blaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 38
38 IFÓLK
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 biaöið
SMAboraarinn
ÓSÝNILEGA
HÖNDIN
Smáborgarinn hefur alltaf hrif-
ist af kenningunni um ósýnilegu
höndina. Hún er bara einhvern
veginn ekki af þessum heimi,
svona eins og trúarbragðakenn-
ing um einhvern allsherjarmátt
sem öllu stýrir. Af hverju ætti
þessi allsherjarmáttur svo sem
ekki að hafa áhuga á markaðin-
um? Það virðast allir aðrir hafa
áhuga.
Reyndar virðist Smáborgaran-
um sem svo að ósýnilegur eigandi
hinnar ósýnilegu handar hafi
misst allan áhuga á markaðinum.
Tja, að minnsta kosti ef marka má
kenningar um ósýnilegu hönd-
ina sem segja að afskiptaleysi
stjórnvalda af markaðinum há-
marki ágóða allra i samfélaginu.
Kannski er þetta bara svo mikið
starf að hinn ósýnilegi er kominn
með brjálaða sinaskeiðabólgu og
getur sig hvergi hreyft.
Hvort sem um er að kenna bólg-
um og liðverkjum, sem reyndar
virðast hrjá sífellt fleiri í mark-
aðssamfélaginu, áhugaleysi eða
einhverskonar andlegu gjaldþroti
er allavega víst að þó hinn ósýni-
legi hafi hætt að hreyfa hönd sína
í takt við kenningarnar, ef hann
einhvern tíma gerði það, þá eru
fjöldamargir aðrir sem hafa mik-
inn áhuga á að láta höndum skipta
þegar að markaðinum kemur.
Hver höndin virðist reyndar
upp á móti annarri og þær eru
langt í frá ósýnilegar. Menn fara
á handahlaupum í ábendingum
og ráðleggingum um hvernig
best sé að halda utan um markað-
inn svo hvergi gefi eftir. Hvernig
best sé að ríkisvaldið hagi sér eða
hagi sér ekki og hvað einkaaðilar
þurfa að hugleiða. Nú sem oftar
er aðaláherslan lögð á að ákveð-
inn hópur haldi að sér höndum.
Þeir sem lægstu launin hafa mega
alls ekki fara i einhverjar kröfu-
göngur enda ætti öllum að vera
orðið ljóst eftir áratuga reynslu
af verðbólgudraugnum að það er
alltaf sami hópurinn sem gerður
er ábyrgur fyrirþví að halda hon-
um í skefjum. Láglaunafólkið.
Það getur verið ákaflega gott að
bera ábyrgð. Sér í lagi þegar hún
telst til reikningsliðs á launaseðl-
inum sem hækkar bónustöluna.
Það er aftur verra að bera ábyrgð
á velferð heils samfélags og fá ekk-
ert fyrir það. Nema launalækkun.
Kannski er það þess vegna sem
Smáborgarinn hefur enga trú á
fallegu sögunni um ósýnilegu
höndina. Kannski er það vegna
þess að hún hefur ekki strokið
honum. En kannski er það bara
vegna þess að þó kenningin sé
falleg þá er hún álika vitlaus og
aðrar hagfræðikenningar fortíð-
arinnar sem allan vanda vildu
leysa.
Þeir sem eru ósammála, vin-
samlega réttið upp hönd.
SU DOKU
talnaþraut
51. gáta
4 2 7 6
9 5 1 2
2 8
1 T 9 8
7 1 6 8
_ 4 6 9
8 7 1 5
1 5 3 2 .
Lausn á 51.
gátu irerður að
finna i
blaðinu á
morgun.
Lausn á 50. gátu
lausn á 50. gátu
4 8 9 3 1 6 7 2 5
6 3 7 8 5 2 9 1 4
5 1 2 7 4 9 8 3 6
9 6 5 1 3 4 2 8 7
7 2 1 9 8 5 4 6 3
3 4 8 2 6 7 5 9 1
8 7 4 9 6 3 1 5 2
1 5 6 4 2 8 3 7 9
2 9 3 5 7 1 6 4 8
Leiðbeiningar
Su Doku gengur út á að raða
tölunum frá 1-9 lárétt, lóðrétt og
í þar til gerð box sem innihalda 9
reiti. Sama talan má ekki koma fyrir
tvisvar í hverri línu og innan hvers
box. Allar gátur er hægt að ráða út
frá þeim tölum sem gefnar eru upp
í upphafi. Leitað er að talnapörum
og reynt að koma þeirri þriðju fyrir.
Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta
boxinu vinstra megin og því neðsta
líka, ætti ekki að vera erfitt að átta
sig á hvar 7 á að vera í miðju-boxinu.
Ef möguleikarnir eru tveir er ágætt
að skrá þá hjá sér og halda áfram.
Epli strax íarin
að lœra spœnsku
ogjóga
Gwyneth Paltrow hefur
ekki verið aðgerðalaus
við að kenna Epli dóttur
sinni spænsku og jóga.
Hún hefur sagt fjölmiðl-
um við kvikmyndahá-
tíðina í Toronto hvernig
Epli, eins árs dóttir henn-
ar, sé þegar farin að læra
spænsku og segist reyna að
tala tungumálið við hana því
að hún vilji að hún læri fleiri
en eitt tungumál strax í barn-
æsku. Að sögn Gwyneth var
fyrsta orðið sem hún sagði
„aqua“ sem þýðir vatn á
spænsku. Mama og dada
eru orðin sem hún notar
fyrir mamma og pabbi og þá
segir hún þyrla á spænsku
og hummy fyrir hummus.
Gwyneth hefur einnig tek-
ið dóttur sína í barnajóga
og segir hana hafa mjög
gaman af því. ■
/ f
'ý/
'f
/S
{ %
Delta talar um
uppáhalds
karlmennina
Ástralska poppstjarnan Delta
Goodrem var beðin um að velja
hver henni þætti myndarleg-
asti karlmaðurinn í poppinu og
hún valdi Chris Martin söngvara
Coldplay. Hún sagðist elska tónlist-
ina hans og að hann og Gwyneth
væru mjög sætt par. Brian McFad-
den kærasti hennar ætti því fara
að passa sig því hún sagði Matt
Damon og Leonardo DeCa-
prio heitustu leikarana og
að hún hafi haft plaköt af
) þeim félögum upp á vegg
i , hjá sér. Hún sagði að hún
hefði alltaf verið hrifin
af Matt Damon og allt-
af þótt hann sætur. Þá
sagðist hún elska rödd
JeffBuckley. ■
Kate Moss og Pete
Doherty syngja Beauty
and the Beast
Parið Kate Moss og Pete Doherty
hafa tekið upp lagið Beauty and
the Beast á frönsku. Geisladiskur-
inn með laginu verður gefinn með
sérstakri útgáfu af franska Vogue
blaðinu sem Kate Moss hefur tekið
að sér að gefa út. Parið hefur skot-
ist upp stjörnuhimininn og er hún
sögð vera sannkölluð tiskudrottning
en vinsældir hennar eru sagðar hafa
aukist mikið eftir að hún og ólátabelg-
urinn Pete Doherty fóru að vera saman
á árinu. Pete hefur einnig fengið mikla
athygli eftir að hann byrjaði í samband-
inu og horfa nú fatahönnuðir á hann sem
einn af svölustu mönnunum á jörðinni
Hedi Slimane ein af hönnuðunum hjá Dior
hefur hannað karlalínuna í kringum Doherty.
Hönnuðurinn hefur meðal annars gefið út mynda
bók sem hann hefur kallað „Fæðing trúarreglu i
London' og er Pete Doherty þar í aðalhlutverki.
Það má segja að parið Kate Moss og Pete bæti hvort /
annað upp í lífi fræga fólksins. ■ *
HVAÐ SEGJA
STJÖRNURNAR?
Steingeit
(22. desember-19. janúar)
$ Núna er góður tími til að ná liði þínu saman
til að skipuleggja. Þú gætir þurít að taka stjórnina
til að koma í veg fyrir að hugmyndirnar týnist.
V Það er óþarfi að taka áhættur í ástarlífinu um
þessar munair en það er allt í lagi að hækka róm-
antískar væntingar. Breyttu um aoferð og hugsun-
arhátt og sjáðu til hvort eitthvað breytist ekki.
Vatnsberi
(20. janúar-18. febrúar)
S Þú veist hvaða breytingar þarf að gera til að
lyfta undir framleiðni og það verður auovelt fyrir
þig að sannfæra aðra um að fylgja þér.
V Þú veist hvað þú vilt og aðrir geta annað hvort
eða látio sig hverfa. Líklegra er að þeir
Sigraðu nú neiminn.
