blaðið - 26.09.2005, Side 24

blaðið - 26.09.2005, Side 24
24 I TÍSKA MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005 blaðið „Airbrush" verður sífellt vinsœlla Förðun kvikmyndastjarnanna Förðunartæknin „airbrush“ sækir aldeilis í sig veðrið og er sífellt að verða vinsælla. Það á ekki bara við f Hollywood þar sem allar stjörn- urnar nota „airbrush“ heldur nota sífellt fleiri íslendingar þessa sömu tækni. Það er kannski ekki að undra þar sem förðunin kemur svo einstaklega vel út. Bergþóra Þórs- dóttir hjá Supernova, Hair and Air- brush Studio, segir að munurinn á „airbrush" og venjulegri förðun sé töluverður. Bergþóra segir að „airbrush“ hafi upphaflega verið fundið upp fyrir sjón- varp þar sem það kemur miklu bet- ur út þar heldur en venjulegur farði. ,Húðin nær að anda í gegn og þetta er gersamlega fitulaust en það er það sem gerir það að verkum að þetta endist á húðinni í 16-18 tíma án þess að hagg- ast. Þetta er miklu þynnri farði og þú þarft svo lítið til að hylja. Þetta er líka miklu hreinlegra því þessu er bara úð- að á og engin snerting, ég snerti ekki á þér húðina.“ Húðin verður slétt og falleg Bergþóra segir þó að meginmunurinn á „airbrush“ og þessari hefðbundu sé þessi matta og þunna áferð enda verð- ur húðin eins og postulín eftir á. „Ef kona er með hrukku þá úðar maður of- an í hana þannig að það fyllist aðeins upp í hana og þar af leiðandi verður húðin rosalega slétt og falleg. Það er til dæmis hægt að hækka kinnbeinin sem getur breytt öllu andlitinu. Það sem er líka svo flott við „airbrush- ið“ er að ef þú ert að fara á árshátíð og ætlar að vera í flottum kjól sem er fleginn þá sminka ég alveg niður bringuna og i raun undir kjólinn, bak- ið og hendurnar. Ég skyggi líka bakið, bringubeinið og svo framvegis þannig að maður virkar í miklu betra formi en maður er. Það er því sama áferð á húðinni alls staðar.“ Allt sett á með„airbrush" Af ákafa Bergþóru er ljóst að þetta er eitthvað sem á að fylgjast með í fram- tíðinni. „Ég hugsa að það verði farið að gera ráð fyrir „airbrush“ í öllum baðinnréttingum framtíðarinnar,“ segir Bergþóra og hlær. „Stundum heyri ég að ekki sé hægt að setja augnskugga á með „airbrush" en það er reginmisskilningur. Ég set bæði augnskugga og augnlínu á við- skiptavini mína með „airbrush“ og það kemur rosalega vel út.“ svanhvit@vbl.is r. 7 ATw®1 C íSfeö* Ík ífStt e '■ -fSk i-| Hrein og falleg húö Hver kannast ekki viö óþægindin sem fylgja því þegar maöur er á leið út á lífið, aö hitta vini og annað skemmtilegt fólk, aö á síðustu stundu tekuröu eftir því aö stór bóla hefur tekiö sér bólfestu á miöju nefinu á þér. Clearasil hefur svar viö slíkum vanda og getur leyst þig aö einhverju leiti frá þeirri kvöl aö mæta í teitið sem fulltrúi einhyrninga- félagsins eöa eftirherma Kjartans galdrakarls í Strumpunum. Andlitskrem úr öllum áttum Á veturna læðist frostið ofan í hálsmál- ið og upp undir buxnaskálmarnar hjá okkur sem búum á landi ísa. Það sem gleymist oft á tíðum þegar frostið bít- ur kinn er að það er ekki nóg að verja eyru og tær fyrir kuldanum heldur þarf líka að huga að húðinni. Ef ekki eru notuð krem með réttri virkni er hætta á því að húðin þorni og springi og jafnvel getur exem látið á sér kræla. Loftslagið er svo þurrt og kalt hér á landi að allar húðgerðir gera orðið illa úti ef ekki er hugsað vel um varnir. Clarins Multi-active dagkremið er fyrir alla aldurshópa. Það kemur á réttu rakastigi í húðina eftir hennar þörfum. Einnig hefur það eiginleika sem verndar húðina gegn hitabreyt- ingum og því helst farði vel á. Clarins Multi-active dregur úr líkum á að húð- in slakni og myndi fínar línur. Krem- ið inniheldur jurtaolíur, stinnandi fitusýrur og efni sem unnin eru úr lakkrísjurtum. Helena Rubenstein hefur þróað nýtt krem í kjölfar velgengni Collagenist línunnar. Nýja kremið heitir Collagen- ist Intense fÚl. Það er sérstaklega hann- að fyrir konur sem hafa náð 35 ára aldrinum og eru farnar að taka eftir því að húðin er ekki eins mjúk og slétt og áður. Helena Rubenstein tryggir að eftir fyrsta skipti sjáist árangur. Nýja formúlan inniheldur meðal annars sojaseyði sem örvar framleiðslu koll- agenþráða og endurraðar þeim f sína upprunalegu mynd. Biotherm Age fitness kremið inni- heldur kjarna úr ólívulaufum. Það dregur fram náttúrulegan ljóma húð- arinnar auk þess sem það styrkir hana og nærir. Kremið inniheldur andoxun- arefni. Eftir aðeins 8 daga notkun á húðin að vera sýnilega þéttari og fínar línur minnkað. Hægt er að fá Age fit- ness í tveimur útgáfum, fyrir venju- legaogblandaðahúðogþurrahúð. ■ Burt með gráu hárin >enn og konur hafa löngum átt í stríði Ivið gráu hárin sem ekki allir taka opn- um örmum þó að aðrir láti sér fátt um finnast. Karlmenn eiga oft erf- iðara með að ráða við - “ þessa óboðnu gesti þar sem flestar konur hafa í Qam litað á sér hárið í fjölda w ára en karlmenn gera minna af því og finnst ef til vill erfitt að byrja á þvf þegar gráu hárin gera vart við sig. Grecian foam 2000 W4i Grecian er hárfroða sem hefúr ;PPPFOAM reynst vel fyrir þá sem vilja endurheimta sinn náttúrulega háralit. Árni Scheving sér um að flytja froðuna til lands- ins. „Grecian var tekið af markaði fýrir þremur árum þar sem formúlan innihélt blý sem þótti hættulegt. Núna hefur formúlan verið endurbætt og Grecian affur komið á markaðinnsegir Árni. Hann segir eftirspurnina hafa verið gríðarlega áður en Grecian var tekið af markaði og Árni vinnur nú hörðum höndum að því að kynna vöruna upp á nýtt fyrir landsmönnum. Grecian virkar þannig að froðan sameinast þínu hárpróteini og bætir við því efni sem líkist uppruna- legu litarefhi hársins, melaníni. Hárið fær því sinn upprunalega lit eftir 2-3 vikur ef efnið er notað rétt. Mikilvægt er að þvo ekki hárið nema einu sinni í viku á meðan á meðferðinni stendur. Efnið virkar best á hár sem nýlega er orðið grátt. Þeir sem vilja ffekari upp- lýsingar um efnið og jafnvel leggja inn pöntun geta hringt í síma 567-7030. En Clearasil gerir meira en þaö. í Clearasil er til heil lína húöhreinsivara sem hjálpa þér aö koma í veg fyrir aö svona sögur endurtaki sig eöa veröi til yfir höfuö. Notaðu Clearasil og haltu húöinni hreinni! ?$“4^SP!I http://www.clearasil.com

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.