blaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 22
22 I TÍSKA MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005 blaðið Augnskuggar glœða augað lit Ferskir og flottir tónar Það er fátt skemmtilegra en að kaupa sér augnskugga því eins og flestar konur vita er best að eiga nokkra. Augnskugginn er auk þess ómissandi í fallegri förðun því hann gæðir augun lífi og lit. í haust verður mikið um dempaða jarðarliti auk þess sem fjólublár kemur sterkur inn. Bleikur og grænn virðast vera áberandi og brúnn stendur alltaf fyrir sínu. Hér má sjá nokkra glæsilega augn- skugga sem munu sæma hverri konu. svanhvit@vbl.is Glimrandi flottur grænn augnskuggi sem glitrarfrá Heiena Rubinstein. Augnskugginn er í lausu og er eflaust sérstaklega lokkandi á fallegum augum. $ Mac er alltaf flottur og hér eru töff augn- skuggar frá þeim. Mattur fjólublár og lifandi bleikur litur munu prýða hverja konu eins og drottningu. Augnskuggar frá Bourjois. Bleiki og græni augnskugginn er f sérstaklega skemmtilegum umbúðum með áföstum bursta. Æðislega fallegir augnskuggar í iausu sem glitra. Bourjois hefur líka sent frá sér þrjá augnskugga saman í boxi. Þeir eru fjólublár, hvftur og dökkbronslitaður. Þessir litir henta einkar vel saman og eru sérstaklegafallegir Lancóme hefur sent frá sér fjóra einkar fallega augnskugga og kinnalit f skemmtilegu veski sem er með spegli og bursta. Auk þess passar veskið fullkomlega í dömuveski. Augn- skuggarnir henta prýðilega fyrir haustið og eru mjög lokkandi. Litirnir eru fagur- blár, silfurlitaður, svartur með„glimmer" og brúnn. Þetta mun án efa verða vinsælt þar sem litirnir henta við öil tækifæri. Lit- irnir heita Le Carnet De Velours. Dýrðleg augnhár Þegar kemur að förðun er helsta vandamálið hjá flestum konum að ná hinu fullkomna loka yfirbragði - með hinum fullkomna maskara. Margar konur leita ævina á enda að þeim maskara sem hentar þeim best enda er á markaðnum heill hafsjór af þeim úr öllum áttum. Þeir eru til í öllum litum og af öllum stærðum og gerðum. Blaðið fór á stúfana og leitaði uppi brot af þvi besta í ma- skaraflórunni. Frá Lancöme er kominn maskari sem á að lengja augnhárin um 60% auk þess sem hann þéttir augnhárin Ifka. Augn- hárin verða fullkomlega aðskilin og greinilega lengri. Coupe de Theatre frá Bourjois er fyrsti maskari sinnar tegundar, þ.e. tvöfaldur. H víti hlutinn lengir augnhárin og gefur þeim fyllingu. Síðan er liturinn borinn á og uppsker- an er löng, sterk og glansandi augnhár. IVI MfC' O’IVílo Kringlan, sími 568 5757 Lancöme hefur sett á mark- aðinn þennan heillandi ma- skara sem lítursérstaklega vel út á augn-hárunum Það líta allir vel út með þennan. Helena Rubinstein annar eftirspurninni og setur þennan fallega gyllta ma- skara á markaðinn. Hann bæði lengir og þykkir augnhárin auk þess sem hann gerir þau óvenju glæsileg. Þessi slær pott- þétt í gegn. Það er alltaf mikið úrval af augnskuggum hjá Clarins. f boxinu er fjórir fallegir litir sem allir tóna einstaklega vel saman. Hér má líka sjá sérstaklega flottan grænan augnskugga, fjólubláan, brúnan og svart- an. Dekkri litirnir eru fallegir í skyggingu en allt eru þetta einstaklega fallegir litir. Glæsilegur fatnaður í úrvali Str. 38-56 friencire'X Heimakynningar á tískufatnaði! Við leitum að duglegum hressum sölukonum. Til að selja fallegan tískufatnað á heimakynningum Hafðu samband við okkur í síma 568-287O ogfáðu nánari upplýsingar. Kíktu á www.friendtex.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.