©Fiskar
(19.febrúar-20. mars)
$ Samvinnan gengur vel, sérstaklega ef það eru
nógu margar hugmyndir í gangi svo aílir verði upp-
teknir. Hugmynaum þínum verður vel tekið.
V Sem draumóramanneskja ertu í meira sam-
banÞví ákveðnari sem þú ert í að breyta hlutunum
því meiri líkur eru á að það gerist og brevtingar
eru af hinu góða núna, sérstaklega rómantískar.
©
Hrútur
(21. mars-19.apríl)
$
V Þú ert þekkt/ur fyrir að byrja á hlutunum en
einmitt núna hefurðu orkuna og áhugann til að
klára þá. Það er ekki seinna vænna.
Naut
(20. apríl-20. maí)
$ Samstarfsfélagar þínir og sérstaklega pirrandi
viðskiptavinir munu pirra þig meira en venjulega.
En ef þú getur hvílt þig andartak og skoðað heildar-
myndina þá muntu geta slakað á.
V Það verður einhver valdabarátta í ástarmálun-
um og það verður ekki skemmtileg barátta. Þetta
verður ífekar pirrandi. Þetta er varla þess virði svo
þú skalt bjóða fram sáttahönd.
o
Tvíburar
[21?maí-21.júnQ
$ Það eru miklar brevtingar vfirvofandi og þú
finnur fyrir áhrifunum áður en hinir í fyrirtækinu.
Þú ert a spennandi stað en fljótlega færðu tæki-
færi til að nalda áfram.
V Ólfkt öðrum þá þrffstu á breytingum sem
þýðir að þessi dagur ætti að vera æði spennandi
fyrir þig. Gríptu nyjasta tækifærið sem gefst og not-
ferðu þér það.
©Krabbi
(22. júnf-22. júlí)
$ Ekki leyfa tilfmningunum að hafa yfirhönd-
ina. Samstarfsfélagar þínir virðast vera óvenju
fjarlægir eða utan við sie í dag og þú þarft að
vera álíka fjarlæg/ur til ao koma einhverju í verk.
▼ Ef einhver vill tiá sig um þitt líf og aðstæður,
reyndu að missa ekíd stiórn á skapinu. Annars er
hætta á að þetta fari úr oöndunum. Reyndu að af-
saka þig og fara annað.
O
Ljón
(23. júlf- 22. ágúst)
$ Samband þitt við yfirboðara og undirmenn
þína í vinnunni verður heldur stirt í dag en ef þú
getur áttað þig á hvað það er sem virkar og hvað
ekki þá geturou unnið oug á vandanum.
V Það gæti verið erfitt að láta sér lynda við þá sem
þú ert venjulega náin/n en reyndu að halda ró þinni.
Meyja
(23. ágúst-22. september)
$ Það verður mikið um truflanir í vinnunni en
reyndu að vera sveigjanleg/ur. Viðbrögð þín munu
ákvarða framvindu aagsins.
Þér tekst varla að hugsa heila hugsun áður
en eitthvað truflar þig. Gangi þér vel að koma ein-
hverju í verk en vertu tilbúin ryrir óvænta ánægju.
Vog
(23. september-23. október)
s Þér kemur einstaklega vel saman við nýjan
viðskiptavin og þið munuð í sameiningu fmna
nýja leið til að gera hlutina. Ekki hika við að prófa
hana.
V Þú upplifir eitthvað nýtt sem heltekur athygli
þína. Þú verður mjög opin/n fyrir öðru fólki og
rómantíkin er í lofunu.
Sporðdreki
(24. október-21. nóvember)
S Nánirsamstarfsfélagarþíniríöðrumfyrirtækj-
um munu beina nokkrum vel völdum orðum ao
f)ér. Það verður engin illkvittni en þér líður undar-
ega.
V Þín ástríðufulla náttúra er í hámarki núna
sem gefur til kynna að Iífið verði sérstaklega áhuga-
vert og alveg pottþétt ekki fyrirsjáanlegt.
Bogmaður
(22. nóvember-21. desember)
S Þú hefur góða nærveru í dag. Reyndu að nále-
ast fleiri viðskiptavini, hver veit nema þú dettir nio-
ur á frábært taekifæri í lok dagsins.
V Nýttu töfra þína og vertu sérstaklega skemmti-
leg/ur við alla sem þú hittir. Góðvila þín mun
reynast þér vel og ýmislegt mun gerast þegar fólk
bregst við henni.