blaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 6
6 I IMltfLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 15 OKTÓBER 2005 bla6iö Hrun í kolmunnaveiðum Samdráttur hefur orðið í heildarafla ís- lenskra skipa Pórólfi Árnasyni sagt upp Rúmlega helmingur heildarhlutafjár í Icelandic Group hf. skipti um eigendur ígœrmorgun. Þórólfi Árnasyniforstjórafélagsins varsam- hliða því sagt upp störfum. Snemma í gær var gengið frá sölu á samtals 55,64% af hlutafé í Iceland- ic Group hf.. Kaupverð er tæplega 12 milljarðar króna og var salan á genginu 9,8. Stærstu seljendur eru Landsbankinn, sem er að selja tæp 15%, og Straumur-Burðarás fjárfest- ingabanki sem er að selja rúmlega 30% hlut sinn í félaginu. Helstu kaupendur eru ISP ehf., félag í eigu Tryggingamiðstövarinnar hf. og Sund ehf., Eimskipafélag íslands og Mirol Investment, sem er félag í eigu Magnúsar Þorsteinssonar. Þess má geta að Sund ehf. er stýrt af Jóni Kristjánssyni, stjórnarformanni Ice- landic Group. Ekki hlutverk banka að vera kjölfestuQárfestir Icelandic Group er eignarhaldsfé- lag sem stýrir alþjóðlegu neti fram- leiðslu- og markaðsfyrirtækja sem selja sjávarafurðir á alþjóðlegum mörkuðum. I fréttatilkynningu frá Kauphöll Islands segir Þórður Már KONUR ERU TILBÚNAR Morgunverðarfundur F K A, Félagskvennaíatvinnurekstri Þriðjudaginn 18. okt. 2005 kl. 8.00-10.00 Hótel Loftleiðum - Víkingasal Yfirskrift: „KONUR ERU TILBÚNAR" Framsöguerindi: Þóranna Jónsdóttir stjórnendaráðgjafi kynnir niðurstöður úr skýrslu nefndar iðnaðar- og viðskipta- ráðherra um aukinn hlut kvenna (forystusveit atvinnu- Kfsins. Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur Samtaka iðnaðarins - „Konur eru tilbúnar" Paliborðsumræður: Næstu skref? Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnmálafræðingur og borgarfulltrúi Hanna Katrín Friðriksson framkvæmdast. stjórnunar- sviðs Eimskips Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsrar verslunar Martha Eiríksdóttir stjórnarformaður EJS Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur og útgefandi Umræðustjóri: Þór Sigfússon framkvæmdastjóri Vf Skráning á fka@fka.is og í síma 570 7267 Fundurinn er ölium opinn, verð kr. 2000,- Heildarafli íslenskra skipa nam tæp- um 62 þúsund tonnum í september síðasthðnum og er það rúmlega 2.000 tonna minni afli en í sama mánuði i fyrra. Verðmæti aflans minnkaði hins vegar um 2,3% á sama tímabili. Ef verð- mæti aflans það sem af er árinu er skoð- að kemur í ljós að það hefur dregist sam- an um 1,2% milli ára. Þetta kemur ff am í yfirliti frá Hagstofu íslands í gær. Einstakartegundir Ef einstaka tegundir eru skoðaðar kem- ur í ljós að hrun hefur orðið í kolmunna- veiðum. I nýliðnum septembermánuði veiddust 41 tonn af kolmunna á móti tæpum 12.000 tonnum í sama mánuði ífýrra. Síldaraflinn jókst hins vegar veru- lega mihi ára. Hann nam tæpum 25.000 tonnum í sfðasta mánuði sem er 14.400 tonnum meira en í sama mán- uði í fyrra. Tæp 34.000 tonn veiddust af botnfiski í síðasta mánuði sem er 3.000 tonnum minna en í fyrra. Jóhannesson, forstjóri Straums- Burðarás fjárfestingabanka, að ástæður sölu á hlut bankans séu þær að hann telji það ekki hlutverk fjárfestingabanka að vera langtíma kjölfestufjárfestir í félögum í öðr- um rekstri en fjármálaþjónustu. Þrátt fyrir að arðsemi fjárfesting- anna hafi verið góð sé tímabært að selja hlut bankans til traustra aðila sem munu taka yfir hlutverk kjöl- festufjárfesta í félaginu. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbanka íslands, segir sömuleiðis að Lands- bankinn líti svo á að hlutverki hans sem umbreytingafjárfesti í félaginu sé lokið. Engar ástæður gefnar fyrir uppsögninni Þórólfur Árnason, fyrrum borgar- stjóri Reykjavíkur, var ráðinn for- stjóri félagsins þann 31. maí síðast- liðinn en mun láta af störfum eftir söluna. Hann hættir samstundis eft- ir einungis fjóra og hálfan mánuð í starfi. Aðspurður segist Þórólfur að uppsögnin hafi komið honum mjög á óvart. Þórólfur sagði ennfremur að honum hafi ekki verið gefnar neinar ástæður fyrir uppsögninni né upp- GÓÐ HEILSA GULLl BETRl www.nowfoods.com BlaOit/lngó Þórólfur Arnason segir að uppsögnin hafi komið honum mjög i óvart. lýsingar um aðdraganda hennar og best væri að stjórn fyrirtækisins svaraði því hverjar þær væru. Hreggviður Jónsson, stjórnarmað- ur í Icelandic Group, vildi ekki tjá sig um málið og benti á Jón Krist- jánsson stjórnarformann félagsins. Ekki náðist í Jón í gær þrátt fýrir ít- rekaðar tilraunir. ■ SELDIST I MILLJONAUPPLAGI IJAPAN JAPÖNSKU GLÆPASAGNAVERÐLAUNIN JAPÖNSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN TILNEFND TIL BANDARÍSKU / EDGAR-VERÐLAUNANNA I: Næg bílastæði - opið virka daga 10-18, laugardaga 11-16. Askalind 1 • Kópavogur • 568 9700 www.habitat.net • habitat@simnet.is Ríkissak- sóknari biðst lausnar frá Baugsmáli Bogi Nilsson, ríkissaksókn- ari, sendi I gær dómsmála- ráðherra bréf þar sem hann baðst lausnar frá því að stýra athugun á þeim gögnum sem snúi að þeim 32 ákæruliðum Baugsmálsins sem vísað var frá í Hæstarétti. Ríkislög- reglustjóri hafði áður beðið hann um að athuga hvort að tilefni væri til þess að gefa út nýjar ákærur á grundvelli þeirra gagna. Bogi segir í bréfi sínu að þar sem tveir hinna ákærðu í málinu starfi eða hafi starfað hjá KPMG Endurskoðun hf. þá hefði óhlutdrægni hans við með- ferð málsins verið dregin í efa. Ástæður þess væru þær að bæði bróðir ríkissaksóknara og tveir synir hans hafi starf- að hjá ofangreindu fyrirtæki. „Vegna framangreindra tengsla tilkynni ég dómsmála- ráðherra hér með að ég tel mig ekki bæran til að stýra athugun á áðurnefndum gögnum og taka síðan ákvörð- un um afgreiðslu málsins sem ríkissaksóknari,“ segir Bogi í bréfinu. Hann telur því nauðsynlegt að annar löghæfur maður verði fengin til að sjá um verkefnið. ■ Strætókort aftur til sölu í Árbæ og Grafarvog íbúar Árbæjar- og Grafar- vogshverfis geta tekið gleði sína á ný því á fundi fulltrúa sundlauganna og Strætó bs. síðastliðinn fimmtudag var ákveðið að hetja sölu á strætó- kortum í hverfunum. Fram kom í Blaðinu síðastliðinn mánudag að effir að leiðakerfi Strætó breyttist í sumar féll niður eini staðurinn sem sá íbúum þessara hverfa fýrir strætókortum. Þetta þýddi í stuttu máli að eina leiðin fyrir notendur strætisvagna I þessum hverfum til að nálgast strætókort var annað hvort að fara niður í bæ eða kaupa beint af vagnstjóra. Starfs- mönnum Strætó bs. höfðu bor- ist fjölmargar kvartanir vegna þessa en málið hefur verið í biðstöðu vegna væntanlegrar komu svokallaðra Smartkorta. Það var að frumkvæði Ragn- ars S. Ragnarssonar, íbúa I Grafarvogi, að fulltrúar Strætó bs. og fulltrúar sundlauganna í Árbæ og Grafarvogi hittust. Ragnar segir að frétt Blaðsins hafi slegið sig og því hafi hann ákveðið að ganga í málið. „Við fjölskyldan tökum mikið strætó og dóttir mín þarf oft að fara niður í í bæ og mér fannst sláandi að í þessum stóru hverfum skuli ekki vera hægt að fá þessa þjónustu.“ Að sögn Jens Jónssonar, forstöðu- manns Árbæjarlaugar, er vilji fyrir að byrja með þessa þjón- ustu eins fljótt og auðið er. „Á fundinum var forstöðumönn- um sundstaða það í sjálfsvald sett hvað þeir gerðu og við ákváðum að taka upp sölu á strætókortum og vonandi getum við byrjað fljótlega." ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.