blaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 20

blaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 20
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 blaðiö 20 I FERÐALÖG ... * ? f pjh ^ 1 ■*** ■;-|S rftf Æ m m ,’fjg 1 ‘' 'Uffl -Mpj m ' S ygp msm ’jffla Athyglisverð heimasíða Saínið skoðað í gegnum netið Áður en lagt er af stað í ferða- lög getur verið gott að gefa sér tíma til að kynna sér fyrirfram áætlaða áfangastaði. Sérstaklega ef mann langar að komast yfir mikið á stuttum tíma. í svona tilfellum getur netið verið afar hjálplegt. Boðið upp á mikið Mörg söfn í Evrópu halda úti góðum og yfirgripsmiklum heimasíðum þar sem hægt er að kynna sér nán- ast hvað sem er sem viðkemur safn- inu. Þar er eflaust British Museum fremst í flokki en heimasíða þess skartar gríðarlega miklum upplýs- ingum um safnið og starfsemi þess. Þar er hægt að skoða yfirlitsmynd af safninu og sjá staðsetningu ein- stakra hluta og deilda. Sé áhugi fyrir hendi geta menn einnig farið í stutt- ar ferðir í gegnum einstaka hluta safnsins. Þannig er t.d. boðið upp á ferðir þar sem menning Afriku, Japans og Irans til forna eru skoð- aðar sérstaklega svo fáein dæmi séu nefnd. Að auki gefst fólki kostur á að kynna sér einstaka gripi safnsins og lesa ítarlega um sögu þeirra og merkingu. Netverslun Einnig býður heimasíða British Museum upp á aðra hagnýta hluti, t.a.m. er hægt að panta miða og skoða dagskrá safnsins næstu mán- uðina. Fyrir þá sem vilja fjárfesta í fróðlegum bókum eða athyglisverð- um hlutum býður heimasíðan upp á nettengda verslun. I heildina er þetta góð heimasíða fyrir jafnt fróð- leiksþyrsta og þá sem vilja einfald- lega skipuleggja væntanlega heim- sókn í þetta mikla safn. Heimasíðu safnsins má finnu undir slóðinni www.thebritishmuseum.ac.uk. Gyða Sigrtður Björnsdóttir skellti sér í œvintýraferð Á framandi slóðum Gyða við rætur Everest fjalls Margir láta sig dreyma um ævintýra- ferðir til ókunnra landa og að kynn- ast framandi menningum. Fáir þora hins vegar eða hreinlega nenna að láta þennan draum rætast. Gyða Sig- ríður Björnsdóttir lét þó slag standa þegar hún skellti sér í sumar í nærri fimm vikna ferðalag til Mið-Asíu sem leiddi hana yfir fjögur fjarlæg lönd. „Fyrst og fremst var það áhugi á Tíbet sem dró mig af stað en ég hef alltaf heillast af menningu þessa lands. Ég sá auglýsta ferð á heima- síðu Stúdentaferða og í gegnum hana rataði ég svo inn á heimasíðu breskrar ferðaskrifstofu sem heit- ir Dragoman en þeir sérhæfa sig í svona ævintýraferðum." Gamla silkileiðin Ferðalagið hófst í Kyrgístan en það- an lá leiðin til Kína yfir fjallaskarð sem liggur í tæplega 3.700 metra hæð. I hópnum ásamt Gyðu voru tuttugu ferðamenn þar af fjórir ís- lendingar. Tveir bílstjórar sáu svo um að koma hópnum á milli staða í stórum fjallatrukk. „I rauninni er þetta hluti af gömlu silkileiðinni og eftir að komið var til Kína keyrðum við í átt að Tíbet meðfram Taklam- aken-eyðimörkinni“, segir Gyða og bætir við að ekki hafi alltaf verið einfalt að komast yfir landamærin og stundum nauðsynlegt að ferðast í hóp. „Þú þarft helst að vera í skipu- lögðum hóp til að komast inn í Tí- bet. Það þurfa að vera fleiri en fimm í einu og það gilda strangar reglur um þetta. Svo þarf einnig sérstök leyfi frá Kína en ferðaskrifstofan var búin að ganga frá öllu slíku fyr- ir ferðina.“ Hópurinn ferðaðist um Tíbet í tæplega tvær vikur þar sem tíminn var m.a. nýttur til göngu- og skoðanaferða en hápunkturinn var ferð að rótum Everestfjalls. „Við fór- um og skoðuðum mörg klaustur og önnur menningarverðmæti. Síðan gistum við í fjóra daga í höfuðborg- inni Lhasa sem er alveg einstaklega áhugaverð borg.“ Að lokum var hald- ið yfir til Nepal en þaðan lá leiðin síðan heim. Að þenja sín eigin mörk Að sögn Gyðu eru svona ferðir alls ekki bara fyrir vana göngumenn. „Flestar gönguferðir voru stuttar og yfirleitt gengið á tilbúnum göngu- stígum. Það skrýtnasta var að venj- ast háfjallaloftinu en það kom smám saman.“ Gyða segir að fyrir ferðina hafi ferðaskrifstofan sent henni tæmandi lista yfir allt sem þurfti að gera og taka með. Þannig hafi verið lokað á alla óvissuþætti. Heildar- kostnaður ferðarinnar var á bilinu 300 til 350 þúsund en Gyða segir að þeim peningum hafi verið vel eytt. „Maður var að þenja sin eigin mörk og kynnast alveg ótrúlegum hlutum. Þetta var upplifun sem ég mun allt- af búa að og sjóndeildarhringurinn hefur víkkað til muna.“ ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.