta meyju. Kvenfólk í þessu merki er vandlátt hvað varðar mataræði og klæðnað. Stundum dálítið sérviskulegt. Um leið og meyjarkonan telur sig hafa fundið hina sönnu ást er hún sjálf trygg og sér ekki svo auðveldlega gallana á sambandinu þó svo að allir aðrir sjái þá. Þessi kona vill hafa allt fullkomið en það táknar alls ekki að hún sé sjálf fullkomin. KARLMAÐUR (MEYJARMERKINU Þessir menn eru lausir við að vera rómantískir og lifa hagsýnu og ver- aldlegu lífi. Þeir eru óskaplega raun- sæir og það er ekki nokkur hætta á því að þeir verði svo ástfangnir að veröldin verði rósrauð í þeirra aug- um. Margir karlmenn i þessu merki giftast ekki, þeir sem eignast konu og börn sýna ást sína á fjölskyld- unni með því að vera vinnusamir og veita þeim það sem þeir elska - fjár- hagslegt öryggi. Þessir menn eiga afar erfitt með að skilja að einhver hugsi öðruvísi en þeir. Algengast er að karlmaður í meyjarmerkinu elski starfið sitt. Ef hann er með sjálfstæð- an rekstur kann hann best við sig á vinnustaðnum. Hann verður mjög undrandi ef fjölskyldan óskar eftir því að hann vinni minna og sé meira heima. Hann þarf að læra að blanda geði við fólk og vanrækja ekki vini sína né fjölskyldu. Karlmenn í þessu merki eru mjög agaðir og skyldur eru þeim að skapi. Þeir eru flestir miklir daðrarar og fáir hafa kramið eins mörg hjörtu og karlmenn í meyjarmerkinu. Þessir menn ættu að varast að mikla fyrir þér yfirsjónir ástvina sinna og ekki að reyna að leggja þeim lífsreglurn- ar, það er næstum víst að það virki sem nöldur. Þeir ættu að reyna að hafa ánægju af fjölskyldulífinu þó að það gangi ekki allt eftir þeirra forskrift. Manni í meyjarmerkinu er hætt við því að láta yfirsjónir vina sinna vaxa sér í augum. Maður í þessu merki er sambland af gáfum og traustum veruleika og hann fer sér að engu óðslega í vali á ástkonu. Hann vill fyrst sjá hvort hún standi undir væntingum hans í reglusemi og snyrtimennsku. Konur sem eiga vin eða eigin- mann í meyjarmerkinu ættu að muna að þessir menn vilja láta gera veður út af heilsufari sínu. Það verk- ar á þá sem sönn ást. Fái hann ekki nóga samúð getur hann verið skap- styggur og innhverfur. En þegar maðurinn í meyjunni hefur jafnað sig verður hann ótrúlega blíður og hugulsamur. Happadagur: Sunnudagur. Heillasteinar: Safírar og jade. Happalitir: Ljósblátt og grænt. Heppileg tala er oftast 8. Þekkt fólk í meyjarmerkinu: Edda Björgvinsdóttir leikkona, Örn Arnarson sundkappi, Erpur Eyvindarson, Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, Ingrid Bergman, Sophia Loren Henry Ford II. freyja@heimsnet. is Bylting í LCD sjónvörpum Skarpari mynd en áður hefur sést! VIEWPIA 37” LCD 37” LCD skjár 1366x768 upplausn 1200:1 skerpa 600 cd/m2 birta 2x15W Nicam Stereo hátalarar Tilboðsverð: iMMlll.ii. ...C&w.; .áv' . svan) r. V Wj VIEWPIA 26” LCD 26” LCD skjár 1280x768 upplausn 1200:1 skerpa 600 cd/m2 birta 2x15W Nicam Stereo Tilboðsverð: í - - aœsLX- '■'&% mk& M; - VIEWPIA 32" LCD 32” LCD skjár 1366x768 upplausn 1200:1 skerpa 600 cd/m2 birta 2x15W Nicam Stereo 42” LCD skjár 1366x768 upplausn 1200:1 skerpa 600 cd/m2 birta 2x15W Nicam Stereo 99.900,- Tllboösverð: 139.900,- Tilboðsverð: 289.900,- SIÐUMULA 37 - SIMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.