blaðið - 26.09.2005, Side 6

blaðið - 26.09.2005, Side 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005 blaAiö Tryggingafélög grœða Yfir 55 milljarðar króna í hagnaður í fyrra erlendum skuldabréfum Samanlagður hagnaður tryggingafélaganna á síðasta ári nam 9.755.366.981 krón- um samkvæmt tölum sem Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman. Stærstur hluti hagnað- arins á rætur sínar að rekja til fjárfestinga félaganna á árinu. Hagnaður af vátrygginga og skaðatryggingarekstri var tæpar 1.347 milljónir króna, þar af var þáttur lögbundinna ökutækjatrygginga rúmar 513 milljónir. Þáttur VÍS í þessari tölu er langhæstur, eða um 760 milljónir meðan að þessi liður var rekinn með tapi hjá öðrum tryggingafélögum, utan Tryggingamiðstöðvarinnar. Miðað við gífurlegan bifreiða- innflutning landans á þessu ári má búast við að þessi upphæð hækki á þessu rekstrarári. ■ Útgáfa skuldabréfa i íslenskum krónum erlendis er komin í rúma 55 milljarða íslenskra króna. Hún hef- ur aukist mjög hratt undanfarið og í síðustu viku voru gefin út skulda- bréf að verðmæti 12 milljörðum. Með tilkomu þessa hafa komið ytri kraftar í íslenska hagkerfið sem erf- itt gæti reynst að ráða við. Svava G. Sverrisdóttir, sérfræðing- ur hjá greiningardeild Islandsbanka segir að hækkun stýrivaxta Seðla- bankans undanfarið hafi gefið kost á útgáfu bréfanna. „Það er verið að kaupa háa vexti af traustum útgef- endum en vextir eru í sögulegu lág- marki í Evrópu á meðan þeir eru mjög háir hérna heima. Það er verið að treysta á að krónan veikist ekki of mikið til að éta þetta upp.“ Svava segir erfitt að segja til um hvort þróunin muni halda áfram. (slenska krónan hefur veriö í hámarki undanfarið. Það sé helst stærð hagkerfisins sem muni þrengja að útgáfustarfseminni. „Það er spurning hversu mikið mark- aðurinn þolir, hversu lengi kjörin verða góð fyrir þessa útgefendur.“ Aðspurð um möguleika þess að þetta sé einhvers konar bóla sem muni springa segir Svava það geta gerst að krónan falli í verði skyndi- lega, á tíma sem Seðlabankinn vill það ekki. „Ef margir selja bréfin á sama tíma gæti komið snörp lækk- un krónunnar. Það gæti komið skell- ur.“ Hún nefnir þó að þetta þurfi ekki að verða raunin. Styrking krónunnar „Aðaláhrif þessa eru að vaxtaferill óverðtryggðra bréfa hefur þrýsts nið- ur á við meðan að hann ætti að fara í öfuga átt miðað við stýrivexti Seðla- bankans. Þetta hefur svo þau áhrif að krónan styrkist." Krónan er búin að styrkjast um 3,3% frá því að útgáf- an á bréfunum hófst fyrir nokkrum vikum en Svava segir að þó sé ekki víst að öll áhrif hafi komið fram enn- þá. „Það sem gerist er að þetta ýkir aðgerðir Seðlabankans þannig að krónan styrkist tímabundið mikið meira en ella.“ ■ Dagsetning samræmdra stúdentsprófa Samræmd stúdentspróf í íslensku, ensku og stærðfræði verða haldin dagana 2.-4. maí. Þau eru nú hluti af skilgreind- um námslokum til stúdents- prófs og er nemendum skylt að þreyta próf í að minnsta kosti tveimur námsgreinum. Engin lágmarkseinkunn er skilgreind svo árangur á prófunum hefur ekki úrslita- áhrif á útskrift nemenda. ■ Gúmmívinnustofan JEPPLINGADEKK Litið eftirlit með heilsuvörum Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gœöastaðli. “ÍSLANDS MÁLNING Sætúni 4/Sími 5171500 Offita verður sífellt stærra vanda- mál hér á landi og óðum fjölgar þeim sem berjast við þyngdina með öllum tiltækum ráðum. Samfara því fjölgar hinum ýmsu aðferðum til megrunar en eftirlit með megrunarvörum virðist vera lítið. Hér á landi má finna ýmsar vör- ur sem sagðar eru megra, létta eða bæta