blaðið - 26.09.2005, Side 14

blaðið - 26.09.2005, Side 14
blaði&____ Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. SÁ YÐAR SEM SYNDLAUS ER... Nýjustu fréttir í Baugsmálinu gætu orðið afdrifaríkar - ekki bara fyr- ir Styrmi Gunnarsson ritstjóra Morgunblaðsins, heldur einnig Baug. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hvar skaðinn verður mestur. Fyrst að aðkomu Styrmis Gunnarssonar. Baugsmenn hafa frá upphafi haldið því fram að rannsóknin á fyrirtæki þeirra eigi sér pólitískar ræt- ur. Því hefur ætíð verið hafnað og tölvupóstar þeir sem Fréttablaðið hefur birt sanna í raun ekkert varðandi þetta atriði, þó að Baugsmenn haldi öðru fram. Það að ritstjóri Morgunblaðsins hafi á sínum tíma setið fundi þar sem þessi mál voru rædd er vissulega athyglisvert - en aftur er erfitt að gera sér grein fyrir hversu mikil aðkoma hans var að mál- inu. Varnarræða Styrmis í sunnudagsblaðinu verður að lesast samhliða tölvupóstum þeim sem Fréttablaðið birtir. Að þeim lestri loknum vakna fleiri spurningar en svarað var. Eftir standa fullyrðingar á móti fullyrð- ingum. Þá að birtingu tölvupóstsins í Fréttablaðinu. Blaðamenn vinna almennt eftir þeirri reglu að það sé sama hvaðan gott kemur - svo framarlega sem hlutirnir eru réttir þá á að birta þá. Gott og vel. í þessu tilviki er ljóst að tölvupóstur Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar lá ekki á miðjum Laugaveginum þar sem Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður átti leið hjá. Þá féll hann ekki heldur af himnum ofan nokkr- um dögum eftir að héraðsdómur vísaði málinu hjá. Það er deginum ljós- ara að aðili, annað hvort tengdur Baugi eða einhver sem hefur mikla samúð með málstað fyrirtækisins, sá sér hag í því að stela þessum pósti og koma honum síðan í hendur Fréttablaðsins sem er óvænt líka í eigu Baugs. Svo skemmtilega vill líka til að sama fyrirtækið á líka fjarskipta- fyrirtækið OgVodafone sem sér meðal annars um að hýsa tölvupóst fyr- irtækja og einstaklinga. Um sekt eða sakleysi þess skal ekkert sagt, en full ástæða er til að rannsaka þetta mál. Ásakanir um hleranir og að tölvupóstur sé lesinn eru vægast sagt alvarlegar og gæti haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar - ekki síst fyrir Baugsmenn sjálfa. Það sem þeir töldu vera vinningsstöðu gæti óvænt snúist upp í andhverfu sína - þessu til viðbótar mun hávær umræða um að eigendur Fréttablaðsins séu kerfis- bundið að misnota blaðið til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og höggi á andstæðinga verða enn háværari. Við spyrjum að leikslokum. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aöalsímí: 510 3700. Símbréf áfréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. blaði 14 I ÁLIT MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005 blaðió to- RTHJÚPA UÍH WFp STr-mr flf KPfluÁ WkilulFfSiSSlffl SpyiNEwq mKi/tBVífim Skipulag í Reykjavík og græni pappakassinn Mikið hefur verið rætt og ritað um skipulagsmál í Reykjavík und- anfarið. Helst hefur verið fjallað um Vatnsmýrina og svo í siðustu viku, tónlistarhúsið á austurbakka Reykjavíkurhafnar. Það eru fáir sem geta mótmælt því að Vatnsmýr- in er verðmætasta svæði höfuðborg- arsvæðisins. Ekki einungis fjárhags- lega, heldur hefur framtíð hennar einnig gifurlega mikið að segja um þróun Reykjavíkur sem höfuðborg- ar landsins. Ég er einn þeirra sem var mót- fallinn því að flugvöllurinn færi úr Vatnsmýrinni þegar kosið var um það á sínum tima. Nú geri ég mér hins vegar grein fyrir því að ekki gengur að hafa flugvöllinn á sínum stað og umræðan ætti að fjalla um það hvert flugvöllurinn fer, ekki hvort hann fari. Því næst þarf að komast að samkomulagi um hvað gert skuli við þetta stóra landflæmi sem Vatnsmýrin er. Tónlistarhúsið Ljóst er að hið nýja tónlistar- og ráð- stefnuhús mun gjörbreyta miðborg- inni ef allt, sem á teikningunum er, gengur eftir. Þetta er vissulega góðra gjalda vert og gaman verður að fylgjast með húsinu rísa á næstu árum. Þó finnst mér notagildi húss- ins of takmarkað við flutning á tón- list hámenningar og ekki nægilega litið eftir þörfum annarra menn- ingarunnenda landsins. Ég