blaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 blaöiö
Gríðarlegar launahækkanir
á Austurlandi
Heildarlaunagreiðslur hér á landi hækkuðu að meðaltali um 10% millifyrsta ársfjórðungs
á þessu ári ogársins á undan. Hœkkunin er mest á Austurlandi, eða rúm 17%, en minnst á
Vestfjörðum, um 4,5%
Heildar launagreiðslur á íslandi
hækkuðu um 10% ef bornir eru sam-
an íyrstu sex mánuðir ársins í ár og
sama tímabil í fyrra. Mest hækkuðu
launin á Austurlandi, um 17,2%, en
næst mest á höfuðborgarsvæðinu án
Reykjavíkur, um rúm 12%. f Reykja-
vík hækkuðu heildarlaunagreiðslu
um tæp 9,5%. Minnst var hækkunin
hinsvegar á Vestfjörðum, eða tæp
4,5% og næst minnst á Norðurlandi
vestra um tæp 5%.
Einstök sveitarfélög
Ef einstök sveitarfélög eru skoðuð
kemur í ljós að launagreiðslur hafa
hækkað langmest í Fljótsdalshreppi,
eða um tæplega 62%, en hluti af Kára-
hnjúkavirkjun er einmitt byggð á
landi þessa fámenna sveitarfélags.
Laun í Fljótsdalshéraði (Egilsstöðum
og nágrenni) hafa hækkað um tæp
36% en það sveitarfélag á einnig land
að Kárahnjúkavirkjun. Launagreiðsl-
ur hafa hinsvegar lækkað mest í
Helgafellssveit á Vesturlandi, eða um
12,5%.
Fleiri störf og lengri
vinnutími hafa áhrif
Ekki er um eiginlegar launahækkan-
ir einstaklinga að ræða heldur heild-
arlaunagreiðslur á ákveðnum svæð-
um. Á Austurlandi skýrist hækkunin
væntanlega af þvf að mun fleiri eru
við störf á svæðinu nú en í fyrra sem
og að þensla þar hefur bæði lengt
vinnutíma (sem augljóslega hækkar
heildarlaun einstaklinga) og hefur
valdið launaskriði sem hækkar tíma-
laun nokkuð. Upplýsingarnar eru
fengnar frá Hagdeild Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga sem reikna þær
út frá útsvarstekjum sveitarfélaga. ■ Stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi auka tekjur sveitarfélaganna á svæðinu verulega.
Vertu velkominn vetur konungur
minnti á það sem koma skal.
„Eftir að við fengum 3M gluggafilmuna
frá RV, hefur loksins verið hægt að vinna
hér á skrifstofunni á solardögum".
Jón isaksson, framkvæmdastjóri
Verslunartækni
Glerfínar gluggafilmur
- auka vellíðan á vinnustað
Rekstrarvörur
- v/nna með þér
Réttarhálsi 2*110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
EURO SKO
Firði Hafnarfirði s. 555 4420
ERUM AÐ TAKA UPP
HAUSTVÖRURNAR
Stærðir 41-46
Verð 7.990,-
Stærðir 22-28
Verð 5.990,-
Stærðir 36-41
Verð 5.990,-
NÝTT KORTATÍMABIL
Stærðir 36-41
Verð 12.990,-
Fylgst með
SMS-Ieikjum
Dómsmálaráðuneytið hefur fýlgst
með þróun á svokölluðum SMS-
leikjum sem Blaðið fjallaði um á
mánudag. Ný lög um happadrætti
voru sett í júlí 2006 og á samkvæmt
upplýsingum frá ráðuneytinu eftir
að semja reglugerðir sem fjalla nán-
ar um það hvernig framfylgja skuli
lögunum. Vonast er til þess að reglu-
gerðin verði tilbúin og komin í notk-
un fyrir áramót. í happadrættislög-
unum segir að þau nái yfir hvers
konar happadrætti þar sem vinn-
ingur er valinn að nokkru eða öllu
leyti með tilviljunarkenndum hætti
eða vinningur ráðist af úrslitum
keppni eða atburðar. Þá er óheimilt
að reka happadrætti nema með leyfi
ráðherra. ■
Úr fréttum i
alþjóðamál
Brynhildur Ólafsdóttir hefur tekið
við starfi sem forstöðumaður Al-
þjóðamálastofnunar og Rannsókna-
seturs um smáríki við Háskóla ís-
lands. Þar mun hún gegna starfinu
á meðan Ásthildur Elva Bernharðs-
dóttir, sem hefur veitt stofnununum
forstöðu síðustu þrjú ár, er í rann-
sóknarleyfi í Bandaríkjunum.
Brynhildur hefur undanfarin
17 ár starfað við fjölmiðla, bæði á
dagblöðum sem og f útvarpi og sjón-
varpi og hefur síðustu árin verið
yfirmaður erlendra frétta á frétta-
stofu Stöðvar 2. Brynhildur hefur
jafnframt sinnt stundakennslu við
stjórnmálafræðiskor félagsvísinda-
deildar H.í. og kennt námskeið um
stjórnmál þriðja heimsins og hryðju-
verk. ■
Ragnar Sær
í 5. sæti
D-listans
Ragnar Sær Ragnarsson, fyrrver-
andi sveitarstjóri Bláskógabyggðar,
hefur ákveðið að gefa kost á sér í
fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins fyrir borgarstjórnarkosn-
ingarnar næsta vor.
Ragnar Sær hefur starfað sem
sveitarstjóri sfðastliðin sjö ár, fyrst
fyrir Biskupstungnahrepp en síðan
fyrir sameinað sveitarfélag þriggja
hreppa Bláskógabyggð en lét af
störfum þann 1. ágúst. Samkvæmt
tilkynningu var það til að „geta ein-
beitt sér að komandi prófkjöri og
þeim breytingum sem eru nauðsyn-
legar til að skapa skarpari framtfðar-
sýn fyrir Reykjavíkurborg.“