blaðið - 26.09.2005, Síða 2

blaðið - 26.09.2005, Síða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 200S blaöiö Fréttablaðið með allan tölvupóst Jónínu Jónína Benediktsdóttir hefur rökstuddan grun um að aðgangur Fréttablaðins að tölvupósti hennar sé runninn undan rifjum Og Vodafone. Fyrirtœkið vísarfullyrðingum Jónínu á bug. ,Það er alveg klárt að þessum gögnum var stolið“, sagði Jónína í samtali við Blaðið. „Ég mun komast að því hvaðan þetta kem- ur og kæra þetta til lögreglunnar." Jónína segist ekki hafa rætt þetta við símafyrirtækið. „En ég veit að póstur sem Jón Gerald sendi og vistaður var hjá X-net komst í hendur Hreins Loftssonar og ég heyrði frá Fréttablaðinu að þeir væru með öll gögn frá mér, allan tölvupóst, greinilega langt aftur, og þetta mál verður kært til lögreglu." Hún segist einnig hafa fengið ábendingu sem rök- styddi mál sitt. „Það hringdi í mig ónefndur starfsmaður Frétta- blaðsins sem benti mér á eina manneskju sem hugsanlega tengd- ist málinu." Jónína vildi ekki gefa það upp hvort þessi manneskja væri starfsmaður Og Vodafone, en sagðist myndi tilkynna nafn hennar til lögreglu. Síminn hleraður? Jónína segir alveg klárt að þessar upplýsingar hafi ekki verið teknar af hennar tölvu, og því hljóti þær að hafa verið teknar af netþjónum Og Vodafone. „Þetta kemur mér alls ekki á óvart,“ segir Jónína. „Ég sé auð- vitað eftir því að hafa verið að skipta við þetta fyritæki, en einu sinni Jónína segist hafa grunsemdir fyrirþví að sími hennar hafi verið hleraður ••••••••••••••••••••••••• Trúnaðarmál í tölvupósti: Dulritun er eina vitið Tölvupóstur er ekki góð leið til þess að senda trúnaðarmál á milli manna nema gerðar séu sérstakar ráðstafanir. Dulkóðun þeirra er eina vitið og það þarf ekki að vera flókin eða dýr aðferð til þess að halda hnýsnum augum frá póstin- um. Menn hafa fengist við dulritun álíka lengi og þeir hafa kunnað að skrifa, enda hafa menn frá önd- verðu vitað að í upplýsingum býr vald, sem ekki er sama hver ræð- ur yfir. Lengst af voru það fyrst og fremst ríki, bankastofnanir og ámóta aðilar, sem fengust við dul- ritun og þar hefur ríkt magnað vopnakapphlaup um aldir. Tölvutæknin gerði það hins veg- ar að verkum að dulritun gat orðið almenningseign. Það væri þó synd að segja að menn hefðu notfært sér þá kosti í miklum mæli. 1 flestra augum er umstangið of mikið, en það þarf þó ekki að vera svo. PGP Forritið PGP hét upphaflega Pretty Good Privacy (Einkar góð einka- mál) og það byggir á dulritun, sem kennd er við opinbera lykla. Bæði má nota forritið til þess að dulrita gögn eða til þess að undirrita þau, þannig að aðrir geti gengið úr skugga um að þau séu hvergi ann- ars staðar upprunnin og að við þaa hafi ekki verið átt á leiðinni. Tæknin snýst í stuttu máli um það að sérhver notandi á sér tvo lykla, annan opinberan en hinn er einkalykill. Opinbera lykilinn getur hver sem er nálgast og not- að. Þegar A vill senda B póst not- ar hann hinn opinbera lykil B og sinn eigin einkalykil til þess að dulrita gögnin, en útkomuna er aðeins hægt að breyta aftur í upp- runaleg gögn með þvi að nota hinn opinbera lykil A og einkalyk- il B saman. Með þessu er tryggt að aðrir geti ekki lesið gögnin en þeir, sem það er ætlað, en einnig er uppruninn tryggur. Hægt er að ná í ókeypis útgáfu af PGP á www.pgpi.org en nýrri og þægilegri útgáfu má kaupa fyr- ir tæpar 8.000 krónur á www.pgp. com. b Er hárið að grána Grecian 2000 hárfroða Erhárið aðgrána og þynnast? Þá erGrecian 2000 hárfroðan lausnin Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í, greiðir og hárið nærsínum eðlilega lit á ný, þykknar og fær frískari blæ. Einfaldara getur það ekki verið Árni Scheving slf - Heildverslun símar 567 7030 - 897 7030 fax 567 9130- email scheving@fih.is reyndi ég að yfirvinna tortryggni mína í garð þessara manna, en ég sé núna að allar mínar grunsemdir voru á rökum reistar. Eg hvet alla til þess að skipta ekki við þetta fyr- irtæki og bendi fólki líka á að vera bara ekkert að senda tölvupóst. Svo er auðvitað spurning um símann líka“, segir Jónína og segist hafa grunsemdir fyrir því að