blaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 12
12 I HEZLSA FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 blaöið Frjósemi hefur minnkað undanfarna áratugi Soja hefur neikvœð áhrif á frjósemi karla 4$*Nautilus heilsurækt og suncl á sama stað! vl jiiffjMMrc ii i »3 4 3 É É aCtf - ' 25.990 kt w íit I JM íIjIéÉ ÍÉ JiliH wj: í$SgS #S M 4„# % 'á f É 4 Tilboðið gildirtil 3.október 2005. Árskort gildir á báðum stöðum. Árskort, sem gilda í sal og sund í Sundlaug Kópavogs, veita einnig aðgang að íþróttamiðstöðinni í Salahverfi. Bjóðum upp á ókeypis prufutíma undir leiósögn þjálfara. Panta þarf tímann með fyrirvara. 16 ára atdurstakmark www.nautilus.is • Satataug ■ Sími 570 0480 • Sundlaug Kópavogs • Sími 570 0470 Geta okkar til að eignast börn veltur á genum, lífsmynstri og hegðun. Umhverfis- og hegðun- arþættir eins og næring, streita, hreyfing, fátækt og Iyfjaneysla stuðla að slæmri heilsu og lítilli frjósemi. Meðalfjöldi sæðis- fruma í hinum vestræna heimi hefur lækkað töluvert á milli áranna 1940 og 1990, eða úr 113 milljónir sæðisfruma niður i 66 milljónir fruma. Ef þessi mikla fækkun heldur áfram þá mun frjó- semi karla minnka umtalsvert eftir nokkrar kynslóðir. Frjósemi kvenna hefur líka minnkað und- anfarna áratugi og liggja margar ástæður þar að baki. J J .................. Offita og anorexía hefur neikvæð áhrifá frjósemi. Hin mikla aukning offitusjúkdóma í vestrænum löndum hefur neikvæð áhrif á frjósemi og að sama skapi hefur anorexía neikvæð áhrif, sér- staklega hjá konum. Karlmenn þurfa líka að huga að þyngdinni því fita getur stíflað æðarnar í limnum sem getur valdið því að erfitt er að fá og viðhalda stinningu. Aukning á reykingum og alkóhólneyslu hefur líka áhrif á frjósemi. Alkóhól hefur áhrif á sæðismyndun karlmanna og getur valdið DNA skemmdum í sæð- inu. Skynsamleg notkun alkóhóls hefur engin áhrif á frjósemi kvenna og karla. Rannsóknir hafa sannað að reykingar hafa ótvíræð neikvæð áhrif á frjósemi kvenna. Ef þunguð kona reykir þá stofnar hún frjósemi fóstursins i hættu sem og heilsu þess og vellíðan. Fólinsýra Fólínsýra, sem er meðal annars í B- vítamíni, ýtir undir eðlilega þróun taugapípa í börnum, sá hluti sem verður að heila og mænu. Ef konur eru með næga fólínsýru í líkama sín- um þegar þær verða þungaður, þá eru minni líkur á að börnin þjáist af fæðingargöllum. Soja inniheldur hormón sem líkist estrogén og get- ur því haft áhrif á estrógenmagn líkamans ef þess er neytt í stórum skömmtum. Matvælaiðnaðurinn framleiðir soja í miklu magni þar sem það er ódýrt og kemur í staðinn fyrir kjöt. Þar sem estrógen er kven- hormón þá minnkar það frjósemi karla í einhverju mæli. svanhvit@vbl.is Eggfrumur og sáðfrumur í pistlinum mínum í dag fjalla ég um muninn á sáðfrumum og egg- frumum, en munurinn á þessum tveimur frumum er mikill. Eggfruma er með stærstu frumum líkamans en sáðfruman er með þeim minnstu. Þessi munur liggur í hlutverki þeirra. Eggfruma er stór vegna allrar þeirrar