blaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 blaöiö Mikilvæg skilaboð til kvenna - www.nicorette.is Geymslusvæðið ehf Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar www.geymslusvaedid.is og í síma 565 4599 Ekki kódein- hamstur í dag er síðasti dagurinn sem hægt verður að kaupa lyf sem innihalda efnið kódein án lyfseðils. Blaðið hafði samband við nokkrar lyijaverslanir á höfuðborgarsvæðinu og virðist sem landinn hafi ekki tekið að hamstra lyíjunum þótt sumir hafi merkt einhverja aukningu á sölu þeirra. Breytingin er gerð til þess að sporna við morfín- og kódeinfíkn sem hefur aukist undanfarin ár og koma í veg fyrir að kódeinfíklar gangi á milli apóteka og safni sér fjölda 10 töflu pakkninga með park- ódíni eða íbukód sem hingað til hafa verið seldar í lausasölu. ■ Vatnsmýrin Samráðsdagur á laugardag I gær gafst landsmönnum kostur á að mæta í Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu og skila inn tillögum sínum um framtíð Vatnsmýrarinnar. Forsendur þeirrar alþjóðlegu keppni arkitekta sem fyrirhuguð er um skipulag svæðisins, verða að hluta til byggðar á þeim hugmyndum sem berast frá almenningi. Seinni samráðsdagurinn verður á morgun frá klukkan 10-17 í Hafnarhúsinu. Þátttakendur byrja í porti Hafnarhússins, fara þar í gegnum ákveðna leið og svara 10 einfoldum grundvallarspurningum um Vatnsmýrina. Þátttakendum gefst einnig kostur á því að setjast niður með fagmönnum og útskýra hugmyndir sínar fyrir þeim auk þess að setjast niður með teiknara og láta hann rissa upp skipulagshugmyndir. ■ _ . Mynd: Teiknistota Halldórs GuSmundísanar. TH6 Stærri Kringla Verslunin NEXT hyggst f vor opna verslun á tveimur hæðum í nýrri viðbyggingu við Kringluna sem hafíst hefur verið handa við. Víðbyggingin er við suðurhús Kringlunnar og nemur stækkunin 1700 fermetrum. Útboð á bifreiðum og ýmsu öðru frá Vamarliðinu verður dagana 29.-3. október. Bifreiðarnar verða til sýnis á plani Bílasölunnar Hrauns við Reykjanesbraut gegnt álverinu. Haegt er að skila inn tilboðum á vefslóðinni www.geymslusvaedid.is Hjúkrunarheimili í Sogamýri 110 hjúkninarrýim Heilbrigðisráðherra og borgarstjóri undirrituðu í gœr samkomulag um byggingu hjúkrunarheimilis sem tekið verður í notkun 2007. Atvinnusvœði leigubíla sameinuð Stórkostleg launaskerðing Á morgun tekur gildi breyting á reglum um akstur leigubif- reiða á höfuðborgarsvæðinu, Grindavík og Reykjanesi. Breyt- ingin felst í því að þessi svæði eru sameinuð og er því leigubif- reiðastjórum á svæðinu heimilt að taka farþega innan þess alls. Ingólfur Jónsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Fylkis í Reykjanesbæ, segir að þetta kippi fótunum undan rekstri leigubílastöðva á Reykjanesi. „Fyrir okkur er þetta stórkost- leg launaskerðing þar sem um 80% okkar atvinnusvæðis er á Keflavíkurflugvelli.“ Ingólfur segir að vissulega eigi þetta eftir að nýtast leigubílastöðvun- um á höfuðborgarsvæðinu vel þar sem þeirra svæði stækkar og ferðir í Leifstöð nýtast betur. „Við höfum ekki fjárhagslega burði til að fara í samkeppni við t.d. Hreyfil. Þetta mun enda á því að menn færa sig á stöðv- arnar í Reykjavík." Ingólfur seg- ir þó að nú verði að koma í ljós hvernig hlutirnir muni þróast. „Það er hægt að mála skrattann á vegginn en við tökum þessu og sjáum svo til.“ g Um 110 hjúkrunarrými verða á heim- ilinu og eru það allt einbýli, en einn- ig er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir hjón og sambúðarfólk. Húsið verður um 6660 fermetrar að stærð og er kostn- aður við bygginguna áætlaður 1300 milljónir króna. Kostnaðarhlutdeild heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins og Framkvæmdasjóðs aldraðra í byggingunni er 70% en Reykjavíkurborgar 30%, sem er tvö- falt lögboðið framlag sveitarfélaga til uppbyggingar af þessu tagi. Eign- araðild ríkis og borgar verður einn- ig í fyrrgreindum hlutföllum. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, sagði við undirskrift samkomulags- ins að í Sogamýrinni myndi rísa glæsilegt hjúkrunarheimili fyrir þá sem heilsu sinnar vegna geti ekki lengur dvalið heima hjá sér. „Það er jafn brýnt að efla þjónustuna við þennan hóp og það er að efla heima- þjónustu og heimahjúkrun stórlega.“ Ráðherra sagði það verkefni vera hitt stóra verkefnið á sviði öldrunar- þjónustu sem brýnt væri að leysa. Mikill áfangi Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, sagði samkomulagið mikinn áfanga þar sem talsverð bið væri eftir hjúkrunarrýmum í borg- inni. Með byggingunni í Sogamýri myndi þjónusta við eldri borgara eflast til mikilla muna. Borgarstjóri minntist einnig á það samstarf sem í gangi er milli borgar og ráðuneytis- ins en unnið er að því að þróa sam- ræmt þjónustumat fyrir aldraða. Þjónustumatinu er ætlað að gefa eídra fólki kost á því að búa sem lengst við öryggi í heimahúsum svo það þurfi síður á hjúkrunarrýmum að halda. í samkomulaginu kemur einnig fram að auglýst verði eftir rekstraraðila fyrir hjúkrunarheimil- ið þegar endanlega hafi verið gengið frá samningum. B Útbo ðmm útboa Utboð Landspítalinn: Aukið öryggi Landspítalinn hefur skipað svo- kallaða atvikanefnd LSH sem mun vinna samkvæmt nýjum reglum um viðbrögð vegna atvika eða frávika á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. í erindisbréfi nefndarinnar kemur fram að markmið með starfi henn- ar sé að auka öryggi sjúklinga og starfsmanna með því að m.a. fjalla skilmerkilega um afbrigðileg atvik í starfsemi spítalans sem víkja frá starfsreglum og því sem vænst er. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.