blaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 32

blaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 32
32 I MENNING FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 blaöið Apamálverk á sýningu í London stendur nú yfir sýning á listaverkum frá sjötta áratugnum. Þetta væri svo sem ekki í frásögu færandi nema vegna þess að lista- verkin eru eftir nokkra apa. Stjarna sýningarinnar er apinn Congo, fræg- asti apamálari sögunnar. Listgagn- rýnandinn Waldemar Januszczak skrifar grein í Sunday Times um sýninguna og ber mikið lof á Congo en hefur efasemdir um listrænt gildi annarra verka eftir górilluna Sophie, órangútaninn Alexander og simp- ansann Betsy. Gagnrýnandinn segir að hann hafi staðfastlega verið þeirrar skoð- unar að apar gætu ekki málað. Ef þeir máluðu þá væri það vegna slysni eða vegna þess að þeir hefðu verið beittir þvingunum. Nú segist hann ekki vera jafn viss og ástæð- an sé hinn hæfileikaríki simpansi Congo. Hann er einfaldlega hrifinn af myndum Congo og stórhrifinn af nokkrum þeirra. Congo var sjónvarpsstjarna á sjötta áratugnum og kom fram í dýra- þætti sem stjórnað var af Desmond Morris. Myndlistahæfileikar Congo uppgötvuðust fyrir slysni. Einn dag- inn tók Congo upp blýant og byrjaði að teikna. Hann hélt áfram og ljóst var að hann vissi nokk hvað hann var að gera. Þegar hæfileikar Congo voru komnir í ljós var ákveðið að kanna hvort hann gæti málað. Hann átti ekki í neinum erfiðleikum með það. Áður en hann byrjaði á mynd virtist hann vera í þungum þönk- um, var sennilega að ná einbeitingu. Hann valdi sjálfur litina og rauður litur var í sérstöku uppáhaldi en hann virtist hafa lítið dálæti á bláa litnum. Ef reynt var að taka mynd af Congo áður en hann hafði lokið við hana öskraði hann og lét öllum illum látum. Ef hann áleit sig hafa lokið við mynd var hins vegar engin leið til að fá hann til að halda áfram með hana. Hann vissi upp á hár hve- nær mynd var tilbúin. Picasso safnaði myndum eftir Congo. Eitt sinn leitaði blaðamaður álits Picasso á myndum apans. Pic- asso gekk út úr herberginu og sneri aftur með málverk eftir Congo um leið og hann danglaði handleggjun- um eins og api. Hann stökk síðan á blaðamanninn og beit hann. Skila- boð Picasso voru þau að það væri ekki mikill munur á listamanni og apa. Þessi mynd var máluð af Congo 31. október 1957 og er talin meistaraverk hans. Hattó ttstaverk Nú stendur yfir í Listasafni Islands sýningin íslensk myndlist 1945 -1960, Frá abstrakt til raunsæis. í tengslum við sýninguna er hægt að nálgast upplýsingar um 20 verk á sýningunni með því að hringja úr farsíma. Upplýsingarnar eru bæði á íslensku og ensku. Hér er um sam- norrænt tilraunaverkefni að ræða er nefnist Nordic Handscape og fjalar um miðlun menningararfs með notkun farsíma. Verkefnið er styrkt af Norrænu Ráðherra- nefndinni og fer fram á timabilinu 2004 og 2005. Fimm mismunandi menningarstofnanir taka þátt í verkefninu en þær eru: Statens hist- oriska museer, Svíþjóð, ABM ut- viklingen, Noregi, Nationalmuseet Danmörku, Museiverket Finnlandi ásamt Listasafni Islands. Historiska Museet í Stokkhólmi fer með heild- ar verkefnisstjórn. Hér á landi fer nú fram tilraunaverkefni II, Halló listaverklsem byggist