næringar sem hún geymir fyrir hugsanlegan fóst- urvísi á fyrstu sólarhringum eftir frjóvgun. Sáðfruman er hins vegar lítil og létt til að geta synt auðveld- lega upp í gegnum legháls konunn- ar og inn eftir eggrás þar sem egg- fruma bíður. Eggfruman er til við fæðingu en sáðfruman er framleidd á 70 dögum. Eggfruman Eggfrumurnar eru geymdar í eggja- stokkunum. Eggjastokkarnir eru á stærð við vínber og eru raunar eins og eggjaklasar en við kvenskoðun er erfitt að finna þá. Þegar stúlka fæð- ist eru u.þ.b. tvær milljónir eggja í eggjastokkum hennar, en einungis um 4-500 þeirra ná fullum þroska. Eggfruman er hnöttótt með kjarna sem geymir erfðaefni frumunnar í 23 litningum en meginhluti eggfrum- unnar er forðanæring. Yst er síðan nokkuð þykk egghimna til varnar. Þegar eggið þroskast í eggjastokkun- um myndast vatnsfyllt holrúm eða blaðra milli þess og annarra fruma. Blaðran stækkar og eggbúið berst út að yfirborði eggjastokksins þar sem það síðan springur. Það verður egg- los. Eggið sogast svo inn í eggjaleið- arann og hefur nú för sína eftir eggjaleiðaranum í átt að leginu, en ferðin þangað tekur 1-2 daga. Það er á þeirri leið sem eggið frjóvgast, ef það rekst á sáðfrumu. Sáðfruman Þroskaferli sáðfrumna, frá æxlun- arfrumu til fullþroska sáðfrumu sem getur frjóvgað egg, tekur um 70 daga og eftir að það er hafið er ekki hægt að hafa áhrif á það ferli. Full- þroska sáðfrumur eru mjög sérhæfð- ar frumur. Karlhormónið testósterón er aðal- lega framleitt af sérstökum frumum, svokölluðum Leydig frumum, sem eru staðsettar í eistunum á milli sáð- pípanna, örsmárra pípa þar sem sæð- isframleiðslan fer fram. Hormónið örvar þroska sáðfrumanna. Þegar sæðisfrumurnar hafa náð nægum þroska losna frumurnar frá vegg sáðpípanna og ferðast inn í eistn- alyppurnar. Þegar sáðfrumurnar fara frá eistunum er hreyfanleiki þeirra enginn. Sæðisfrumurnar ferð- ast í gegnum eistnalyppuna og tekur það ferðalag um það bil 4-10 daga. Á þeim tíma ná frumurnar enn einu þroskastigi, þ.e. öðlast hreyfanleika. Enn í dag er það vísindamönnum hulin ráðgáta hvað það er sem ger- ist inni í eistnalyppunni sem þrosk- ar sæðisfrumurnar á þennan hátt. Þegar sáðfrumurnar fara út úr eistn- alyppunni eru þær fullþroskaðar og geta frjóvgað egg. Sáðfruma skiptist í þrjá megin- hluta. Aftast, og mest áberandi, er löng svipa eða hali, sem hreyfist og gerir sáðfrumunni kleift að synda upp í gegnum kynkerfi konunnar að eggfrumunni. Fyrir framan svip- una er miðhluti eða háls sáðfrum- unnar en þar raðast hvatberar sem eru orkuver frumunnar og hreyfa halann. Fremst er svo höfuð sáð- frumunnar. í höfðinu er kjarni henn- ar, en í honum er erfðaefnið í 23 litn- ingum líkt og í eggfrumunni. Þrátt fyrir stærðarmun og mun í lögun hafa báðar kynfrumugerðirnar jafn- mikið af erfðaupplýsingum, það er í genum sem raðast niður á 23 litn- inga í hvorri. Jórunn Frímannsdóttir, hjúkrunar- frœðingur og ritstjóri www.doktor.is uefna

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.