heilsu fólks. Oftar en ekki er hægt að kaupa þær í verslunum og apótekum án lyfseðils og virðast lítil takmörk vera á því hvað megi stað- hæfa í auglýsingum. Eftirlit með þessum vörum er einnig takmarkað og þær vörur sem lenda á gráu svæði lenda yfirleitt utan kerfisins og hafa þvf greiða leið inn í verslanir, og það- an til neytenda. Sem dæmi má nefna að hafin er sala á svokölluðum megr- unarplástrum í verslunum 10-11. Noti fólk þá er því lofað að grennast á einungis tveimur vikum. Blaðið hafði samband við innflytjanda plástranna sem benti á rannsókn á þeim sem sýnir fram á virkni þeirra. Það kom þó í Ijós að rannsóknina hafði framleiðandi plástranna sjálf- ur framkvæmt. Á milli í kerfinu Allar vörur sem berast til landsins fara í gegnum toll eins og lög gera ráð fyrir. Hjá Tollstjóranum í Reykja- vík fengust þær upplýsingar að Lyfjastofnun þyrfti að samþykkja innflutning á lyfjum og vörum með ákveðna virkni. Hins vegar kannað- ist Lyfjaeftirlitið ekkert við þessa tilteknu plástra. Virku efnin í þeim eru koffín, karnitín og þörungar en "teknos / Innimilning Gljástig 3,7,20 / Verð frá kr. 298 pr.ltr. / Gæða málníng á frábæru verði / Útimálning / Viðarvörn / Lakkmálning / Þakmálning / Gólfmálning / Gluggamálning Megrunarplástrar sem virka samkvæmt rannsóknum sem framleiðandi gerði sjálfur. samkvæmt Lyfjastofnun virðist koff- íninnihald ekki vera það mikið að til kasta stofnunarinnar komi. Þeg- ar rætt var við Umhverfisstofnun sem hefur fæðubótarefni á sinni könnu var fátt um svör þar sem þar er fjallað um þau efni sem fara um meltingarveginn. ■ Evrópskur tungumála- dagur í dag er evrópskur tungumála- dagur haldinn hátíðlegur um alla Evrópu. Af því tilefni heldur menntamálaráðuneyt- ið málþing um tungumála- kennslu í Norræna húsinu milli klukkan 15 og 17. Á þinginu afhendir menntamálaráð- herra Evrópumerkið, sem er viðurkenning fyrir nýbreytni í tungumálakennslu. Mál- þingið er opið öllum meðan húsrúm leyfir og er þátttak- endum að kostnaðarlausu. ■ Vika sí- menntunar hefst í dag í dag hefst vika símenntunar en hún hefur verið haldin frá árinu 2000 að frumkvæði Mennta- og menningarmála- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Vika símenntunar er kynningar- og hvatning- arátak og er markmiðið að vekja fólk til umhugsunar um að menntun er æviverk og að alltaf er hægt að bæta við sig þekkingu. Að þessu sinni er áhersla vikunnar tvíþætt. Annars vegar verður hugað sérstaklega að fólki sem hefur litla formlega menntun og það hvatt til að bæta við sig. Hins vegar verður hugað sérstaklega að landsbyggðinni og munu sí- menntunarmiðstöðvarnar níu um landið sjá um framkvæmd átaksins hver á sínu svæði á þeim tíma sem best hentar. ■ Sólmyrkvi á mánudag Eftir viku verður deildarmyrkvi á sólu yfir Islandi. Á hverju ári er einungis möguleiki á tveimur til þremur myrkvum eri þeir verða ekki nema sólin, jörðin og tunglið séu í beinni línu, ásamt því að vera í sama plani þannig að jörðin og tungl- ið geti varpað skugga hvort á annað. Sólmyrkvar verða að- eins þegar tungl er nýtt og fer fyrir sóhna og varpar skugga á takmarkað svæði á yfirborð jarðar. Tunglið er þá milli jarð- ar og sólar og nær að skyggja á sólina. Á mánudaginn verður svokallaður hringmyrkvi, þ.e. tunglið nær ekki að fylla upp í sólskífuna. Hann er hring- myrkvi í N-Afríku og á Spáni. Á íslandi mun verða örlítill deild- armyrkvi. Ekki er víst hvort maður taki eftir birtudofnun- inni þar sem Island er svo langt frá alskugga. Næsti almyrkvi á Islandi verður árið 2026. ■

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.