blaðið

Ulloq

blaðið - 26.09.2005, Qupperneq 16

blaðið - 26.09.2005, Qupperneq 16
MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005 blaöiö Ótrúlegur árangur megrunarátaks Hinn nýi Herra Hafnarfjörður -Gunnar missti 43 kíló á sjö mánuðum ,Mér fannst ég vera of feitur sem ég var auðvitað. Ég var búinn að eiga líkamsræktarkort í þrjú ár sem var algerlega ósnert þó að ég væri alltaf á leiðinni í rækt- ina,“ segir Gunnar Már Levíson, eigandi herrafataverslunarinnar Herra Hafnarfjörður. Gunnar fór í heilsuátak og hefur náð einstökum árangri með því að nota vilja- styrkinn. Heil 43 kíló hafa fokið á aðeins sjö mánuðum - án þess að nota til þess nein fæðubótarefni eða aðrar skyndilausnir. Var sendur heim ,Allt í einu þann 20. janúar þá ákvað ég að fara í ræktina. Ég mætti með íþróttatöskuna og allan pakkann og ætlaði að fara að taka á því en þá var ég bara sendur heim. Mér var sagt að ég þyrfti að panta mér tíma hjá einka- þjálfara til að sýna mér og kenna á öll tækin. Ég fór þá heim og var frekar sár því það er alltaf ákveðið átak að taka fyrsta skrefið. Ég þurfti að safna í mig kjarki en var mættur aftur þrem- ur vikum seinna,“ segir Gunnar sem hefur mætt tvisvar til þrisvar sinnum á dag upp frá þeim degi. Hann á erf- itt með að útskýra hvað nákvæmlega varð til þess að hann dreif sig af stað. Heilsan var góð þrátt fýrir aukakíló- in - í dag er hann þó ennþá hraustari og lítur óumdeilanlega betur út. fyrir að vera á röltinu milli heildsala frá átta á morgnana og fram á kvöld. Ég er bara orðinn háður þvi að fara í ræktina og fæ hreinlega móral ef ég sleppi úr degi,“ segir Gunnar sem er sem nýr maður sjö mánuðum eftir upphaf átaksins. „Ertu veikur?" Gunnar hefur alltaf verið vel þéttur en síðustu ár hafði hann verið að bæta verulega á sig. Þetta var fyrsta sinn sem hann fer í átak sem þetta. ,Fólk snýr sér við og spyr mig hvort þetta sé í alvörunni ég. Sumir hvísla að mér hvort ég hafi verið veikur eða hvort ég hafi farið í magaaðgerð. Eng- um dettur í í hug að ég hafi bara gert þetta sjálfur. Það er svo mikið talað um allar þessar aðgerðir og fólk gerir sér hreinlega ekki grein fyrir því að það er hægt að gera þetta án nokk- urrar utanaðkomandi hjálpar,“ segir Gunnar sem breytti algerlega um lífs- stíl því eins og hann segir réttilega sjálfur - það er enginn feitur nema eitthvað sé að mataræðinu. Sveltir ekki Margir velta því eflaust fyrir sér hvernig dagurinn gengur fyrir sig hjá Gunnari. „Ég byrja daginn á því að fara í rækt- ina. Fæ mér kannski hálfa skyrdós áð- ur. Kem svo heim og fæ mér skyr eða Gunnar rétt áður en hann fór f átakið. Hann segist hafa verið heilsuhraustur þrátt fyrir aukakílóin en ákvað að grípa f taumana áður en það væri um seinan. mv Íál'- í’4? • i Gunnar í dag, lítur betur út en nokkru sinni og líðanin er eftir þvf. Viðþolsiaus í London Gunnar fer oft til London í innkaupa- ferðir vegnabúðarinnar og segist vera viðþolslaus að komast ekki í ræktina, þó að það sé kannski ekki nema einn dagur sem hann ekki kemst. „Eg verð alveg ómögulegur, þrátt ávexti eða eitthvað slíkt. Síðan mæti ég í vinnuna og fer alltaf klukkan hálfeitt aftur í ræktina. Ég er að sjálf- sögðu ekki búinn að svelta mig, ég borða vel og reglulega en passa mig ennþá betur á því hvað ég set ofan í mig. Á kvöldin fæ ég mér kjúklinga- bringu og hrísgjón og passa alltaf skammtastærðirnar," segir Gunnar og bætir því við að það skaði ekkert að fara stöku sinnum út að borða ef passað er upp á að detta ekki alveg í sukkið. Kominn í kjörþyngd Gunnar segist síður en svo vera orð- inn leiður á því að fara í ræktina og viðhalda mataræðinu - hvatningin sé of mikil til að gefast upp. „Fólk kemur til mín og tekur í hend- ina á mér og óskar mér til hamingju. Maður getur ekki annað en verið ánægður. Ég á Kjartani í líkamsræk- arstöðinni Nautilus mikið að þakka, þar er aðstaðan mjög fín í alla staði. Ég finn svo mikinn mun á mér, ég er glaðari og léttari í lund og þarf ekki að burðast með þennan fjölda af auka- kílóum,“ segir hann og bætir við að nú sé hann kominn í kjörþyngd - meira að segja aðeins niður fyrir hana. Fitness? - Því ekki það Til þeirra sem hafa lengi velt því fyrir sér að fara í ræktina sendir Gunnar skýr skilaboð; „Bara að drífa sig af stað. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ég byrjaði af krafti og árangurinn lét ekki á sér standa. Þetta var auðvitað erfitt en strax eftir 2 mánuði var ég farinn að kaupa mér minni föt. Það er algerlega þess virði. Miðað við þennan árangur má ætla að Gunnar gæti vel sómt sér uppi á sviði í vaxtarræktarkeppni eins og fitness. Er það kannski markmiðið? „Ja, ef mér yrði boðið að taka þátt er aldrei að vita hvað maður myndi gera. Annað eins hefur nú gerst,“ segir Gunnar, Herra Hafnarfjörður, hressi- lega að lokum. ■

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.