á að minnsta kosti erfitt með að sjá fyrir mér stórtónleika líkt og verið hafa í Egilshöll í sumar í þessu nýja lista- verki Ólafs Elíassonar. Auk hússins er gert ráð fyrir hóteli og stórri verslunargötu á Austurbakkanum. Ef vel gengur á sú verslunargata eft- ir að taka við af Laugaveginum sem ávallt hefur þjáðst af sólarleysi sök- um þess hvernig hann liggur. Forgangsröðun skiptir máli Borgaryfirvöldum hefur tekist vel að breyta ásýnd Laugavegar og Skólavörðustígs undanfarin ár þótt setja megi út á hversu lengi verk- ið hafi tekið. Þó eru nokkur mál sem setja mætti á dagskrá áður en lagst er í tólf milljarða fjárfestingu við höfnina. Fyrst og fremst þarf að gera Lækjartorg að torgi. Eins og það er núna er þetta eitt mesta hneyksli Reykjavíkur. Til þess að torgið standi undir nafni þurfa Agnar Burgess allverulegar breytingar að verða á svæðinu í kringum torgið og lik- legt er að húsið sem hýsir skiptistöð Strætó þurfi frá að víkja. Austurvöllur hefur löngum verið einn glæsilegasti samkomustaður Reykvíkinga á góðviðrisdögum. Ástæða þessa er sú að garðurinn er vel skipulagður og umlukinn glæsi- legustu byggingum borgarinnar. Alþingishúsið, Dómkirkjan, Hótel Borg og gamla Apótekið eru allt hús undir vökulum augum Jóns for- seta en því miður eyðileggja tvær byggingar þessa sýn. Gamla Lands- símahúsið er með þeim ljótari í bænum og víst að fái það að víkja fyrir öðru fegurra væri það mikil bót. Hins vegar er enn verra að sjá húsið milli Hótel Borgar og gamla Apóteksins sem lítur helst út fyr- ir að vera stór grænn pappakassi. Sú bygging er eitt mesta lýti borg- arinnar og myndi gera gífurlega mikið fyrir ímynd miðbæjarins að losna við hana. Hverfi borgarinnar hafa nefnilega hvert sinn sjarma sem þarf að varðveita með því að hafa samræmi í þeim byggingum sem þar eru; Þingholtin einkenna bárujárnsklædd timburhús, gamli vesturbærinn hefur stór og vold- ug steypt tveggja til þriggja hæða hús, neðra Breiðholt stór hús með stórum görðum og þar frameftir götunum. Skipulag borgarinnar er eitthvað sem allir Reykvíkingar - og marg- ir aðrir - hafa eitthvað um að segja. Af mörgu er að taka og nauðsynlegt að borgaryfirvöld forgangsraði hlut- um rétt. Spyrja má hvort 600 millj- ónum á ári næstu 35 árin megi ekki nota í brýnni verkefni en drauma- heim gluggaþvottamannsins við sjóinn. Höfundur er blaðamaður. Klippt & skoríð P þó í Ijós að ekki stendur til að út- að hnykkti ýmsum við þegar fréttist að (slenskt mál skyldi aflagt á Ríkis- útvarpinu. Við nánari skoðun kom /*tfl# f/KOUJvAk varpa a swahili eða es- perantó heldur verður þátturinn (slenskt mál tekinn af dagskrá Rásar 1 eftirað hafa verið þar fastur liður í hálfa öld. Ástæðan mun vera sú að Orðabók Háskóla fslands hefur ekki mann- auð til þess að halda þættinum úti, sem er mið- ur, því hver á þá að hafa áhuga á starfseminni nema innmúraðir og innvígðir fræðimenn? Skúbb Fréttablaðsins upp úrtölvupósti Jónfnu Benediktsdóttur hefur vakið mikla athygli og leikur ýmsum hug- ur á að vita hvernig póstur hennar komst í hendur Sigríðar Daggar Auðunsdótt- ur, blaðamanns. Hafa margvíslegarsamsær- iskenningar spunnist af því. Augu manna hljóta þó að beinast að Baugsmönnum, enda er þeim sjálfsagt mest í mun að ræða kringumstæður málsins fremur en efnisatriði. í þv( samhengi er fróðlegt að Baltasar Kormák- ur góður vinur og svili Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar var farinn að guma af þvf (einkasamtöl- um í fyrri viku að „þeir" hefðu gögn í höndum, klipptogskorid@vbl.is sem sýndu fram á pólitísk tengsl við uppruna Baugsmálsins. Iþví samhengi hafa menn svo rætt um ,hannaða atburðarás" í upphafi máls, þar sem helstu laukar Sjálfstæðisflokks- ins hafi komið við sögu. Á hinn bóginn hafa menn svo velt þvf fyrir sér hvort atburðarásin und- anfarna daga hafi verið nokkru minna hönnuð. Það hafi nefnilega áður gerst að Ingi- björg Sólrún Gfsladóttir hafi komið með glanna- leg ummæli um lögregluna og góðkunningja sfna f Baugi, en síðan hafi af tilviljun komið frétt í Fréttablaðinu skömmu síðar, sem hafi áttað styrkja málhennar.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.