sími henn- ar hafi verið hleraður. „Ég hef ekki sannanir fyrir því en mig grunar það, alveg eins og mig grunaði þetta með tölvupóstinn. Ég vildi ekki trúa því en annað hefur komið á daginn. Það hefur ýmislegt komið upp sem gefur mér tilefni til að halda að sím- inn hafi líka verið hleraður en ég ræði það ekki frekar og mun bara tilkynna það lögreglunni. Það eru vangaveltur hjá mér um það að þeir hafi vísvitandi reynt að blekkja mig, en nú ræðum við það ekki meira“. Asökunum vísað á bug Og Vodafone sendi frá sér tilkynn- ingu þar sem ásökunum Jónínu er vísað á bug. Þar kemur einnig fram að fyrirtækinu sé mikið kappsmál að tryggja að fyrirtækið njóti trausts vina þess. Einnig segir að Jónína viðskiptavina sinna og því sé það lit- hafi vegið harkalega að fyrirtækinu ið háalvarlegum augum þegar fyrir- með ómaklegum hætti ásamt því að tækið er sakað um að tengjast ólög- ásaka starfsmenn þess um lögbrot mætri dreifingu á tölvupósti eða og því muni fyrirtækið skoða réttar- persónulegum gögnum viðskipta- stöðusína. ■ Tölvupóstur: Jafnöruggur og póstkort Þrátt fyrir að flestir hiki ekki við að skrifa trúnaðarmál í tölvupósta er langur vegur frá að þeir séu örugg samskiptaleið. Sérfræðingar bera þá saman við póstkort, en í þá ætti ekkert að skrifa sem hver sem er má ekki sjá. Á hverjum degi nota tugþúsundir íslendinga tölvupóst til þess að skipt- ast á upplýsingum, sumt er sárasak- laust en annað er þess eðlis að það ætti ekki að koma fyrir hvers manns sjónir, hvort sem um er að ræða hrein einkamál eða viðskiptaleynd- armál. Flestir telja að tölvupóstur- inn sé hröð og trygg samskiptaleið, sem hann er alla jafna, en það er langur vegur frá því að hann sé ör- uggur gagnvart hnýsni annara. Sérfræðingar grípa gjarnan til þeirrar samlíkingar að tölvupóstur sé eins og póstkort. Hann berist að öllu jöfnu hratt og örugglega frá send- anda til viðtakanda, en á leiðinni sé einfalt mál, fyrir þá sem til verka kunna, að komast að innihaldi hans. Þegar hann komist á leiðarenda sé svo lítið mál fyrir kerfisstjóra eða aðra þá, sem geta aflað sér aðgangs, að glugga í pósthólf viðkomandi og það mun vera einfaldasta og algeng- asta aðferðin þegar um slíka hnýsni er að ræða. Galopinn á leiðinni Á leið sinni frá A til B eiga tölvupóst- ar yfirleitt viðkomu í fjölda tölva á leiðinni. I hverri þeirra er unnt að skoða póstinn. Margar netþjónust- ur nota forrit til þess að skima allan póst með það fyrir augum að stöðva ruslpóst, en það þarf ekki miklar tilfæringar til þess að þau leiti að tilteknum orðum, orðmyndum, nöfnum eða netföngum og taki afrit af tölvubréfunum áður en þeim er hleypt áfram til viðtakenda. Jafnvel eftir að viðtakandinn hefur fengið póst og eytt honum er ekki þar með sagt að pósturinn sé úr sögunni. Flestar netveitur taka öryggisafrit af öllum pósti og halda þeim til haga í nokkurn tíma. Starfs- menn þeirra geta gramsað í þeim að vild og síðan er auðvitað ekki loku fyrir það skotið að öryggismálum þeirra sé ábótavant með þeirri af- leiðingu að óvandaðir menn úti í bæ geti fengið aðgang að póstinum með þeim hætti. Svo má ekki gleyma því að allir, sem hafa óheftan aðgang að tiltekinni tölvu geta yfirleitt skoðað póstinn i henni að vild. Tölvupósturinn er nytsemdar- tæki, en menn ættu að hafa hugfast að hann er ekki öruggur gegn hnýsn- um mönnum. Vilji menn nota hann til þess að skiptast á trúnaðarupplýs- ingum þarf að grípa til annara ráða eins og dulkóðunar. m O Helöskírt 0 Léttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjað Rigning, litilshðttar >/' Rigning Súld Snjúkoma * \jj Slydda <Jj Snjúél ^-j Skúr Amsterdam 20 Barcelona 23 Berlin 22 Chicago 17 Frankfurt 19 Hamborg 20 Helsinki 15 Kaupmannahöfn 18 London 18 Madrid 22 Mallorka 21 Montreal 18 New York 23 Orlando 24 Osló 16 París 20 Stokkhólmur 17 Þórshöfn 11 Vín 19 Algarve 24 Dublin 18 Giasgow 14 tP '/A / // // / // // / // A // '// / // // / /// / // // / //' /// , . . Á morgun y/ ' /// Veöurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn Byggt é upplýslngum frá Voðuratofu lalands

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.