á því að list- unnendur geti á jákvæðan hátt nýtt sér farsímann og ýmsa möguleika gagnvirkrar rafrænnar miðlunar. Á sýningunni sem stendur til 30. okt- óber er hægt að sækja upplýsingar um 20 listaverk með því að hringja í símanúmer þeirra, segja frá reynslu sinni með því að senda SMS-skila- boð eða tölvupóst. Síðan má lesa það sem berst á heimasíðu safnsins sem er www.listasafn.is. Einnig er hægt að sækja myndir af 20 listaverkum sem eru á sýningunni í símann sinn og gerast áskrifandi að SMS-tilkynn- ingum um viðburði í safninu með því að senda nafn og GSM-númer / netfang á símanúmerið 8672025 eða á netfangið mennt@listasafn.is. ■ Fágæt lög og textar Út eru komin þrjú nótnahefti eftir Sig- Steingrím Matthías fússon. Heftin heita: Ef þú værir stjarna, Huggun og Veislu- lok. Ef þú værir stjarnaogHuggun innihalda kirkju tónlist, sálmalög og texta og í heft- inu Veislulok eru kór- dæg- ur- og söng- lög og textar. Steingrimur M. Sigfússon er þekktur fyrir tónsmíðar sín- ar og texta. Hann var organisti á nokkrum stöðum á landinu, lengst af á Patreksfirði. Hann var einnig skólastjóri Tónlistaskóla Húsavlk- ur og einnig kenndi hann tónfræði víða. Eru hefti þessi örugglega fengur fyrir marga sem unna tónlist og geta spilað eftir nótum því hér eru mörg fágæt lög og textar sem hafa að geyma fjölbreytt úrval laga. Lög- in í heftunum eru öll eftir Steingrím og einnig flestir textarnir. 9 4 GOlFVttRUÚTSALA 20 - 80% afsláttur I C E Z0*0N golfjakkar Verð áður 13.900 Verð nú 3.900 Brautartré Verð áður 6.900 Verð nú 1.900 HiPPO Titanium driverar Verð áður 20.900 Verð nú 9.900 Járn og tré 20% afsláttur Hippo Pútterar Verð áður 4.500 Verð nú 1.900 Howson golfpokar Verðáður 6.900 Verð nú 2.900 ÞETTA ER AÐEINS BROTAFVÖRUM! Hippo golfkerrur Verð áður 3.900 Verð nú 2.900 AMRKlÐ 'www.markid.is • Sfml: 553 5320 • Ármúla 40 Hann skrifaði einnig spennusög- ur undir skáldanafninu Valur Vestan. Frum hefur end- urútgefið bækurnar eftir hann. Útgefandi nótnaheftanna er Haraldur Sigfússon, bróð- ir höfundar, og fást heftin hjá honum. Sími hjá útgefanda er 553-5054- Einnig fást heftin og spennusögurnar hjá Frum, sími 568-1000. ■ 10. Metsölulisti erlendra bóka The Broker John Grisham The Big Book ofSudoku MarkHuckvaley Northern Lights Nora Roberts State of Fear Michael Crichton TeachYourselfSudoku James Pitts The Bestof NewYork Lonely Planet Egypt World Architecture Dietrich Wildung Harry Potter & the Half-Blood Prince J.K. Rowling Thud Terry Pratchett Anansi Boys NeilGaiman Listinn er gerður út frá sölu i Bókabúðum Máls og menning- ar, Eymundsson og Pennanum dagana 21.09.05 - 27.09.05 i o 10. Aðallistinn - allar bækur Sudoku-bók 1 Gideon Greenspan Skotgrafarvegur - kilja Kari Hotakainen Friðland - kilja Liza Marklund Straumhvörf ÞórSigfússon Dansaðvið engil-kilja Áke Edwardson Móðir í hjáverkum - kilja Allison Pearson Gamla góða Kaupmannahöfn Guðlaugur Arason (sl.-dönsk/dönsk-ísl. vasaorðabók Halldóra Jónsdóttir - ritstjóri Hálfbróðirinn - kilja Lars Saabye Chrístensen Forðist okkur Hugleikur Dagsson Listinn er gerður út frá sölu í Bókabúðum Máls og menning- ar, Eymundsson og Pennanum dagana 21.09.05 - 27.09.051

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.